Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 3
Bókasafnið 38. árg. 2014
Efnisyfirlit
5 Dr. Stefanía Júlíusdóttir
Frá bókasafnsfræði ti l upplýsingafræði:
þróun fræðigreinar, þörf á menntun
25 Erlendur Már Antonsson
„Framtíðin er björt ef við höldum rétt á spilunum“:
Viðtal við Stefaníu Júlíusdóttur
33 Kristína Benedikz
Útlán háskólanema og tengsl við námsgengi
39 Magnea Davíðsdóttir og dr. Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
Umboð skjalastjóra og stuðningur stjórnenda við
innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi , RSSK
46 Helga Kristín Gunnarsdóttir
Viðhorf háskólanema ti l bókasafnskerfisins
Gegnis
53 Dr. Ágústa Pálsdóttir og dr. Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
Tímamót í sögu námsgreinar:
Upplýsingafræði í Háskóla Íslands
65 Svanhildur Eiríksdóttir
Bókasafn Reykjanesbæjar í nýtt húsnæði
67 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Þekkingarveita í al lra þágu: Stefna
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
201 3-201 7
68 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Knowledge Source for Everyone: Policy of the
National and University Library of Iceland for
201 3 – 201 7
69 Hrafn H. Malmquist
Hráefni þekkingarhagkerfisins
73 Sigrún Guðnadóttir og Hallur Guðmundsson
Til Kölnar
80 Sunna Njálsdóttir
Almenningsbókasöfn - miki lvægur fjársjóður ti l
framtíðar: Málþing um málefni almennings-
bókasafna á Íslandi
84 Gróa Finnsdóttir
Af bókamessu, Jesú, ryksugu, uppþvottavél og
nútíðarhugl jómun
87 Sveinbjörn Björnsson
Minningarorð um Guðrúnu Gísladóttur
88 Rachel Van Riel and Anne Downes
Take a new challenge with onl ine professional
development
94 Afgreiðslutími bókasafna
Frá ritstjóra
Loks kemur út 38. árgangur
Bókasafnsins en til gamans má geta
þess að 40 ár eru liðin frá því að
fyrsta tölublað kom út árið 1 974. Við
verðum hinsvegar að bíða til ársins
201 6 til að halda upp á 40 ára út-
gáfuafmæli Bókasafnsins því blaðið
kom ekki út samfleytt fyrstu árin.
Blaðið í ár er með stærra sniði
en áður enda efnismikið og
fjölbreytt. Ritrýndum greinum hefur
fjölgað frá því í fyrra, úr einni í fjórar.
Fyrst ber að nefna umfangsmikla
grein eftir dr. Stefaníu Jú líusdóttur,
sem er byggð á doktors-verkefni
hennar. Þess má geta að hún er
fimmta konan sem útskrifast með
doktorsgráðu í bókasafns- og upplýs-
ingafræði (upplýsingafræði). Stefanía
á langan og fjölbreytilegan starfsferil
að baki á sviði bókasafns- og upp-
lýsingamála og þeirri reynslu deilir
hún með lesendum í viðtali sem Er-
lendur Már Antonsson tók við hana í
byrjun árs. Önnur ritrýnd grein
byggir á megind legri rannsókn sem
fólst í að kanna hvort tengsl væru á
milli fjölda útlána og lokaeinkunna
nemenda á Menntavísindasviði Há-
skóla Íslands. Niðurstöður þeirrar
rannsóknar eru mjög áhugaverðar
og hafa ekki birst áður. Í flokki
ritrýndra greina eru að lokum tvær
rannsóknir sem byggjast á
meistaraverkefnum nemenda í
bókasafns- og upplýsingafræði.
Önnur þeirra er á sviði skjala-
stjórnunar um inn leiðingu á rafrænu
skjalastjórnunarkerfi en hin beinist
að leitarhegðun nemenda og við-
horfi þeirra til bókasafnskerfisins
Gegnir. is.
Vert er að vekja athygli á grein
dr. Ágústu Pálsdóttur og dr. Jó-
hönnu Gunn laugsdóttur, prófessora
í upplýsingafræði um þróun náms-
greinar í bókasafns- og upplýsinga-
fræði við Háskóla Íslands. Kveikjan
að þeirri grein eru breytingar á nám-
inu eins og mörgum er kunnugt. Frá
og með haustinu 201 4 verður ekki
lengur boðið upp á BA-nám í náms-
greininni heldur verður hún einungis
kennd á framhaldsstigi. Ekki voru
allir á eitt sáttir um þessar breytingar
eins og umræðan gaf til kynna í hópi
upplýsingafræðinga síðla vors 201 3.
Sumir vildu meina að með því að
fella BA-námið niður tapaðist sú
sérfræðiþekking sem lögð hefur ver-
ið áhersla á í bókasafns- og upplýs-
ingafræði og hæfni til að
skipu leggja, flokka, skrá og finna
upplýsingar. Aðrir telja breytingarnar
af hinu góða og námsgreininni til
framdráttar ef einungis verður kennt
á framhaldsstigi. Fram kom í um-
ræðunni að kennsla í bókasafns- og
upplýsingafræði á meistarastigi
tíðkaðist víða í háskólum erlendis
og voru háskólar í Danmörku nefnd-
ir sem dæmi. Óhætt er að fu llyrða
að framundan eru spennandi tímar
með nýjum áherslum og áskorunum
– sem eiga eftir að marka „tímamót“
í sögu námsgreinar sem og fag-
stéttar.
Fleira markvert er að finna í
þessu tölublaði. Má þar nefna pistil
um flutning bókasafns Reykja-
nesbæjar í máli og myndum. Þess
má geta að Upplýsing stóð fyrir
vísindaferð á bókasafnið í mars síð-
astliðnum. Að sögn nokkurra félags-