Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 47
Bókasafnið 38. árg. 2014 47 upplýsingalæsis með því að athuga hvernig þeir töldu að sér gengi að nota gagnasafnið. Spurt var eftirfarandi þriggja rannsóknarspurninga: 1. Hvernig hafa nemendur við Háskóla Íslands lært að nota Gegni? ­ Hvaða aðilar hafa séð um að kynna Gegni fyrir nemendum? ­ Hvaða kennslu eða leiðsögn hafa þeir fengið? ­ Hvernig fannst þeim kennslan/leiðsögnin reyn­ ast? 2. Hversu vel telja nemendur sig þekkja gagna­ safnið Gegni og hvernig gengur þeim að nýta það í námi sínu við Háskóla Íslands? 3. Hver er afstaða nemenda til Gegnis og þjón­ ustunnar sem boðið er upp á? ­ Hversu vel fullnægir Gegnir þörfum nem­ endanna? ­ Hvaða hindranir eru og hvað má bæta? ­ Hvernig bregðast þeir við nýjungum í Gegni? Niðurstöðurnar sýndu að nemendurnir voru sæmilega upplýsingalæsir varðandi þá þætti sem voru skoðaðir. Þeim fannst Gegnir auðveldur í notkun og höfðu flestir fengið kennslu og leiðsögn á vinnulagsnám­ skeiðum. Þrír nemar höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Nemunum þótti kennslan reynast vel en sumum fannst þó að hún hefði mátt vera hagnýtari. Nemendurnir notuðu Gegni mismunandi mikið eftir því í hvaða fagi þeir stunduðu nám og á hvaða stigi þeir voru í náminu. Tengdist notkunin mest heimildaöflun vegna verkefna og ritgerða. Afstaða þátttakenda til Gegnis var mjög já­ kvæð. Þótti flestum Gegnir hentugt og áreiðanlegt gagnasafn en það var þó misjafnt hvort þeir nýttu sér alla valmöguleika. Benti rannsóknin til að þörf væri á að efla fræðslu. Rannsókn á reynslu og notkun nemenda á Gegni er mikilvægt framlag til umræðu um kennslu í upplýsinga­ læsi. Með því að varpa ljósi á upplýsingalæsi og leitar­ hegðun háskólanema má öðlast betri skilning á þörfum þeirra og veita þeim betri þjónustu og fræðslu. Rannsóknir á notkun á bókasafnskerfum Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á notkun háskólanema á bókasafnskerfum og hafa þær á síðasta áratug endurspeglað áhyggjur manna af minnk­ andi notkun á þeim. Virðist það verða sífellt algengara að fólk leiti fræðilegra upplýsinga eingöngu á Internetinu og benda rannsóknir til að nemendur hafi oft á tíðum ekki kunnáttu í grundvallaratriðum upplýsingaleitar og skorti þjálfun í að nota bókasafnskerfið og önnur gagnasöfn bókasafnsins ﴾Calhoun 2006; Lippincott, 2005; Mitter­ meyer og Quirion, 2003﴿. Hafa margir bent á nauðsyn þess að efla kennslu í upplýsingalæsi innan háskóla, til að mynda Mittermeyer og Quirion ﴾2003﴿ sem rannsök­ uðu nýnema við Quebec háskóla í Kanada. Bentu niður­ stöðurnar til að byrjendurnir væru fáfróðir um upplýsingaleit og hefðu lítinn skilning á hlutverki bóka­ safnskerfisins. Eric Novotny ﴾2004﴿ rannsakaði nemend­ ur háskólanna í Pennsylvaniufylki í Bandaríkjunum og komst að því að þeir vissu lítið um bókasafnskerfið sem jafnframt var samskrá háskólanna. Fylgst var með 18 nemendum á meðan þeir leituðu og þeir beðnir að hugsa upphátt á meðan. Rannsókn Griffiths og Brophy ﴾2005﴿ á upplýsingaleitarhegðun háskólanema í Bretlandi sýndi að leitarvélanotkun var almenn meðal nemendanna en að lengra komnir nemendur voru ekki eins háðir þeim og að notkun á upplýsingakerfum var mismunandi eftir námsgreinum. Talið er að með almennri notkun á leitarvélum á borð við Google hafi fólk ekki lengur kunnáttu í leitartækni, velji hentugleika og skjótt aðgengi fram yfir innihald eða gæði heimildanna og verði óþolinmótt ef upplýsingaleitin krefst tíma og fyrirhafnar. Þannig hafi nemendur oft nei­ kvæð viðhorf til gagnasafna bókasafnsins þrátt fyrir að þeir viti að þar finni þeir áreiðanlegar upplýsingar ﴾Kim og Sin, 2011﴿. Tíminn sem nemendur hafa til umráða við upplýsingaöflun virðist hafa áhrif á það hvaða leiðir þeir velja til þess að nálgast upplýsingar. Head og Eisenberg ﴾2009﴿ rannsökuðu nemendur í grunnnámi í sex háskól­ um í Bandaríkjunum og kom í ljós að nemendurnir leituðust við að finna viðeigandi upplýsingar á sem stystum tíma og eyddu ekki tíma í að þjálfa sig í leitar­ tækni heldur héldu sig fremur við vanabundnar aðferðir. Þeir notuðu þó mismunandi upplýsingakerfi eftir því á hvaða stigi upplýsingaleitarinnar þeir voru og völdu oft­ ast þau gagnasöfn sem þeir þekktu og treystu. Rann­ sóknin byggðist á spurningalistakönnun. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur standa frammi fyrir ýmsum hindrunum við notkun á bókasafnskerfinu. Þeir ráða oft ekki við flóknar leitaraðferðir, þekkja ekki alla leitarmöguleikana og eiga erfitt með að velja viðeig­ andi leitaraðferðir eða að leita á hnitmiðaðan hátt. Höf­ unda­ og titlaleit ásamt því að vafra eða skima eftir efni virðast algengar aðferðir. Þá reka þeir sig oft á að efnið sem þá vantar finnst ekki í bókasafnskerfinu eða hillum bókasafnsins eða þeim þykir notendaviðmótið óað­ gengilegt ﴾Ansari og Amita, 2008; Islam og Ahmed, 2011; Kumar og Vohra, 2011; Morupisi og Mooko, 2006﴿. Rannsókn Novotny ﴾2004﴿ sýndi að nemarnir skoðuðu leitarumhverfið ekki vel heldur völdu gjarnan í flýti einhvern líklegan leitarmöguleika. Þá hafa rann­ sóknir bent til að fólk sé ekki að nýta sér alla val­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.