Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 54
Bókasafnið 38. árg. 2014 54 skólaárinu 2013­2014. Áfram verður í boði að ljúka framhaldsnámi við greinina. Loks eru birtar umræður og samantekt. Aðferðafræði Markmiðið með ritun greinarinnar var að skoða og færa til bókar sögu, þróun og stöðu námsgreinar í bóka­ safns­ og upplýsingafræði, nú upplýsingafræði, frá því að hún hóf göngu sína í Háskóla Íslands og til nútímans. Við þá athugun var notuð sú aðferð að rannsaka fyrir­ liggjandi skjalfest gögn sem námsgreinina vörðuðu svo og gögn innan og í tengslum við Háskóla Íslands ﴾Hartley, 1999﴿. Í því sambandi voru upplýsingar bæði í skjalasöfnum starfseininga og á heimasíðu Háskólans rannsökuð ﴾Edwards, Thomas, Rosenfeld og Booth­ Kewley, 1997﴿ auk útgefins efnis varðandi Háskólann. Þá voru gögn úr ytra umhverfi námsgreinarinnar skoðuð svo sem viðeigandi lög og útgefin rit. Tafla 1 gefur yfirlit yfir fyrirliggjandi gögn úr innra og ytra umhverfi náms­ greinarinnar. Gagnasafn þetta flokkast undir eigindleg gögn en við greiningu slíkra gagna er ekki hægt að fylgja eins af­ mörkuðum reglum og við greiningu megindlegra gagna þó svo að leitast sé við að ná fram sem skýrastri mynd af viðfangsefninu ﴾Williamson, 2002﴿. Við skoðun á fyrir­ liggjandi efni úr innra og ytra umhverfi námsgreinarinnar var leitast við að fylgja vinnuferlum orðræðugreiningar ﴾discourse analysis﴿ eins og unnt var ﴾Fairclough, 1993/2002; Hennink, Hutter og Bailey, 2011; Schwandt, 1997﴿. Gögnin voru lesin á kerfisbundinn hátt og reynt var að rýna þau með tilliti til þess hvernig þau gætu varpað ljósi á sögu, þróun og stöðu námsgreinarinnar og hvort hún hefði þróast í samræmi við kröfur og viðmið í ytra umhverfi. Vaxandi þörf fyrir sérmenntað starfsfólk Segja má að þörf fyrir miðlun almennrar verkþekk­ ingar í rituðu máli hafi ekki skapast á Íslandi fyrr en á 20. öld þegar atvinnuhættir og verkmenning breyttust. Þeg­ ar kom fram á miðja öldina höfðu atvinnuhættir, bæði landbúnaður og fiskveiðar, náð að þróast og þjóðin tekin að iðnvæðast ﴾Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, 1997﴿. Á þeim tíma varð einnig ljóst að það kerfi, sem not­ að hafði verið til bóklegrar þekkingarmiðlunar, það er lestrarfélög starfrækt af ólaunuðum sjálfboðaliðum, var ófullnægjandi fyrir þekkingar­ og upplýsingaþörf lands­ manna. Það lýsir sér meðal annars í því að fyrstu lög um almenningsbókasöfn, nr. 42/1955, voru sett um miðja öldina þó svo að þar sé ekki gerð krafa um menntun þeirra sem gegndu starfi á almenningsbókasöfnum. Þá var talin þörf á sérmenntuðu fólki til þess að sinna bóklegri þekkingarþörf landsmanna sem leyst skyldi með því að hefja kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013﴿. Háskóli Íslands var settur á laggirnar 1911. Háskólinn er opinber stofnun og honum var ætlað að koma að mótun íslenska þjóðríkis­ ins ﴾Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guðmundsson, 2011﴿. Á fimmta áratugnum var Atvinnudeild Háskólans stofnuð en henni var ætlað að standa að rannsóknum í landbúnaði, fiskveiðum og iðnaði. Meginstarfsemi Háskólans hafði fram til þess tíma verið menntun embættismanna, presta, lækna og lögfræðinga ﴾Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matth­ íasdóttir og Magnús Guðmundsson 2011﴿. Þegar kom fram um miðja síðustu öld bendir stofnun kennslu í bókasafnsfræði, árið 1956 ﴾Háskóli Íslands, 1956﴿, til þess að aukin þörf á sérmenntuðu starfsfólki í bóka­ safnsfræði hefði skapast bæði meðal landsmanna al­ mennt sem innan vísinda­ og háskólasamfélagsins. Árið 1965 voru þrjár sjálfstæðar rannsóknarstofnan­ ir settar á fót með lögum um rannsóknir í þágu atvinnu­ veganna, nr. 64/1965, Hafrannsóknarstofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun. Stofnanir þessar tóku við hlutverki Atvinnudeildar Há­ skólans. Atvinnudeildin hafði notið þjónustu Háskóla­ bókasafns en með nýja fyrirkomulaginu var sérstökum sérfræðibókasöfnum komið á fót innan stofnananna þriggja. Allt frá áttunda áratug síðustu aldar komu enn fremur til sögunnar breytingar og nýjungar sem stuðluðu að aukinni þörf fyrir sérmenntað starfsfólk til skipulagn­ Fyrirliggjandi skráð efni Ársskýrslur Brautskráningaryfirl it Fundargerðir Kennsluskrár Lög Samningar Skráningar nemenda, yfirl it Stefnur Útgefin rit Úttektarskýrslur Tafla 1: Gagnaöflun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.