Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 81

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 81
Bókasafnið 38. árg. 2014 81 safnaráði sem myndi starfa samkvæmt nýju bókasafna­ lögunum. Því væri ætlað að vinna að stefnumörkun um starfsemi bókasafna í samvinnu við Landsbókasafn Ís­ lands – Háskólabókasafn og að setja reglur um söfnun og úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga um bókasöfn á Ís­ landi. Nústarfandi bókasafnaráð væri vel í stakk búið til að fjalla um þessi mál og móta stefnuna. Eftir að embætti bókafulltrúa ríkisins var lagt niður hefur enginn séð um að safna tölfræðilegum upplýsingum um bókasöfn. Bókasafnaráð þyrfti að meta hverju skyldi safna og hvernig. Eiríkur benti á þá nýjung í lögunum að hægt væri að sækja í bókasafnasjóð vegna þróunar­ og samstarfsverkefna. Fjármögnun væri að vísu óviss í ár en yrði vonandi á næsta ári. Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur á lögfræði­ og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga talaði um lagaumhverfi bókasafna, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, lýðræði, jafnræði og aðgengi: Búið væri að ná ákveðnum markmiðum með nýjum sveitarstjórn­ arlögum frá 2012. Skylda sveitarfélaga væri ótvíræð og söfnin hefðu hlutverki að gegna gagnvart íslenskri tungu og upplýsingalæsi sem hluti af grunnþjónustu. Ekki væru þó í lögunum ákvæði með viðurlögum ef sveit­ arfélög teldust ekki standa við sína skyldu í stuðningi við söfnin enda væri betra að beita hvatningu í þeim tilvik­ um. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, lands­ bókavörður lýsti nýjum og gömlum viðfangsefnum bóka­ safna og velti fyrir sér viðhorfi sveitarstjórnarfólks til almenningsbókasafna á ýmsum tímum. Hún sagðist vera ánægð með vinnslu nýju bókasafnalaganna. Bókasöfn skyldu vera þekkingarveitur og fræðslustofn­ anir. Samstarfsverkefni væru mörg, tæknivæðing gengi vel í söfnum og hagræðing hefði verið mikil í greininni undanfarin ár. Ingibjörg taldi að brugðist hefði verið við kreppunni á skynsaman hátt með sparnaði og hagræð­ ingu og hlutirnir hugsaðir upp á nýtt. Hún sagði frá verk­ efnum í skráningu og ýmsum fagmálum á Landsbókasafni Íslands­Háskólabókasafni. Gegnir og Leitir væru þar stærstu samstarfsverkefnin. Meðal annarra verkefna væru stafræn endurgerð íslensks efn­ is, Bækur.is, söfnun stafræns efnis á íslensku sem væri varðveitt í Rafhladan.is, tilraunaverkefni um útlán á ís­ lenskum rafbókum og nýtt skráningarkerfi bókasafna RDA ﴾Resource Description and Access﴿ sem væri í sjónmáli. Að lokum útskýrði Ingibjörg hvernig jákvæð viðhorf sveitarstjórnarfólks toguðust á við neikvæð og hvernig hægt væri að nýta starfsemi bókasafna. Al­ menningsbókasöfn hefðu í för með sér aukaútgjöld, starfsmanna­ og húsnæðisvandamál. Jafnframt væri óljóst hvort vantaði meira eða öðru vísi efni og framboð á afþreyingu leiddi til lítillar aðsóknar. Jákvæðir sveitar­ stjórnarmenn ættu að líta á bókasöfnin sem öflugar menningarstofnanir, sem ættu gott samstarf við skóla og aðra menningarstarfsemi, þjónuðu íbúunum og ferða­ mönnum af fagmennsku og væru styrk stoð í samfélag­ inu. Pálína Magnúsdóttir, forstöðumaður Borgar­ bókasafns Reykjavíkur sagði frá breytingarferli almenn­ ingsbókasafna sem væru einstakar menningarstofnanir. Hún benti á mikilvægi góðs aðgengis að bókasöfnum og tók sem dæmi athugun sem hún gerði á leið sinni frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Hún bar saman aðgengi að vínbúðum og bókasöfnum og komst að því að vín­ búðir á þessari leið voru mjög sýnilegar, en bókasöfn ekki. Hún sagði að aðgengi að bókasöfnunum þyrfti að vera betra ef þau ættu að taka á þeim verkefnum sem talað hefur verið um. Almenningsöfnin væru fyrir alla, samkomustaður í nærsamfélaginu þar sem hægt væri að upplifa menningu, læra og menntast ævina á enda og fá óhlutdrægar upplýsingar. Þau hefðu fjölbreyttu hlutverki að gegna, væru alþýðleg og löðuðu að sér mikinn fjölda og margvíslega notendur með mismunandi þarfir. Pálína sagði ennfremur að almenningsbóksöfn væru eina menningarstofnunin sem sveitarfélögum bæri lögum samkvæmt að reka. Bókasöfnin styrktu lýðræðið með því að bjóða upp á ókeypis upplýsingaþjónustu óháð stöðu og stjórnmálaflokki og væru hlutlausar stofnanir. Upplýsingahlutinn væri góður og gildur en við mættum ekki gleyma menningarhlutanum sem væri ekki síður mikilvægur. Hún greindi frá því að í kringum 700 þúsund manns heimsæktu Borgarbókasafn árlega, fleiri en kæmu í Hörpu, tónlistarhús. Útlán væru um milljón á ári og þeim færi ekki fækkandi. Bókasöfnin væru mikil­ vægasti þriðji staðurinn og lagði áherslu á að starfsfólkið væri allra mikilvægast. Það væri menntað, hæfileikaríkt og hugmyndaríkt og það þyrfti að virkja, finna og nota styrkleika þess. Pálína sagðist sjá fyrir sér að starfsfólk á bókasöfnum yrði einhvers konar samfélagsþjálfar – og þess væri nú þegar farið að gæta. Pálína minntist á nokkur verkefni sem væru í gangi á Borgarbókasafni og í öðrum söfnum erlendis. Hún nefndi sem dæmi Laptop club í Helsinki sem varð til eftir námskeið sem var haldið fyrir eldra fólk og þróaðist út í eins konar klúbb. Gamla fólkið mætti með tölvurnar sín­ ar í safnið, skiptist á skoðunum og lærði hvert af öðru. Í lokin velti Pálína fyrir sér stöðu bókasafna þessa dag­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.