Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 12
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 2 útgáfurita tóku saman og sendu til bókasafnanna ﴾app­ roval plans og blanket order plans﴿ ﴾sjá t.d. http://eric.ed.gov/?id=ED043342 og http://www.ybp.com/ser­ vices.html﴿. Efnislyklar voru iðulega þróaðir utan bóka­ safnanna. Skráningarþjónusta Library of Congress varð ásamt millisafnalánum til þess að auka og festa stöðlun skipulagsvinnu ﴾skráningu, flokkun og lyklun﴿ í sessi ﴾Abbott, 1988, s. 217­226﴿, og einnig til þess að bóka­ safnsfræðingar þar þjálfuðust ekki í þess konar vinnu að sama skapi og til dæmis hér á landi, þar sem miðskrán­ ing kom til heilli öld seinna ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Í BNA urðu átök um efnisval milli almennings og stéttar bókasafnsfræðinga, sem varð að láta undan kröf­ um almennings á því sviði strax á 19. öld. Undir lok þeirrar aldar reyndi fagstéttin fyrir tilstilli Melville Dewey að ná yfirráðum yfir óðali skjalastjórnar ﴾skipulagi við­ skiptaskjala﴿, þó það tækist ekki hafði hún næga vinnu. Af þeirri ástæðu sótti stétt bókasafnsfræðinga yfirráð í óðali skjalastjórnar ef til vill ekki eins fast og hún hefði getað. Yfirráð óðals skjalastjórnar í BNA komst að því er virðist átakalaust í hendur annarra en bókasafnsfræð­ inga. Enda þótt framboð starfa væri sveiflukennt í BNA þegar kom fram á 20. öldina, má segja að til þess að halda nægri atvinnu hafi bókasafnsfræðingar lítið þurft að sinna vörnum óðals síns eða gera árásir í önnur óðul. Þróunin var þó ekki algerlega átakalaus. Átök urðu milli akademískra starfsmanna háskóla og bókasafnsfræð­ inga um hvort þeir síðarnefndu ﴾sérstaklega forstöðu­ menn﴿ ættu að njóta sömu kjara við rannsóknastörf og akademískir starfsmenn sem höfðu kennslu og rann­ sóknir að aðalstarfi. Á lægri skólastigum urðu átök milli bókasafnsfræðinga og kennara, sem leiddu til þess að bókasafnsfræðingar komu á leyfisbréfum til starfsrétt­ inda til þess að aðgreina „sanna bókasafnsfræðinga“ frá skólasafnskennurum, en það var tiltölulega seint á þró­ unarferli fagstéttarinnar ﴾Abbott, 1988, s. 221­222; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Samkvæmt Abbott ﴾1988﴿ hefur tækniþróun áhrif á óðul fagstétta, sem fyrr segir. Gömul óðul geta horfið eða breyst, einnig geta ný óðul myndast. Abbott nefnir áhrif af tvenns konar tækniþróun, annars vegar útgáfu örefnis sem stækkaði í raun óðal bókasafnsfræðinga, og hins vegar tölvutækni sem hann taldi að ógnaði óðali þeirra. Enda þótt áhrifa rafrænnar miðlunar á Lýðnetinu væri aðeins lítillega farið að gæta miðað við það sem síðar varð árið 1988 þegar The system of profession kom út taldi Abbott tölvufræðinga hafa ráðist inn í óðal bókasafnsfræðinga. Rök hans voru þau að með tölvum, sem væru á yfirráðasvæði tölvufræðinga fyndist þekking og upplýsingar skjótar en þegar leitað væri með öðrum hætti og þess vegna væru yfirráð óðals þekkingar­ og upplýsingamiðlunar þeirra ﴾Abbott, 1988, s. 217­226; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Í samræmi við kenningu Abbotts sköpuðust nýjar gerðir starfa bókasafnsfræðinga með tilkomu rafrænnar miðlunar. Sem fyrr getur voru dæmi um það sérfræðing­ ar í leitum í rafrænum gagnasöfnum sem tilheyra kjarnasviði upplýsingaþjónustu og var afar mikilvægt sérsvið fyrir bókasafnsfræðinga í lok 20. aldar, en hafði í upphafi þeirrar 21. nánast lagst af ﴾Carson, 2002, 2004﴿. Önnur ný störf í óðalinu voru kerfisbókasafnsfræðingar og gagnasafnsstjórar ﴾database managers﴿. Tvær rannsóknir sem mikilvægar eru fyrir þær sem hér eru til umfjöllunar voru gerðar vestan hafs á stöð­ ugleika og breytingum á störfum í bókasöfnum ﴾Carson, 2002, 2004; Watson­Boone, 1998﴿. Segja má að þær taki við þar sem greiningu Abbotts lýkur. Helstu niður­ stöður þeirrar fyrri ﴾Watson­Boone, 1998﴿, sem gerð var í háskólabókasafni í BNA, voru að þrátt fyrir breytingar á þeim þremur þáttum sem hún skilgreinir sem kjarna bókasafns­ og upplýsingafræðinnar ﴾nefnilega uppbygg­ ingu safnkosts, skráningu, flokkun og lyklun, og upplýs­ ingaþjónustu﴿ væri eðli starfa bókasafnsfræðinga ennþá óbreytt. Það væri að tengja saman upplýsingar og not­ endur ﴾Watson­Boone, 1998, s. 119­121﴿. Niðurstöður rannsóknar Carson í rannsóknabókasöfnum í Kanada nokkru síðar, bentu hins vegar til þess að með tilkomu upplýsingatækni væri fagmennskan að hverfa úr störf­ um bókasafnsfræðinga ﴾Carson, 2004, s. 55﴿. Það gerð­ ist við aukna aðkomu einkafyrirtækja að upplýsingaþjónustu milliliðalaust við annað fagfólk en bókasafns­ og upplýsingafræðinga. Það taldi hún að hefði haft áhrif á eðli starfa í bókasöfnum. Fyrirtækin hefðu náð að taka yfir og einoka störf við efnisval og uppbyggingu safnkosts ásamt vinnu við skráningu, flokkun og lyklun, sem Watson­Boone skilgreindi sem tvö af kjarnasviðum bókasafns­ og upplýsingafræðinnar. Sem dæmi nefnir hún þjónustu Institute for Scientific In- formation ﴾ISI﴿ og Reed Elsevier. Þessi fyrirtæki sam­ þættu rafræna útgáfu, gagnasafnskerfi, alhliða bókasafnskerfi og sérhæfða upplýsingaþjónustu. Við það missti stétt bókasafnsfræðinga tökin á uppbyggingu safnkosts, skráningu, flokkun og lyklun, og einnig sér­ hæfðri upplýsingaþjónustu sem Watson­Boone skil­ greindi sem þriðja kjarnasvið bókasafnsfræðinnar ﴾Watson­Boone, 1998﴿. Niðurstöður rannsóknar Carson ﴾2002; 2004﴿ bentu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.