Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 75

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 75
Bókasafnið 38. árg. 2014 75 móti í spjaldtölvur og borð­ og fartölvur. Reyndar er hægt að fá rafbóka­„öpp“ sem lesa ePub og Mobi skjöl. Samt sem áður er reynt að miða við að lánþegi þurfi ekki að krafsa sig í gegnum risastóran hugbúnaðarskóg til að njóta góðra rafbóka. Það eru ýmsir vankantar á því kerfi sem notað er í Köln. Til dæmis er útlánstími hverrar bókar 14 dagar og það er ekki hægt að skila henni fyrr þótt svo lánþegi vilji það. Ekki er unnt að lána gagnið út aftur fyrr en að 14 dögum liðnum. Einnig er það ókostur, sérstaklega þar sem vinsælar bækur eiga í hlut, að safnið má ekki kaupa nema 10 eintök af hverri bók. Á meðan við vorum í Köln var vinsælasta bókin Inferno eftir Dan Brown með 137 daga biðtíma. Þó er boðið upp á stóra leyfið, 20 – 25 út­ lán pr. eintak. Eftir ákveðinn tíma fellur það niður í eitt eintak. Gallinn er sá að verðið er þrefalt á við núgildandi verð á leyfum. Í þessu verkefni hefur Kölnarbókasafn haft að leiðarljósi markmið IFLA um rafbókaútlán sem miða að auknu aðgengi og greiðari leið rafbóka til lán­ þega. Viðmótið sem er notað til útlána á bókasafninu heitir Onleihe undir slóðinni www.onleihe.de. Nýverið tók Divi- bib í gagnið „app“ fyrir farsíma sem gerir lánþegum kleift að fá rafbækur lánaðar beint í símann sinn. Því miður var ekki hægt að sýna okkur þann hluta þar sem það var enn í lokaprófunum en var væntanlegt skömmu eftir að við fórum frá Köln. Þegar ritun þessarar greinargerðar fór fram tókum við eftir á vefnum www.onleihe.de að farsímaappið var komið í umferð. En miðað við ummæli notenda á vef Google play, sem sér um dreifingu hug­ búnaðar í Android síma er talsvert í land með að þetta „app“ verði vel nothæft. Hugmyndafræðin á bak við rafbókaútlán í bókasafn­ inu í Köln er talsvert önnur en sú sem viðgengst í venju­ bundnum útlánum bókasafna. Þetta er meira í ætt við það sem þekkist á kvikmyndaleigum símafyrirtækjanna. Reyndar þarf að skrá sig inn á vefsíðu, velja rafbók og sækja og hún er virk í tækinu í 14 daga. Að þeim tíma liðnum eyðileggst skráin og verður ekki lengur nothæf. Með rafbókaútlánum þarf að bjóða upp á kennslu í lesbrettanotkun því ekki er hægt að ganga út frá því að allir viti hvernig þessi tæki virka. Í safninu í Köln eru leið­ beiningar um hvernig eigi að nota lesbretti eins og Tolino, Sony, Kindle ﴾bæði e­ink útgáfuna og spjald­ tölvuútgáfuna﴿, Kobo, Ipad og Samsung. Enn fremur lánar safnið út ákveðin tæki svo notendur geti kynnt sér virkni þeirra og notkunarmöguleika. Tolino lesbrettið er andsvar þýskra bókaútgefenda við Kindle bretti Amazon vefveitunnar og hefur verið markaðssett sem höfuðand­ stæðingur Kindle. Ókosturinn við Tolino brettið er sá að það fæst eingöngu með þýsku notendaviðmóti enn sem komið er. Lesbrettið hefur náð mikilli útbreiðslu í Þýskalandi og var það samdóma mat þeirra sem við ræddum við að næsta útgáfa hlyti að hafa að minnsta kosti enskt viðmót, ef ekki fleiri tungumálamöguleika. Hugsanlega gæti verið hentugt að útfæra íslenska þýð­ ingu á stýrikerfi Tolino og bjóða upp á möguleikann á því að kaupa það í vefverslun þegar bókasöfnin verða farin að bjóða upp á rafbókaútlán. Þegar kemur að rafbókaútlánum á Bókasafni Kópa­ vogs þarf safnið að vera tilbúið með kynningu þeim lútandi bæði á staðnum og í formi myndbands á Netinu. Í kynningunni þarf að lýsa framkvæmdinni skref fyrir skref, frá því að fólk leitar að rafbók þar til hún er komin í lesbrettið. Einnig þarf að vera möguleiki á skammtíma­ láni lesbretta. Sérstakt teymi starfsmanna þarf að búa yfir góðri þekkingu og kunnáttu þegar kemur að raf­ bókaútlánum og þeim gert kleift að uppfæra þekkingu sína reglulega. Hins vegar þykir ekki ráðlegt að bóka­ safn fari út í að halda utan um rekstur sem þennan þar sem kröfur um tækjabúnað og tæknikunnáttu eru um­ talsverðar. Hagkvæmnin með útvistun rafbókakerfisins fæli í sér að öll bókasöfn á landinu hefðu óheftan að­ gang að því þar sem viðkomandi aðili hefði hag af þess­ ari þjónustu. Ein hugmyndin er að Landskerfi bókasafna sinni þessu hlutverki þar sem útlánakerfi landsins er á þeirra vegum. Tæknilegar hindranir gætu orðið á þessu ferli vegna ósveigjanleika Gegnis ﴾Aleph﴿ ­ útlánakerf­ isins sem framleitt er af ExLibris í Ísrael. Hins vegar mætti gera því skóna að Landskerfi fyrir hönd íslenskra bókasafna gæti verið í fararbroddi við hugmyndavinnu og þróun samtengingar útlána á prentuðum bókum og rafrænu efni. Hagkvæmnin felst sérstaklega í því að í Gegni er sá notendagrunnur sem bókasöfn styðjast við og er uppfærður reglulega með upplýsingum úr þjóð­ skrá. Það hefur sannast í bókasafni Kölnarborgar að raf­ bækur eru ekki síður eftirsóttar en prentað efni. Sam­ kvæmt ársskýrslu bókasafnsins sækja að meðaltali 1.221 manns rafbókavefinn þeirra á dag. Á milli áranna 2011 og 2012 varð um 100% aukning á útlánum á raf­ bókum. Markmið ársins 2013 var að ná 50% aukningu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.