Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 65

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 65
Bókasafn Reykjanesbæjar var flutt í sumarbyrjun 2013 og opnað á nýjum stað 11. júní sama ár. Um var að ræða þriðju flutningana í sögu safnsins, sem rekja má aftur til ársins 1957 þegar ný bókasafnslög voru samþykkt. Fyrstu 16 árin var safnið starfrækt á loftinu í íþróttahúsi Myllubakkaskóla en var flutt árið 1974 að Mánagötu 7 í húsnæði sem var og er í dag einbýlishús. Árið 1993 varð mikil bylting í húsnæðismálum safnsins þegar það var opnað að nýju eftir flutning í rúmlega 1100 m² húsnæði í Kjarna við Hafnargötu 57. Þar hafði safnið aðsetur í tæp 20 ár eða þar til í sumarbyrjun 2013. Það var með kvíðablandinni tilhlökkun sem starfs­ menn Bókasafns Reykjanesbæjar réðust í flutning í maí­ mánuði 2013. Starfsfólk bókasafna veit sem er að það er ekki auðvelt að flytja stórt almenningsbókasafn. Á sama tíma fylgdi því tilhlökkun og hagræðing að komast nær menningarsviði og öðru starfsfólki Reykjanesbæjar. Öll kjarnastarfsemi bæjarins er nú komin undir eitt þak, í Ráðhúsi við Tjarnargötu 12. Byrjað var að huga að flutningum í ársbyrjun 2013 og reynt að undirbúa þá eins vel og unnt var samhliða daglegum rekstri. Teikningar af nýju húsnæði voru skoðaðar vandlega og starfsfólki var fljótlega ljóst að nýju húsa­ kynnin voru töluvert minni en þau í Kjarna. Það þýddi að grisja þurfti safnkostinn eins og kostur var. Ráðist var í þann niðurskurð á vormánuðum og í framhaldi hóf starfsfólk að ganga frá geymslubókum í kassa. Safninu var síðan lokað í maí og framan af júní­ mánuði til þess að klára flutninginn og undirbúa opnun á nýjum stað. Reynslan af þessum flutningum var því öðruvísi en af flutningunum tveimur áratugum fyrr, þegar húsnæðið stækkaði um rúmlega 800 fermetra. Nú eru húsakynnin 840 m² og þótt ráðist hafi verið í grisjun er hluti safn­ Svanhildur Eiríksdóttir er bókmennta­ og stjórnsýslufræðingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Bókasafn Reykjanesbæjar í nýtt húsnæði Svanhildur Eiríksdóttir Mynd 1. Tjarnargata 12 Mynd 2. Barnadeild eftir breytingar Mynd 3. Horft niður af annarri hæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.