Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 14
Bókasafnið 38. árg. 2014
1 4
að koma upp skipulögðu bókasafni á næstu fimm árum.
Jafnframt voru svarendur beðnir um að gera grein fyrir
annars konar starfsemi en bókasafnsþjónustu sem unn
in var hjá bókasafninu, þegar við átti. Send voru 665
könnunareyðublöð. Svörun var 47.5%. Til viðbótar
fékkst hluti þeirra upplýsinga, sem leitað var um
bókasöfn sem ekki svöruðu, hjá mennta
málaráðuneytinu og fleiri aðilum. Hlutfall safna sem ein
hverjar upplýsingar fengust um var 78.7% ﴾Stefanía
Júlíusdóttir, 2013a﴿.
Árið 2001 voru könnunareyðublöð póstsend út til
sambærilegs hóps, auk þess þótti nauðsynlegt að senda
könnunareyðublöðin einnig til skjalastjóra og bæta við
spurningum um skjalastjórn. Ástæðan fyrir þessum
breytingum var sú að á þeim tíma fór fjöldi starfa ört
vaxandi þar sem sami aðili, oft bókasafnsfræðingur,
stjórnaði bókasafni ﴾einkum sérfræðibókasafni﴿ og var
jafnframt skjalastjóri. Auk þess var auglýst eftir bóka
safnsfræðingum til skjalastjórnarstarfa eingöngu. Til
þess að fá heildarrmynd af starfsvettvangi bókasafns
fræðinga var þess vegna nauðsynlegt að afla einnig
upplýsinga um skjalastjórnarstörf. Send voru 593
könnunareyðublöð. Svörun var 62%. Til viðbótar fékkst
hluti þeirra upplýsinga sem leitað var um bókasöfn, sem
ekki svöruðu, hjá menntamálaráðuneytinu og fleiri aðil
um. Hlutfall safna sem einhverjar upplýsingar fengust
um var 71.3% ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.
5 Þjónustueiningar og mannafli 1 989
og 2001
Á rannsóknatímabilinu urðu miklar breytingar á
gerð þjónustueininga og dreifingu starfa á þær. Auk
þess urðu töluverðar breytingar á framboði starfa og á
mannafla hvað varðar aldur, kyn og landfræðilega
dreifingu hans.
5.1 Gerðir þjónustueininga og dreifing starfa
á þær
Ljóst er að gerð og uppbygging þjónustueininga
gerbreyttust á tímabilinu frá 1989 til 2001. Þær urðu
fleiri og fjölbreyttari. Í heild jókst fjöldi þeirra um rúm
20%, að skjalastjórnareiningum meðtöldum og fjöldi
samsettra þjónustueininga sem þjónuðu fleiri tegundum
notenda jókst mikið. Árið 1989 voru um 85% eininga
hrein söfn ﴾þjónuðu einni gerð notendahóps﴿ og um
86% þjónustueininga voru almennings og skóla
bókasöfn i grunn og framhaldsskólum. Árið 2001 var
hlutfall hreinna safna komið niður í um 65% og um 71%
voru almennings, og skólabókasöfn i grunn og fram
haldsskólum ﴾sjá töflur 2, 3 og 4﴿.
Tafla 2: Fjöldi og tegundir þjónustueininga 1989
*Tölulegum upplýsingum var ekki safnað um söfn sem þjónað var af öðrum 1 989. Sameinaðar
þjónustueiningar tel jast einu sinni og þá með þeirri þjónustueiningu sem fyrr er nefnd í töflunni.