Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 74
Bókasafnið 38. árg. 2014
74
safninu árið 2008 gerði hún róttækar breytingar á jarð
hæð safnsins. Um þessar mundir eru þar engar bækur
til útláns fyrir utan þær sem safngestir hafa pantað. Þar
eru nú sjálfsafgreiðsluvélar, kaffivél fyrir gesti, stólar og
netaðgangur fyrir lánþega. Gestum safnsins er heimilt
að koma með nesti og snæða það á
jarðhæðinni, sem virtist vera vel nýtt að
mati höfunda. Enn fremur hafa orðið
breytingar á öllum hæðum safnsins þar
sem stóru afgreiðsluborðin hafa verið að
hverfa eitt af öðru. Í stað þeirra eru
komnar upplýsingamiðstöðvar þar sem
starfsfólk er vel sýnilegt.
Annað sem okkur þótti athyglisvert
er að í einu útibúanna, Bocklemünd,
starfa eingöngu nemar í bókasafns og
upplýsingafræði. Dr. Vogt talaði um að
það kæmi sér mjög vel og að þar væri
hægt að bjóða upp á ýmislegt sem ekki
væri í boði í öðrum söfnum í Köln. Í öðru
útibúi, Kalk, er boðið upp á „Leikjasvæði”
﴾games zone﴿ þar sem börn og unglingar geta komið
saman og spilað tölvuleiki. Einu sinni í mánuði kemur
þangað blaðamaður frá tímariti um tölvuleiki sem fær
börn til að spila nýjustu leikina og segja álit sitt á þeim. Í
þessu leikjasvæði eru leikjatölvur frá Wii, Playstation 3
og Xbox og eru reglur svæðisins þær að leikirnir sem
spilaðir eru þurfi að henta börnum frá 6 ára aldri sam
kvæmt bannmerkingum á leikjunum sjálfum.
Rafbækur
Hugmyndin um rafbókaútlán er ekki ný af nálinni.
Árið 2000 kom upp sú hugmynd hjá Borgarbókasafninu í
Berlín að hefja útlán á rafbókum, sem þá voru eingöngu
til á PDF formi. Hugmyndafræði „Shareware“ var höfð
að leiðarljósi, sem byggist á því að hægt er að ná í
gögnin annað hvort til framtíðarnotkunar eða til
tímabundinnar notkunar án greiðslu. Útgefendur fóru í
baklás af þeirri ástæðu að á þessum tíma var Napster
﴾forrit til ólöglegs niðurhals á tónlist﴿ tiltölulega ný tilkom
ið og menn óttuðust að það færi eins fyrir bókum og fór
fyrir tónlistinni, fólk færi að hlaða niður rafbókum í stór
um stíl og skeyta ekki um höfundarréttinn. Það var ekki
fyrr en árið 2007 sem augu útgefenda opnuðust fyrir
hagkvæmni þess að leyfa rafbókaútlán og var þeim
hleypt af stokkunum sama ár.
Við þarfagreiningu á rafbókaútlánum hjá bókasafn
inu í Köln kom snemma í ljós að útvista þyrfti þeim
rekstri. Það er einkafyrirtækið Divibib sem sér um öll
tæknimál er varða útlánin. Það sér um alla samninga við
útgefendur og rithöfunda. Að sögn starfsmanna er ekki
þekking, mannskapur eða tækjabúnaður til staðar í
safninu á þessum sviðum sem þýðir að á Íslandi myndi
útvistun verksins vera óhjákvæmileg. Það myndi spara
tíma, fyrirhöfn og kostnað.
Upphaflega bauð Divibib bóka
söfnunum upp á að vera milliliður í raf
bókaútlánum og er safnið í Köln eitt af
fjórum söfnum í Þýskalandi sem tóku
þátt í þessu frumkvöðlaverkefni. Einnig
tekur Divibib að sér ítarlegri aðstoð eftir
að starfsmaður bókasafnsins hefur
gengið úr skugga um að vandamálið
sé ekki af einföldustu gerð þannig að
starfsmenn tölvudeildar safnsins ráði
ekki við að laga það sem er í ólagi.
Adobe digital editions er sá hug
búnaður sem bókasafnið mælir með
við lestur rafbóka á PC og Apple tölv
um. Lánþegi pantar rafbók með því að
skrá inn bókasafnsauðkenni sitt ﴾skír
teinisnúmer﴿ og gengur frá öllu þar að lútandi. Kerfið
sendir smáskjal af gerðinni ACSM ﴾Adobe Content Ser
ver Message﴿ til lánþegans sem þarf að opna það.
Skjalið inniheldur samskiptatengingar milli þess er hýsir
rafbókina, Adobe leyfiskerfisins og tölvu lánþegans.
Neðangreint sýnir samskiptaferlið eftir að ACSM
skjalið hefur verið opnað:
Kannað hvort útlán sé virkt.
Tengist rafbókahýsingunni sem tengist lánþega
grunni bókasafnsins til að sannreyna útlána
heimildir.
Tengist Adobe Content Management Server til að
kanna hvort Adobe notandi sé til.
Finnur rafbókina með því að leita að titli, höfundi,
flokkun og leyfisnúmeri.
Rafbókin flutt inn á tölvu lánþega og lánstími skil
greindur í rafbókinni sjálfri.
Rafbókin opnuð.
Þegar skjalið er opnað sækir það rafbókina sem
opnast í Adobe Digital Editions. Til að það virki þarf lán
þeginn fyrst að skrá sig sem notanda hjá Adobe svo
hann geti opnað ACSM skjalið. Að því loknu getur lán
þeginn lesið bókina í tölvunni eða tengt allt að sex jað
artæki við hugbúnaðinn til lestrar rafbóka. Á
lánstímanum getur lánþegi dreift bókunum á öll tækin en
lánið er tímastillt og verður skjalið óaðgengilegt á sama
tíma á öllum tækjunum. Sumar rafbókanna eru í boði á
nokkrum rafbókasniðum. Algengustu snið rafbóka bóka
safnsins í Köln eru PDF, ePub, Mobi og txt. ePub og
Mobi henta afar vel á lesbrettin en PDF og txt aftur á
Mynd 2. Sigrún og Hallur prófa
rafbókartæki