Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 59

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 59
Bókasafnið 38. árg. 2014 59 fyrir háskólaárið 2014­2015 fjölgað enn frekar frá þvi sem nú er. Mynd 4 sýnir dreifingu útskrifta úr MLIS­námi eftir árum. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust úr náminu árið 2005 en í júní 2014 höfðu alls 69 nemendur útskrifast með MLIS­gráðu frá Háskóla Íslands ﴾Háskóli Íslands, 2014a﴿. Sem sjá má á mynd 4 hefur útskriftum úr MLIS­ námi farið fjölgandi á undanförnum árum. Mesti fjöldi út­ skrifta var árið 2011 þegar 13 nemendur útskrifuðust og árið 2013 þegar 12 nemendur útskrifuðust. Þegar horft er til fjölda útskrifta ársins 2014 ber að hafa í huga að hér eru einungis meðtaldar útskriftir í febrúar og júní. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem hafa útskrifast úr MLIS­náminu en alls hafa 58 konur útskrifast á móti 11 körlum ﴾Háskóli Íslands, 2014a﴿. Þegar tölur um samþykktar umsóknir í MLIS­námið ﴾sjá mynd 3﴿ eru bornar saman við tölur um útskriftir í mynd 4 þarf að hafa í huga að það tekur framhaldsnem­ endur að jafnaði tvö til fjögur ár að ljúka námi eins og fram kemur í sjálfsmatsskýrslu Félags­ og mannvísinda­ deildar Háskóla Íslands á gæðum náms innan deildar­ innar ﴾Háskóli Íslands, 2013a﴿. Í þessu sambandi er vert að geta þess að samkvæmt tilmælum frá mennta­ og menningarmálaráðuneytinu var ákveðið að fram færi yfirgripsmikið gæðamat á háskólakennslu og háskólum á Íslandi háskólaárin 2011­2012 til 2014­2015. Af því til­ efni var sett á fót gæðaráð háskóla sem stendur að þró­ un gæðakerfis íslenskra háskóla ﴾Quality enhancement framework﴿. Meginmarkmið gæðakerfisins er að stuðla að rekstri óháðra og fjölbreyttra háskólastofnana. Verk­ efnið samanstendur af sjálfsmati háskóla og háskóla­ deilda á Íslandi auk þess sem stuðst er við reynslu og sérfræðiþekkingu evrópskra og alþjóðlegra aðila ﴾Magnús Lyngdal Magnússon, 2011﴿. Gæðamat á Fé­ lags­ og mannvísindadeild, þar á meðal námsbraut í bókasafns­ og upplýsingafræði fór fram á vormisseri 2013 ﴾Háskóli Íslands, 2013a﴿. Mikilvægt er fyrir litla stétt sem starfar á fjöl­ breytilegum vettvangi að hafa bakgrunn úr mismunandi áttum. Eins og mynd 5 sýnir hafa nemendur sem útskrif­ ast úr MLIS­námi lokið grunnnámi í hinum ýmsu há­ skólagreinum. Námsgreinarnar sem útskrifaðir MLIS­nemar höfðu lokið í grunnnámi reyndust 19 talsins en þá eru erlend tungumál talin saman sem ein námsgrein. Flestir þeirra sem hafa lokið MLIS­námi, eða 18 talsins, höfðu kenn­ aramenntun að baki. Einnig er nokkuð algengt að fólk hafi lokið grunnnámi í erlendu tungumáli eða í bók­ menntum, sjá mynd 5 ﴾Ágústa Pálsdóttir, 2009a; Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Árið 2008 var í fyrsta sinn boðið upp á diplómanám á meistarastigi ﴾Háskóli Íslands, 2008﴿ og á árunum 2009­2014 útskrifuðust 17 nemendur með þá háskóla­ gráðu ﴾Háskóli Íslands, 2014a; Jóna Margrét Guð­ mundsdóttir vefpóstur, 27. febrúar 2013﴿. Diplómanám er viðbótarnám í bókasafns­ og upplýsingafræði til 30 ECTS og er sérstaklega hugsað sem styttri námsleið fyrir fólk sem hefur ef til vill ekki áhuga á að ljúka fram­ haldsgráðu en vill samt bæta við sig í námi. Nemendur Mynd 5: Yfirlit yfir grunnnám sem útskrifaðir MLIS-nemar hafa lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.