Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 62

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 62
Bókasafnið 38. árg. 2014 62 framhaldsstigi. Það var því mat námsbrautar í bóka­ safns­ og upplýsingafræði, Félags­ og mannvísinda­ deildar og stjórnar Félagsvísindasviðs að rétt væri að stefna í þá átt við þróun námsins í Háskóla Íslands. Í framhaldinu lagði Félagsvísindasvið Háskólans, hinn 19. september 2013, til þá breytingu við háskólaráð á 84. grein reglna fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009, að bókasafns­ og upplýsingafræði yrði einungis kennd á framhaldsstigi ﴾MA, MIS, diplómanám og PhD﴿ en grunnnám yrði látið niður falla. Á fundi háskólaráðs 3. október 2013 var tillaga Félagsvísindasviðs um niður­ fellingu grunnnáms í námsgreininni samþykkt ﴾Háskóli Íslands, 2013b﴿. Háskólaráð hefur jafnframt tekið þá ákvörðun að breyta heiti námsgreinarinnar úr bóka­ safns­ og upplýsingafræði í upplýsingafræði ﴾Háskóli Ís­ lands, 2013c﴿. Umræður og samantekt Í upphafi greinarinnar var fjallað um samfélagslega þætti sem urðu til þess að þörf skapaðist fyrir sérmennt­ að starfsfólk í bókasafns­ og upplýsingafræði. Þá var gerð grein fyrir sögu, stöðu og þróun námsgreinarinnar innan Háskóla Íslands. Námsgrein í bókasafns­ og upplýsingafræði við Há­ skólann hefur að flestu leyti þróast í takt við kröfur, ytra umhverfi og þarfir samfélagsins sem endurspeglast meðal annars í því að nemendum hefur gengið vel að fá störf við sitt hæfi að námi loknu. Í ESB/EFTA­gæðamatsskýrslunni var lagt til að samstarf námsgreinarinnar og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns yrði aukið ﴾External Review Team, 1995﴿. Samningur hefur verið undirritaður milli Há­ skólans og safnsins þar sem meðal annars er kveðið á um aukin tengsl þess við námsbrautina ﴾Háskóli Íslands, 2004b﴿. Teknar hafa verið ákvarðanir um aukið samstarf milli námsbrautarinnarog safnsins varðandi kennslu og leiðsögn og er þess vænst að báðir aðilar njóti góðs af. Samstarfi hefur jafnframt verið komið á við mörg bóka­ og skjalasöfn og aðrar stofnanir og fyrirtæki. Með tilliti til ábendinga höfunda ESB/EFTA­skýrsl­ unnar ﴾External Review Team, 1995﴿ hefur verið unnið að mótun stefnu og markmiða fyrir námsbrautina og nauðsynlegt er að halda þeirri vinnu áfram. Slík vinna þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Jafnframt þarf sí­ fellt að fylgjast með breytingum sem varða fræðigreinina og meta gæði náms og kennslu hverju sinni á þeim grundvelli ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿. Á þeim tíma sem ESB/EFTA­skýrslan var gefin út voru fjórir fastir kennarar starfandi við námsgreinina. Nú hefur hún hins vegar einungis á að skipa þremur föstum kennurum sem ekki er viðunandi auk þess sem það stefnir í að þeir verði aðeins tveir á næsta háskólaári. Í skýrslunni ﴾External Review Team, 1995﴿ er lagt til að skrifstofu­ og stoðþjónusta verði aukin og bætt. Sú hefur orðið raunin og það hefur meðal annars haft í för með sér að fastir kennarar hafa meira ráðrúm til þess að stunda rannsóknir og bæta kennslu. Rannsóknarvirkni fastra kennara hefur eflst til muna svo og rannsóknir nemenda eftir að framhaldsnámi var komið á fót í náms­ brautinni. Gæta þarf þess að námsframboð sé ætíð í sam­ ræmi við kröfur og kennsla í grundvallarþáttum greinar­ innar sé ávallt nægjanleg. Það kallar hins vegar á aukið fé sem því miður ríkir ekki bjartsýni um í nánustu framtíð á tímum niðurskurðar. Hafa ber í huga að eigi markmið námsbrautarinnar að ná fram að ganga hvað aukið námsframboð varðar brennur mest á að ráða fleiri fasta kennara. Aðsókn að námi í bókasafns­ og upplýsingafræði hefur verið tiltölulega stöðug þótt einhverju muni til eða frá á milli ára. Á háskólaárinu 2013­2014 stunduðu 117 nemendur nám í greininni á öllum stigum háskólanáms ﴾Jóna Margrét Guðmundsdóttir vefpóstur, 2. janúar 2014﴿. Aðsókn fyrir háskólaárið 2014­2015 lofar góðu og væntingar eru um að fjöldi nemenda muni aukast. Umsóknir í MLIS­nám hafa komið úr ýmsum greinum en flestir hafa kennaramenntun að baki ﴾Anna Margrét Eggertsdóttir vefpóstur, 16. apríl og 4. maí 2012; Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Með nýorðnum breytingum á náminu gefst tækifæri til þess að auka námskröfur í samræmi við menntun­ arstig og fagkröfur í nútímaþjóðfélagi og fara að dæmi margra annarra háskóla og bjóða einungis upp á fram­ haldsnám í greininni. Með því að fella niður samkennslu við grunnnám skapast tækifæri til þess að miða námið eingögnu við kröfur sem gilda um framhaldsnám á há­ skólastigi. Þetta skapar svigrúm í kennslunni sem ekki var til staðar áður. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir í meistaranámi, það er MA­nám, MIS­nám og diplóma­ nám. Óskandi væri að sem flestir sem lokið hafa BA­ námi í greininni sjái sér fært að bæta við sig námi á meistarastigi. Nauðsynlegt er fyrir íslenska bókasafns­ og upplýs­ ingafræðinga sem stétt að standa jafnfætis kollegum sínum erlendis. Þá skiptir ekki síður máli að þeir verði ekki eftirbátar annarra stétta með háskólamenntun á Ís­ landi sem hafa sótt sér framhaldsmenntun í síauknum mæli. Því er það lykilatriði að greinin sé ávallt tilbúin til að horfa fram á veginn og sé opin fyrir því hvernig námið getur best nýst til að flytja stéttina áfram og upp á við. Tilgangurinn með breytingunni er að lyfta menntun­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.