Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 56

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 56
Bókasafnið 38. árg. 2014 56 útgáfu norrænnar handbókar fyrir bókasafnsfræði­ menntun ﴾External Review Teem, 1995﴿. Síðan þá hafði hlutverk bókasafnsfræðinga í íslensku samfélagi ger­ breyst. Námsgreinin hafði þróast smám saman á þess­ um tíma. Vettvangsnámið var endurskoðað 1992 og í kjölfar þess sett á fót endurskoðunarnefnd fyrir náms­ greinina 1993 ﴾External Review Team, 1995﴿. Þá var boðið upp á MA­nám í fyrsta skipti við námsbrautina veturinn 1993­1994 ﴾Háskóli Íslands, 1993﴿. Enda þótt endurskoðun námskeiða hafi þegar farið fram á tíma gæðamatsins þótti tímabært að endurskoða stefnu og markmið greinarinnar. Skýrslan um gæðamatið var jákvæð fyrir náms­ greinina hvað fjölda fastra kennara, menntun þeirra og hæfni varðaði en talin var þörf á að endurskoða val á leiðbeinendum vegna starfsþjálfunar á bókasöfnum. Að­ búnaður til kennslu var talinn góður að mati skýrsluhöf­ unda, nemendur sýndu ánægju með kennsluna og atvinnumöguleikar þeirra að námi loknu þóttu góðir. Tengsl námsgreinarinnar við útlönd var talin einn helsti styrkur hennar. Jákvætt þótti að fastir kennarar væru all­ ir menntaðir erlendis og hefðu samskipti við þá háskóla og lönd sem þeir höfðu sótt menntun sína til. Þá var álit­ ið að tengslin við erlend fagfélög og stofnanir væru fremur sterk ﴾External Review Team, 1995﴿. Niðurstöður skýrslunnar sýndu að ýmislegt mátti betur fara og talið var að stefnumörkun námsgreinarinn­ ar þyrfti að vera skýrari. Fram kom að skortur væri á skrifstofu­ og aðstoðarfólki til þess að styðja við náms­ greinina. Það hefði einkum þær afleiðingar að tími fastra kennara nýttist ekki sem skyldi til rannsókna og hvað rannsóknarvinnu varðaði þótti námsgreinin fremur veik. Þá mæltu skýrsluhöfundar með nánari samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn ﴾External Review Team, 1995﴿. Áframhaldandi þróun námsgreinarinnar Rannsóknarvirkni fastra kennara hefur aukist til muna hin síðari ár bæði hvað varðar innlend rannsókn­ arefni og rannsóknarefni í tengslum við erlenda háskóla. Þeir leggja stund á rannsóknir á mismunandi sviðum bókasafns­ og upplýsingafræði. Kennarar námsbrautar­ innar kynna rannsóknir sínar á íslenskum, fjölþjóðlegum og alþjóðlegum ráðstefnum og birta bókarkafla og grein­ ar í ritrýndum tímaritum. Rannsóknir meistara­ og doktorsnema eru ennfremur fjölbreyttar. Í ESB/EFTA­gæðamatsskýrslunni var hvatt til frekari samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskóla­ bókasafn. Unnið hefur verið að því að treysta tengsl og auka samvinnu við safnið. Í ágúst 2004 var gerður sam­ starfssamningur milli Háskólans og Landsbókasafns Ís­ lands – Háskólabókasafns. Þar eru tiltekin fjögur helstu markmið samningsins og eitt þeirra er „að styrkja safnið sem rannsóknarstofnun á sviði bókfræði og bókasafns­ og upplýsingafræði, m.a. í samvinnu við bókasafns­ og upplýsingafræðiskor félagsvísindadeildar H.Í.“ ﴾Háskóli Íslands, 2004b﴿. Starfsmenn safnsins hafa komið tölu­ vert að kennslu og leiðsögn verkefna við greinina í ár­ anna rás og þess ber að geta að nú hefur safnið tekið að sér kennslu í flokkun, lyklun og skráningu. Æskilegt væri að efla enn frekar samvinnu og tengsl við safnið og stéttina. Á vegum námsbrautarinnar hefur samvinnu verið komið á fót við ýmis bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og skjalasöfn stofnana og fyrirtækja. Þá hefur tengslum verið komið á við fyrirtæki og þá einkum hugbúnaðarfyr­ irtæki. Starfsaðferðir í bókasafns­ og upplýsingafræði hafa tekið breytingum í tímans rás meðal annars vegna til­ komu og þróunar í upplýsingatækni. Leitast hefur verið við að aðlaga námið með tilliti til þeirra breytinga. Þá hefur verið lögð áhersla á tengsl við atvinnulífið og að laga námsgreinina og markmið hennar að þörfum þess án þess að slakað hafi verið á fræðilegum kröfum í náminu. Nemendur hafa jafnframt átt greiða leið inn á atvinnumarkað að loknu námi. Bókasafns­ og upplýsingafræðingar starfa í hinum fjölmörgu safnategundum og sem skjalastjórar, vefstjór­ ar, gæðastjórar og þekkingarstjórar í fyrirtækjum og stofnunum svo að dæmi séu tekin. Þeir hafa einnig stofnað ráðgjafafyrirtæki og veitt fyrirtækjum og stofnun­ um ráðgjöf við skipulagningu upplýsingamála. Töluverður fjöldi nýnema er samþykktur inn í námið að jafnaði ár hvert. Í árslok 2013 voru 117 nemendur innritaðir í námsbrautina og er meirihluti þeirra í fram­ haldsnámi. Fjöldi nemenda í BA­námi var á þeim tíma 46, MLIS­nema 36, MA­nema 14 og doktorsnema fjórir. Þá voru 17 nemendur innritaðir í diplómanám á meistarastigi á þessum tíma ﴾Jóna Margrét Guðmunds­ dóttir vefpóstur, 2. janúar 2014﴿. Af þeim nemendum sem innrituðust í BA­nám háskólaárið 2010­2011 eru átta nú í náminu, 15 þeirra frá 2011­2012 og 12 frá 2012­2013. Rétt er að hafa í huga að þó svo að fólk sendi inn umsóknir í háskólanám skila ekki allir sér í námið.Góð aðsókn var í námið á vormisseri 2014 og verður sérstaklega gerð grein fyrir henni síðar í greininni ﴾sjá myndir 3, 6 og 7﴿ Stefna námsbrautarinnar er að útskrifa hæfa ein­ staklinga sem eru færir um að vinna árangursrík störf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.