Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 6
Bókasafnið 38. árg. 2014 6 þróun þessara þátta í Bandaríkjum Norður Ameríku ﴾BNA﴿ þar sem höfundur bjó um nokkurra ára skeið og tók meistarapróf í færðigreininni. Tímabært er að huga að viðmiðum fyrir áframhaldandi þróun námsframboðs fræðigreinarinnar. Leitað er svara við þeirri spurningu hvernig námsframboði sé best háttað við þær aðstæður sem ríkja þegar greinin er skrifuð. 1 .1 Áhrif miðlunarmenningar á vinnumenningu Frá upphafi hefur vinna verið nauðsynleg fyrir af­ komu fólks, lengst af líkamleg vinna, í fyrstu við söfnun og veiðar og síðar við landbúnaðarstörf í þúsundir ára. Á því skeiði fluttist verkkunnátta milli kynslóða með tilsögn og sýnikennslu ﴾Goldschmidt, 1967 ﴾c1959﴿, s. 59; Kranzberg, 2014; Lenski, 2005, s. 89­92; Stefanía Júlí­ usdóttir, 2013a; Webster, 2010 ﴾1995﴿, s. 263­273﴿. Stærri verk kölluðu á skipulagningu sem talin er hafa komið til sögunnar meðal forfeðra hins viti borna manns ﴾Homo sapiens﴿ og einnig samvinnu sem samskiptakerfi gerðu mögulega ﴾Kranzberg, 2014; Mayr, 1977 ﴾1963﴿, s. 385­386; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Slík kerfi voru fólki nauðsynleg, bæði fyrir vinnuskipulag og vegna þess að vitneskja um framþróun vinnutækni dreifist ekki sjálfvirkt. Samskiptakerfi hafa haft grundvallaráhrif á hvers konar þekkingu var hægt að vista og miðla ﴾Eisenstein, 1997 ﴾1979﴿, s. 697; Havelock, 1986, s. 27; Innis, 2003 ﴾1951﴿; Mayr, 1977 ﴾1963﴿, s. 385­386; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Þegar þetta var ritað gerðu upplýsingatækni ﴾rafrænir miðlar og tvíundatáknkerfið ﴾binary code﴿﴿ kleift að beisla og miðla þekkingu og upplýsingum á skjótan og ódýran máta. Sú þróun var að sumra dómi undirstaða efna­ hagslegra framfara ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson, 2005, s. 65­66﴿. 1 .2 Miðlun vinnuþekkingar á Íslandi Við landnám Íslands var mest öll þekking geymd huglægt og henni miðlað munnlega með táknkerfi tungumáls. Það átti við um þekkingu fyrir stjórnsýslu­ störf, trúariðkun og alla almenna vinnu. Rúnir, ritun­ akerfir þess tíma, hafa ekki verið taldar táknkerfi til ritunar bókmennta svo heitið geti. Í kjölfar kristnitöku hér á landi árið 1000 barst latneska letrið til landsins. Breyting varð á geymd og miðlun þekkingar fyrir stjórnsýslu og trúarbrögð og á 12. öld hófst umfangs­ mikil ritun bókmenntaverka. Þrátt fyrir að notkun lat­ ínuleturs sé talin hafa verið almennari hér en í öðrum Evrópulöndum var almennri vinnuþekkingu miðlað munnlega og með sýnikennslu fram á 20. öld. Meðal ástæðna þess er væntanlega að sú tegund miðlunar var hagkvæmust miðað við að helstu atvinnuvegir lands­ manna voru landbúnaður og fiskveiðar, sem héldust frumstæðir fram á 20. öld. Um það vitnar meðal annars dreifð byggð landsins sem bendir til frumstæðra atvinnuhátta, en byggðamunstur er talin sterk vís­ bending um stöðu atvinnuhátta. Jafnframt er sérhæfing starfa talin tengd þéttbýlismyndun en hún kom til seinna á Íslandi ﴾sjá töflu 1﴿ en í nágrannalöndum okkar ﴾Ásdís Egilsdóttir, 2000, s. 357­359; Einar Sigurðsson, 1974; Gísli Sigurðsson, 1994; Guild, 2014; Inga Huld Hákon­ ardóttir, 1992, s. 275; Guðmundur Jónsson og Magnús Magnússon, 1997, s. 201­215; Price, 1978, s. 165; Soffía Guðný Guðmundsdóttir og Laufey Guðnadóttir, 2002; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Með sérhæfingu starfa skapaðist þörf fyrir ritaðar heimildir atvinnuþekk­ ingar og fyrir ritaðar upplýsingar til atvinnutengdra nota. Sú þörf hefur stöðugt vaxið. Annar mikilvægur þáttur sem talinn er tengjast þétt­ býlismyndun er almennt læsi. Þrátt fyrir dreifbýlið hér­ lendis var læsi talið almennt við lok 18. aldar, sem telst til undantekninga í Evrópu þess tíma. Almennt læsi er, Tafla 1: Breytingar á íbúafjölda og byggðaþróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.