Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 20
Bókasafnið 38. árg. 2014 20 hverju landi og þörf á þekkingu við að leysa störf þar af hendi. Stöðlun ásamt upplýsingatækni, sem gerir rafræna miðlun mögulega, hefur gert einkaaðilum kleift að bjóða upp á heildstæð gagnasöfn til upplýsingaþjónustu í hagnaðarskyni. Vegna þeirrar þróunar hafa bókasöfn í BNA að stórum hluta misst það forræði sem þau höfðu ﴾Abbott, 1988, s. 217; Carson, 2002; 2004﴿, þegar miðl­ arnir voru áþreifanlegir, yfir skipulagi, miðlun og stjórn á notkun þekkingar og upplýsinga ﴾þ.e. þeim menningar­ auði﴿ sem fólgin er í útgáfuritum. Hér á landi hefur þró­ unin orðið svipuð, þó ber þess að geta að þegar þjónustan er keypt frá ISI, Reed Elsevier eða öðrum er­ lendum aðilum flyst forræðið ekki einungis frá bókasöfn­ um, heldur einnig úr landi ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Samnýting vinnu á alþjóðavísu verður óhjákvæmilega til þess að draga úr framboði starfa. Sú þróun að komast megi af með rafræna fjarþjón­ ustu í stað mannaðrar staðarþjónustu hefur aukist hér á landi síðan 2001 en er þó mislangt komin eftir efnissvið­ um. Dæmi um efnissvið þar sem mikið rafrænt efni er í boði er svið heilbrigðisvísinda. Í upphafi nýrrar aldar þjónaði Heilbrigðisvísindabókasafnið ﴾á Landspítala há­ skólasjúkrahúsi﴿ fjölda stofnana með færra starfsfólki en þegar það þjónaði einungis starfsfólki sjúkrahússins við Hringbraut í lok 20. aldar. Á þeim stofnunum sem Heil­ brigðisvísindabókasafnið þjónar, voru áður víða reknar sjálfstæðar mannaðar þjónustueiningar. Dæmi eru Geð­ deild Landspítalans, Borgarspítalinn í Fossvogi, Landa­ kot ﴾sem voru þegar þetta var ritað hluti Landspítala háskólasjúkrahúss﴿ og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði ﴾sem síðar var sameinaður Landspítala háskólasjúkra­ húsi og lokað í kjölfarið﴿, Krabbameinsfélag Íslands, Hjartavernd, Reykjalundur, Landlæknisembættið, Vinnueftirliti ríkisins, Greiningarstöð ríkisins, Lýðheilsu­ stöð, Heilsugæslan á Hólmavík, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Sjúkrahúsið Vogur, Sjúkrahúsið og heilsu­ gæslustöðin á Akranesi, Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, auk Læknadeildar og Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Ís­ lands ﴾Bókasöfn á heilbrigðisvísindasviði, 2013﴿. Fyrir tilkomu upplýsingatækninnar komust margar þessara stofnana ekki af án nærþjónustu með mannaðri þjón­ ustueiningu. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta það sem Rowley hélt fram, að forspárgildi mannaflakannana er háð því að þróunin haldist óbreytt og að skortur á störfum í hefðbundna óðalinu knýr fólk til landvinninga í öðru óðali. Samtímis því að útskrifaðir bókasafnsfræð­ ingar urðu of margir fyrir eftirspurn starfsfólks á bókasöfnum hérlendis hösluðu þeir sér völl á sviði skjalastjórnar þar sem eftirspurnin var slík að tímabundinn skortur varð á bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum á bókasöfnum. Á bókasöfnum var gripið til þess ráðs að manna bókasafnsfræðistörf með fólki sem hafði aðra háskólamenntun. Ekki einungis stóðu þeir starfsmenn sig vel í starfi heldur breyttust einnig störf í almenningsbókasöfnum á þessum tíma í þá veru að menningarmiðlun varð meira áberandi ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a﴿. 9 Lokaorð Í heildina tekið endurspegla niðurstöður ofan­ nefndra rannsókna að þörf íslensks þjóðfélags á að­ gangi að ritaðri þekkingu og upplýsingum um árþúsundamótin hafði aukist gríðarlega frá því um 1950, að ekki sé talað um frá því um 1900. Jafnframt höfðu leiðir til geymdar og miðlunar þekkingar og upplýsinga aukist á byltingarkenndan hátt á þessu tímabili. Breytingarnar stöfuðu að hluta til af viðburðum sem stöðugt eiga sér stað í þjóðfélaginu. Dæmi um þá eru breytingar á lagaumhverfi, staðlaumhverfi og lýð­ fræðilegar breytingar sem hefðu átt sér stað án tilkomu nýrra miðla, nýs táknkerfis og tækniþróunar við vistun, geymd, nýsköpun, miðlun og stjórn á notkun þekkingar og upplýsinga. Án þróunar upplýsingatækni hefði aukið magn og aukin þörf á atvinnutengdri notkun ritaðrar þekkingar og upplýsinga leitt til síaukinnar þarfar á fleira starfsfólki á öllu rannsóknarsviðinu. En vegna hennar átti hið gagnstæða sér stað í lok rannsóknatímabilsins í mörgum tegundum bókasafna. Þörf á fólki til hefð­ bundinna starfa á bókasöfnum við bókfræðistörf og miðlun þekkingar og upplýsinga á pappír óx minna en gera hefði mátt ráð fyrir eða jafnvel minnkaði. Hefð­ bundin störf á bókasöfnum breyttust. Notendur öfluðu sér sjálfir þekkingar og upplýsinga í rafrænum þekking­ ar­ og upplýsingakerfum, sem þróuð voru af gróðafyrir­ tækjum fyrir sjálfsafgreiðslu almennra notenda. Einnig skapaðist þörf á fólki með margháttaða þekkingu og reynslu á beitingu tækninnar. Jafnframt urðu breytingar á hlutverki ritaðrar þekkingar og upplýsinga í þjóðfélag­ inu til þess að auka þörf á starfsfólki, bæði á sviði bóka­ og skjalasafna á tímabilinu frá 1989 til 2001 ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. 2 N ýlegar auglýsingar eftir fólki ti l að starfa á bókasöfnum sem hefur annars konar menntun en bókasafns- og upplýsingafræði bera vitni um breytta mönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.