Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 76

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 76
Bókasafnið 38. árg. 2014 76 eða álíka aukningu og árið á undan. Það sem kemur í veg fyrir þessa aukningu eru leyfismál, bæði kostnaður á rafbókum sem og stífni útgefenda og hömlur á fjölda keyptra eintakaleyfa. Allur aðfangaþátturinn fer í gegn­ um vefsíðu sem rekinn er af fyrirtækinu Divibib. Divibib var áður rekið af einkaaðila og í samstarfi nokkurra bókasafna. Síðar eignaðist einkafyrirtækið allt hlutafé og er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki í dag. Eins og áður seg­ ir, sjáum við fyrir okkur að hagkvæmast væri að umsýsla rafbókaútlána og Gegnis ﴾Aleph﴿ verði undir sömu hendi til að lágmarka fjölda milliliða í þessum samskiptum. Almannatengsl Almenningsbókasafnið í Köln hefur eigin almanna­ tengil sem sér um samskipti við fjölmiðla fyrir aðalsafnið og útibú. Meðal þess sem tengillinn sér um er að senda út tilkynningar og auglýsingar til fjölmiðla í nánu sam­ starfi við forstöðumanninn. Jafnframt er safnið með graf­ ískan hönnuð í vinnu sem sér alfarið um að hanna útlit fyrir safnið með tilliti til auglýsinga og dreifiefnis. Sam­ ræmt útlit er á öllu útgefnu efni safnsins, en bakgrunns­ myndin breytist milli auglýsinga og bæklinga allt eftir því hvað verið er að kynna. Stóran hluta efnisins prenta þau sjálf, en annað efni sem krefst betri prentgæða er sent í prentsmiðju. Almannatengillinn heldur einnig utan um Vísindaspjallið, sem telst til stórra viðburða hjá þeim. Minibib Hugmyndin að Minibib kemur frá Lissabon í Portúgal. Árið 2008 komu fyrst upp hugmyndir um að vera með lítið bókasafn í Köln sem væri eingöngu mannað af sjálfboðaliðum. Hugmyndafræðin er sú að hafa einungis skáldrit fyrir börn og fullorðna og að safnnotendur þurfi ekki að gefa upp nafn. Þess vegna er hvorki þörf á skírteinum né skilríkjum, þar sem lánþeg­ um er treyst til að skila því sem það fær lánað. Safn­ kosturinn er byggður upp á gjafabókum sem eiga helst að vera nýlegar eða ekki eldri en tveggja ára. Viðmiðun­ artími útlána er 14 dagar. Árið 2009 var efnt til samkeppni í Arkitektaskóla um hönnun á þessu litla bókasafni. Hönnuðir áttu að hafa að leiðarljósi byggingu sem passaði inn í þann garð sem hún er í út frá fagurfræðilegu og notendavænu sjónar­ miði. Byggingin er í daglegu tali kölluð Minibib sem vísar í stærð þess og notagildi: Mini bibliothek. Við hönnun hússins þurfti að miða við rými fyrir um 1.000 bækur en sem hefði að geyma pláss fyrir fólk til að setjast niður með bók, koma með börn og lesa fyrir þau. Byggingin er úr tré og gleri og er máluð að mestu í grænu til þess að falla sem best inn í umhverfi garðsins, þar sem mjög strangar reglur gilda um byggingar í görðum í þéttbýli. Á sama tíma var haldin samkeppni um nafn á byggingunni og varð „Minibib” fyrir valinu. Ferlið frá því hugmynda­ samkeppnin hófst og þar til safnið opnaði gerðist á einu ári ﴾2009﴿ og var safnið opnað með viðhöfn í Borgar­ garðinum ﴾Stadtpark﴿ í Köln. Minibib var boðið að taka þátt í hönnunarkeppnum eins og „Plan 09 - Forum of Contemporary Architecture in Colonge” í september 2009 og fékk mikið lof fyrir frumlega hönnun. Minibib vann einnig til verðlauna árið 2011 sem eitt af „365 Landmarks in the Land of Ideas”. Það var 20 manna hópur sérfræðinga sem valdi úr 2.600 hugmyndum þær sem þóttu standa upp úr varð­ andi hönnun, sjálfbærni og fleira. Á Íslandi mætti útfæra þessa hugmynd með bókum sem hafa dalað í vinsæld­ um og bókum sem stendur til að afskrifa ásamt gjafa­ bókum. Krimmasjálfsali Fyrirtækið Sorting Systems frá Troisdorf bauðMynd 3: Minibibb í Köln. Eingöngu mannað sjálfboðaliðum Mynd 4: Horft inn í Minibibb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.