Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 13
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 3 til þess að bókasöfn hefðu glatað forráðum yfir þeim auði sem fólgin væri í útgáfuritum. Starfsmenn þeirra stjórnuðu ekki lengur kjarnaverkum fagsins við upp­ byggingu safnkosts, skipulagi hans og notkun. Aðilar ut­ an bókasafna tóku ákvarðanir sem áður voru teknar af bókasafnsfræðingum við þau verk. Þessi þróun rýrði óð­ al bókasafnsfræðinga að dómi Carson ﴾2004, s. 54﴿. Auk þess völdu notendur sjálfir það efni sem þeir kusu að nota. Áhugavert væri að fylgja eftir vísbendingum um að það breyti notkunarmynstri í þá veru að draga úr Matteusaráhrifunum ﴾Matthew effect﴿ ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a﴿, sem fólgin eru í því að mest er vitnað til þeirra höfunda sem mikið hefur þegar verið vitnað til ﴾Merton, 1968﴿. Carson ﴾2004﴿ færði rök fyrir því að stöðlun á vinnu­ háttum bókasafnsfræðinga hefði orðið til þess að auð­ velt reyndist að taka tölvutæknina í notkun við miðlun skráningarfærslna bókasafna sem í BNA höfðu verið unnar miðlægt og samnýttar alla 20. öldina. Þeim var í lok aldarinnar miðlað rafrænt í stað miðlunar á skrán­ ingarspjöldum sem áður voru notuð. Fljótlega varð tækninotkun til þess að staðbundið lögðust sum störf í bókasöfnum nánast alveg af og önnur alfarið. Það átti við störf á kjarnasviðum uppbyggingar safnkosts, skrán­ ingu, flokkun og lyklun, og einnig leitir í rafrænum gagnasöfnum, sem tilheyra sérsviði upplýsingaþjónustu. Það síðasttalda gerðist um árþúsundamótin, þegar hagsmunaaðilar utan bókasafna tóku að bjóða upp á alhliða gagnasafnskerfi með aðgangi að þekkingu og upplýsingum sem tóku mið af því að notendur þyrftu ekki þjónustu bókasafna til þess að nálgast efnið heldur gætu það sjálfir í sjálfsafgreiðslukerfum hvaðan sem var ﴾sjá til dæmis www.mdconsult.com﴿. Það rýrði óðal bókasafnsfræðinga við staðbundin bókasafnastörf verulega. Þar réðu gróðafyrirtækin ferðinni en ekki stétt bókasafnsfræðinga ﴾Carson, 2004; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. 4 Gagnasöfnun: aðferðir og fram- kvæmd Til þess að afla upplýsinga um þróun fagstétta á rannsóknarsviðinu hér á landi voru gerðar tvær kannanir á mannafla bókasafna og fjölda og gerð þjónustuein­ inga, sú fyrri árið 1989 og sú síðari árið 2001. Hún náði einnig til skjalasafna. Niðurstöður veita upplýsingar um breytingar á gerð mannafla á rannsóknarsviðinu með til­ liti til menntunar, aldurs og kyns, auk upplýsinga um gerð þjónustueininga, landfræðilega dreifingu þeirra og starfsfólks. Þegar fyrri könnunin var gerð hafði verið leit­ að leiða til þess að geta spáð fyrir um mannaflaþörf á bókasöfnum beggja vegna Atlantshafsins, sem fyrr greinir. Annars vegar var um að ræða aðferð King Research ﴾1983﴿ sem byggir á notkun tölulegra upplýs­ inga sem meðal annars eru til hjá opinberum aðilum og hins vegar viðmiðunarreglur Moore ﴾1986﴿. Viðmiðunar­ reglurnar hafa að geyma aðferð við öflun tölulegra gagna og úrvinnslu þeirra til þess að spá hver mannaflaþörf verði til skamms tíma. Auk þess gera viðmiðunarreglur Moore ráð fyrir söfnun eigindlegra upplýsinga með opnum spurningum. Þær voru notaðar í þessari rannsókn vegna þess að tölulegar upplýsingar sambærilegar við þær sem notaðar voru í King Researh aðferðinni voru ekki til hér á landi. Þeim þurfti að safna, þess vegna var aðferð Moore valin við framkvæmd gagnasöfnunar og úrvinnslu gagna í þessum könnunum. Einnig var gerð könnun á tegundum útgáfueininga, sem birtu þekkingu hér á landi frá 1944 til 2001. Gögn um útgáfurit hér á landi ﴾1944, 1969, 1979, 1989 og 2001﴿ voru fengin á rafrænu formi frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þau voru greind annars vegar sem markaðsrit, og hins vegar sem utanmarkaðs­ rit. Í þesari könnun voru „bibliometrískar“ aðferðir notað­ ar við gagnasöfnun og úrvinnslu. Þær eru fólgnar í söfnun og greiningu tölulegra gagna upphaflega varð­ andi starfsemi og rekstur bókasafna ﴾Diodato, 1994; Hertzel, 1987; Pritchard, 1969﴿. Á undanförnum árum hefur þessi aðferð mikið verið notuð við greiningu á heimildaskrám útgáfurita til þess að finna áhrifastuðul ﴾impact factor﴿ þeirra. Gögnin sem aflað var í þessum könnunum voru megindleg ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. 4.1 Framkvæmd gagnasöfnunar um mannafla og þjónustueiningar 1 989-2001 Könnun á mannafla og þjónustueiningum 1989 náði til allra bókasafna sem vitað var um, stofnana sem lög­ um samkvæmt var skylt að bjóða upp á bókasafns­ og upplýsingaþjónustu og aðila sem hlutu að þurfa á slíkri þjónustu að halda vegna eðlis starfseminnar. Könnun­ areyðublöð voru póstsend til forstöðumanna bókasafna og forstöðumanna þeirra stofnana, sem vegna laga­ ákvæða eða eðlis starfseminnar þurftu á góðri bóka­ safns­ og upplýsingaþjónustu að halda. Í sumum stofnunum af síðar töldu gerðinni var ekki vitað hvort starfræktar væru þær gerðir þjónustueininga sem um var spurt. Þar sem ekki var starfrækt skipulagt bókasafn var beðið um upplýsingar um ritakost og hvort til stæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.