Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 61

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 61
Bókasafnið 38. árg. 2014 61 mundsdóttir vefpóstur, 27. febrúar 2013﴿. Hér þarf að hafa í huga að það sama á við og um MLIS­námið að framhaldsnemendur eru að jafnaði á bilinu tvö til fjögur ár að ljúka námi ﴾Háskóli Íslands, 2013a﴿. Fjölgunin sem orðið hefur á samþykktum umsóknum í MA­nám að undanförnu ﴾sjá mynd 7﴿ hefur því skilað sér að tak­ mörkuðu leyti í útskriftum úr náminu enn sem komið er. Doktorsnám hófst við félagsvísindadeild Háskóla Ís­ lands 1997. Árið 2007 var fyrsti nemandi tekinn inn í doktorsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði ﴾Anna Margrét Eggertsdóttir vefpóstur, 16. janúar 2014﴿. Einn nemandi hefur þegar útskrifast frá námsbrautinni og nú stunda fjórir nemendur doktorsnám við námsbrautina. Nýir tímar Mikil uppbygging hefur átt sér stað í framhaldsnámi við Háskóla Íslands undanfarin ár sem er í takt við þá þróun, sem orðið hefur bæði á Íslandi og erlendis, að formleg menntun hefur almennt hlotið meira vægi. Þá er litið til þess að háskólamenntun, einkum framhalds­ menntun á háskólastigi, þykir stöðugt vera mikilvægari og eftirsóknarverðari á vinnumarkaði. Námsbraut í bókasafns­ og upplýsingafræði hefur leitast við að taka þátt í þessari þróun með því að skil­ greina og bjóða upp á fleiri leiðir í framhaldsnámi í grein­ inni. Nú eru fjórar námsleiðir í boði í framhaldsnámi: Diplómanám til 30 ECTS, 120 ECTS MIS­nám, 120 ECTS rannsóknatengt MA­nám og doktorsnám sem er til 210 ECTS. Gera má ráð fyrir að auknir möguleikar í framhaldsnámi séu líklegir til þess að efla stétt bóka­ safns­ og upplýsingafræðinga. Allar námsleiðir í bóka­ safns­ og upplýsingafræði taka mið af Bologna­yfirlýsingunni eins og annað nám við Háskóla Íslands ﴾Guðrún Geirsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhann­ esson, 2010; Þórður Kristinsson, 2010﴿. Nemendur í upplýsingafræði við Háskóla Íslands geta, auk þess að stunda námið eingöngu innanlands, sótt nám til erlendra háskóla sem Háskólinn hefur gert samning við um samstarf í tilvikum þar sem bókasafns­ og upplýsingafræði er kennd við tiltekinn skóla. Íslenskir nemendur hafa sótt námskeið í erlendum háskólum á vegum NORDPLUS og ERASMUS. Þá hafa erlendir nemendur við erlenda háskóla í greininni stundað nám sitt að hluta til í bókasafns­ og upplýsingafræði við Há­ skóla Íslands. Þess má einnig geta að Háskóli Íslands á aðild að NORSLIS ﴾Nordic Research School in Information Studies﴿. NORSLIS er samstarfsnet 14 háskóladeilda á Norðurlöndunum og í Baltnesku löndunum sem bjóða upp á doktorsnám sem hefur það að markmiði að efla doktorsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði. Slíkt sam­ starf milli Norðurlandanna má rekja til ársins 1998 þegar NordIS­Net ﴾Nordic Information Studies Research Education NETwork﴿ var komið á fót en það var styrkt til fimm ára af Norfa ﴾1998­2002﴿. Árið 2004 tók NORSLIS við sem samstarfsnet og fékk til þess fimm ára styrk frá NordForsk ﴾2004­2008﴿ og komu háskóladeildir í Balt­ nesku löndunum þá einnig inn í samstarfið. Háskóla­ deildirnar sem að NORSLIS standa eru flestar litlar og eiga erfitt um vik með að halda úti doktorsnámi einar og sér. Það hefur því verið mikil þörf fyrir þær að taka höndum saman og hjálpast að við að byggja upp og efla doktorsnám í greininni og hefur samstarfið reynst far­ sælt frá upphafi ﴾Ágústa Pálsdóttir, 2009b; Norslis, 2012﴿. Sú breyting hefur orðið á náminu að frá og með há­ skólaárinu 2013­2014 hefur BA­nám í greininni verið lagt niður. Forsaga breytinganna er sú að þegar MLIS­ námið var sett á fót haustið 2004 var ákveðið af fjár­ hagsástæðum að samkenna að stærstum hluta nám á BA­ og MLIS­stigi. Þá þegar var stefnan að halda skyldi allri kennslu á mismunandi háskólastigum algerlega að­ greindum í nánustu framtíð. Þar vógu gæðamál námsins þyngst bæði hvað kennslufyrirkomulag og námsframboð varðaði. Reyndin varð þó sú að til þess að geta boðið upp á MLIS­nám samhliða grunnnámi hefur af fjárhags­ ástæðum frá upphafi þurft að samkenna nær öll nám­ skeið sem augljóslega er ekki ákjósanlegt. Á árinu 2013 var orðið ljóst að á sama tíma og nemendum í grunnnámi fækkaði fjölgaði nemendum í framhaldsnámi á milli ára. Með þróun undanfarinna ára í huga er útséð með að hægt verði að aðskilja BA­ og MLIS­nám í framtíðinni eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Með því að fella grunnnámið niður býðst tækifæri til þess að byggja frek­ ar upp nám á meistarastigi ﴾MA­, MIS­ og diplómanám﴿. Í þessu sambandi má geta þess að ýmsir telja það góð­ an kost fyrir upplýsingafræðinga að tileinka sér efnis­ þekkingu á sviði utan upplýsingafræði. Það geri störf þeirra þýðingarmeiri og skapi þeim fleiri atvinnutækifæri ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2004; Hjørland, 2002﴿. Hvað MIS­námið varðar hafa nemendur þá þegar öðlast þekkingu á öðru fræðasviði og sé litið til MA­námsins hafa nemendur tækifæri til þess að styrkja þekkingu sína á öðru fræðasviði þar sem gefinn er kostur á miklu vali í þeirri námsleið. Þess eru ýmis dæmi innan Háskólans að náms­ brautir hafi fellt grunnnám niður og kenni námsgreinina einungis á framhaldsstigi svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jafnframt má geta þess að í mörgum ná­ grannalöndum er upplýsingafræði einungis kennd á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.