Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 42
Bókasafnið 38. árg. 2014 42 og skiptu máli varðandi innleiðingarferlið svo sem staða skjalastjóra í skipuriti, aðgangur skjalastjóra að stjórn­ endum, að innleiðingin fengi stuðning frá æðstu stjórn­ endum, að almennt starfsfólk og millistjórnendur gerðu sér grein fyrir því að starf og hlutverk skjalastjóra byggð­ ist á mikilli sérfræðiþekkingu og á bak við starfið lægi oftast mikil menntun og reynsla. Í þremur tilvikum virtist sýnileiki skjalastjóra innan stofnunar hafa verið takmarkaður og stjórnunarleg staða hans innan skipulagsheildarinnar verið óviss eða óskýr. Í einu tilviki hafði skjalastjórinn verið fluttur fjórum sinn­ um til innan stofnunarinnar og þar af leiðandi hafði hann haft fjóra yfirmenn. Og, eins og hann sagði sjálfur: „Staðsetningin á mér innan stofnunar, það var aldrei sátt um það.“ Hann benti á að staðsetning skjalasafnsins innan vinnustaðarins skipti einnig máli ásamt því að skjalastjórinn væri sýnilegur á vinnustaðnum. Allir við­ mælendur voru sammála um mikilvægi þess að gera skjalamálum hátt undir höfði og fram kom í þremur við­ tölum af átta að slíku hefði ekki verið til að dreifa. Að sögn fimm viðmælenda höfðu þeir öðlast þá virðingu meðal samstarfsfólks og stjórnenda sem til þurfti til þess að innleiðingin gæti gengið vel fyrir sig. Grundvöllur þess var að hafa fullt umboð til athafna varðandi innleiðingaferlið. Einnig höfðu þeir þau völd sem þurfti til þess að geta sagt starfsfólki hvernig það ætti að vinna við, umgangast og nota RSSK. Öllum viðmælendum bar saman um að hlutverk skjalastjóra þyrfti að vera skýrt og stuðningur stjórnenda þyrfti að vera af heilum hug; ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Þeir voru sammála um að hvatinn til þess að innleiða nýtt vinnulag þyrfi að koma að ofan, það er frá æðstu stjórnendum eða í gegnum lög og reglugerðir. Sjö viðmælenda nefndu það að starfsmenn ættu ekki að hafa neitt annað val en að sýna öguð vinnubrögð, fara eftir verkferlum og þeim lögum og reglugerðum sem skipulagsheildin starfaði eftir. Viðmælendunum átta bar einnig saman um að menntun skjalastjóra skipti máli þegar kom að um­ boðsveitingu þeirra og hvernig almennt starfsfólk horfði til stöðu þeirra innan skipulagsheildarinnar. Viðmælend­ ur nefndu að þeim virtist oft sem menntun þeirra og hlut­ verk væri vanmetið og almennu starfsfólki ekki gert ljóst með nægjanlega skýrum hætti til hvers væri ætlast af skjalastjórum. Einn viðmælenda tók fram að í hans tilviki hefði samstarfsfólk ekki áttað sig á að þarna væri á ferð háskólamenntaður sérfræðingur ráðinn inn til ábyrgðar­ mikilla starfa. Hann sagði: „Já, ég upplifði það í nokkur ár að fólk taldi að ég ætti að vera að ganga frá pappírs­ gögnum niðri í kjallara og alveg fram á síðasta dag.“ Annar viðmælandi tók í sama streng og benti á að sam­ starfsfólk hefði ekki gert sér grein fyrir menntun hans og í hverju starf hans væri fólgið. Samstarfsfólk leit svo á að hlutverkið hefði verið að raða skjölum og taka til. Fimm viðmælenda sögðust hafa haft þau völd sem til þyrfti og skýrt umboð til athafna. Þar skipti máli hvar þeir væru staðsettir í skipuritinu og hvaða aðgang þeir hefðu haft að framkvæmdastjórn skipulagsheildarinnar. Þeir álitu það skipta sköpum við innleiðinguna á RSSK að hafa aðgang að framkvæmdastjórafundum þar sem þá væri hægt að koma mikilvægum skilaboðum varð­ andi innleiðinguna milliliðalaust til yfirstjórnar. Þrír viðmælenda töldu sig ekki hafa haft fullt umboð til athafna. Einn viðmælenda benti á að þegar hann var ráðinn til fjármálafyrirtækisins, sem hann vann hjá, hefði hann komið inn sem ráðgjafi. Þá hefði myndast ákveðin togstreita á milli hans og tölvudeildar sem sinnti upplýs­ ingatæknimálum. Ekki hafi verið ljóst hver fór með stjórnina og hvaða leiðir ætti að fara varðandi innleið­ inguna annars vegar og val á kerfi hins vegar. Þetta leiddi því til óskilvirkari innleiðingar á kerfinu. Einn viðmælenda hafði bæði starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækjum við innleiðingu á RSSK og sem skjala­ stjóri. Hann lagði mikla áherslu á ríkt umboð skjalastjóra til athafna og taldi að skjalastjórar í þessu hlutverki ættu að vera leiðtogar og sýna frumkvæði. Í megindlega hluta rannsóknarinnar kom fram að í 63% tilvika hefði farið fram þarfagreining vegna innleið­ ingar á RSSK og aðeins rúmur helmingur þátttakenda, eða 55,1%, höfðu verið þátttakendur í henni. Aftur á móti hafði tæpur helmingur, eða 49,3%, tekið þátt í val­ inu á RSSK. Þá kom einnig fram að 73,3% þátttakenda töldu sig hafa haft umboð æðstu stjórnenda til athafna við innleiðinguna. Stuðningur stjórnenda við innleiðingu RSSK Þeir skjalastjórar, sem rætt var við, voru sammála um að til þess að innleiðing RSSK gæti orðið skilvirk og árangursrík þyrftu stjórnendur að styðja vel við breytingaferlið og sýna fordæmi og vera góð fyrirmynd. Þegar stjórnendur tileinkuðu sér nýtt vinnulag gengi inn­ leiðingin mun betur fyrir sig. Svo virtist sem stjórnendur áttuðu sig ekki alltaf nægilega vel á því að um ákveðið breytingaferli væri að ræða og innleiðingin kallaði í raun á breytingastjórnun þar sem skjalastjórar gegndu lykil­ hlutverki. Viðmælendur nefndu að ekki væri nóg að sýna fordæmi og stuðning. Stjórnendur yrðu að átta sig á mikilvægi verkefnisins og hafa skilning á því. Í máli viðmælenda kom einnig skýrt fram að millistjórnendur gegndu lykilhlutverki í innleiðingarferlinu og það að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.