Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 51
Bókasafnið 38. árg. 2014
51
sem þeir þekktu og treystu. Það var í samræmi við já
kvæða afstöðu þeirra til Gegnis að þeir töldu sig ekki
rekast á neinar sérstakar hindranir við notkun á bóka
safnskerfinu. Nokkrir minntust á ytri þætti eins og að
bækurnar eða tímaritin fyndust ekki í bókasafnskerfinu
eða hillum bókasafnsins, svipað og Morupisi og Mooko
﴾2006﴿ bentu á í sinni rannsókn. Einhverjir töldu að það
gæti verið hjálplegt við að finna viðeigandi upplýsingar ef
gefnar væru meiri og ítarlegri upplýsingar um innihald
bókanna. Er það umhugsunarverð ábending en leiðir
jafnframt hugann að mikilvægi þess að fólk geti skilið
upplýsingarnar í færslunum og hafi þekkingu á því hvað
býr að baki. Tíminn virtist skipta nemana miklu og kváð
ust sumir ekki eyða miklum tíma í að velta vöngum yfir
valmöguleikunum eða sögðust alltaf leita á svipaðan
hátt. Þetta er áhugavert í ljósi rannsóknar Novotny
﴾2004﴿, en hann taldi einmitt mikilvægt að brýna fyrir
nemendum að gefa sér tíma til að skoða vel val
möguleikana í bókasafnskerfinu. Head og Eisenberg
﴾2009﴿ álitu einnig að nemendur hefðu tilhneigingu til að
halda sig við vanabundnar leitaraðferðir og gæfu sér
ekki tíma til að þjálfa sig í leitartækni.
Það var augljóst að nemendur þessarar rannsóknar
töldu bókasafnskerfið uppfylla þarfir sínar þótt þeir sjálfir
væru ekki að nýta sér alla möguleika þess. Aðeins helm
ingur þátttakenda hafði reynslu af þjónustunni sem fæst
með innskráningu í Gegni en þeir sem skráðu sig inn
gerðu það oftast til þess að framlengja lán hliðstætt og í
rannsókn Morupisi og Mooko ﴾2006﴿ þar sem tæplega
helmingur nemenda notfærði sér þetta. Tveir nemendur
höfðu ekki tekið eftir innskráningarglugganum en nokkrir
nefndu að þeim hefði verið sagt frá þessum möguleika
ella hefðu þeir ekki vitað til hvers hann væri. Þetta leiðir
hugann að mikilvægi þess að fá fræðslu um alla val
möguleikana og að lesa leiðbeiningar og skoða leitarum
hverfið vel líkt og Novotny ﴾2004﴿ benti á.
Lokaorð
Rannsóknin sýnir að það höfðu ekki allir þátttakendur
fengið kennslu í upplýsingaleit eða leiðsögn á Gegni.
Vissi fólk ekki alltaf af öllum valmöguleikunum sem stóðu
því til boða og var þar af leiðandi ekki að nýta sér alla
valkostina. Það er því augljóslega þörf á meiri fræðslu og
tryggja þarf að hún nái til allra háskólanema. Fræðslan
þarf að koma snemma til þess að hún nýtist þeim í nám
inu. Í ljósi þess að nemendur taka yfirleitt mið af leið
beiningum kennara sinna mætti þáttur þeirra í kennslu
upplýsingalæsis án efa vera meiri. Háskólanemar hafa
ekki mikinn tíma fyrir upplýsingaleit og eru líklegir til að
halda sig frekar við leiðir og aðferðir sem þeir þekkja,
fremur en að setja setja sig inn í eitthvað nýtt ef það
krefst tíma og fyrirhafnar, nema það hafi einhver bein
tengsl við námið.
Rannsóknin er mikilvægt framlag til umræðu um
kennslu í upplýsingalæsi. Það skal þó áréttað að hún
endurspeglar aðeins viðhorf þeirra einstaklinga sem þátt
tóku í henni og að ekki er hægt að draga af henni al
mennar ályktanir. Úrtakið var lítið en nýta mæti niður
stöðurnar til að gera megindlega rannsókn með breiðari
hópi nemenda sem endurspeglaði betur fræðasvið og
deildir Háskóla Íslands. Rannsóknina mætti einnig þróa
frekar með því að skoða hvernig kennslu í upplýsinga
læsi er háttað í grunn og framhaldsskólum og hvort
samfella sé í fræðslunni á milli skólastiga. Að hvaða
marki er verið að kenna á Gegni eða Leitir.is á þessum
skólastigum? Þá væri áhugavert að skoða viðhorf há
skólakennara til kennslu í upplýsingalæsi.
Abstract:
University students’ attitudes to the library
system Gegnir
This article is based on the author‘s MLIS thesis sub
mitted to the University of Iceland in 2013. The focus of
the study was to examine students’ attitudes to the Uni
versity Library OPAC, their information seeking behav
iour and information literacy skills by looking at how they
thought they managed using the database. It was
examined whether they had received instruction, how
well they believed they knew the database and how they
were utilizing it in their studies. A qualitative research
method was used by conducting open interviews with
eight undergraduate and postgraduate students. The
results showed that the participants were very satisfied
with the library system and found it easy to use. Most
had received instruction in introductory courses, but a
few had received no direct instruction or guidance. The
students felt that the instruction had been useful but that
it could have been more practical. They used Gegnir
mostly for seeking information to complete assignments
and final papers and their use varied depending on their
level or field of studies. The students’ knowledge about
the role and coverage of the database was generally
quite good. Most thought Gegnir was convenient and
reliable. However, it varied whether the students utilized
all the different options offered by the OPAC.
Nevertheless, they seemed fairly well information liter
ate, but the study showed that there is need to increase
instruction.