Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 10
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 0 ﴾tveggja missera nám á þeim tíma﴿ í skólasafnsfræði og einnig bókasafnsfræðingar með kennararéttindi ﴾Friðrik Olgeirsson, 2004﴿. Að sögn heimildarmanns ﴾þegar þetta var ritað﴿ hafa kennarar þó alla tíð haft sterkari stöðu á grunnskólasöfnum en bókasafnsfræðingar. Óðal framhaldsskólasafna myndaðist með Reglugerð um framhaldsskóla nr. 23/1991 og Lögum um framhalds- skóla nr. 80/1996. Bókasafnsfræðingar náðu forræði yfir óðali framhaldsskólasafna að því að séð yrði án átaka ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Óðal sérfræðibókasafna varð til vegna þarfar á markvissri uppbyggingu safnkosts, ásamt skipulagningu hans þannig að auðvelt væri að finna það sem á þurfti að halda. Það styrktist þjóðfélagslega við ályktun fundar Rannsóknaráðs ríkisins 1976 um stofnun sérfræðibóka­ safna og deilda með fagmenntuðu fólki á því sviði. Þar var nánast kallað eftir bókasafnsfræðingum til starfa ﴾Skipulag upplýsingamála, 1976﴿, sem styrkti stöðu þeirra. Ekki var barist um óðalið opinberlega að því að séð yrði ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Skjalastjórn varð sérstakt óðal í lok 20. aldar. Engin lagaákvæði voru og eru um menntun starfsfólks. Um það urðu átök milli bókasafnsfræðinga og sagnfræðinga sem sýnileg voru í umræðu fjölmiðla ﴾Alfa Kristjánsdóttir, 2008; Freysteinn Jóhannsson, 2008; Hrafn Sveinbjarn­ arson, 2008a, 2008b, 2008c; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2008b; Óli Gneisti Sóleyjarson, 2008a, 2008b; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Ef marka má auglýsingar eftir starfsfólki, þegar þetta er ritað, hafa bókasafns­ og upp­ lýsingafræðingar forræði yfir óðali skjalastjórnar í augum almennings. Jafnframt virðist staða þeirra í óðali bóka­ safna hafa veikst innan frá eftir starfsauglýsingum að dæma. Þar sem í eina tíð var auglýst eftir bókasafns­ fræðingum, hefur í seinni tíð verið auglýst eftir fólki með menntun á sviði bókasafns­ og upplýsingafræði eða sambærilega menntun, án þess að ljóst sé í hverju hún sé fólgin. Nýverið hefur verið auglýst eftir fólki með há­ skólamenntun til starfa í helstu bókasöfnum þjóðarinnar, án þess að menntun í bókasafns­ og upplýsingafræði sé tiltekin. 3.2 Rannsóknir erlendis og þróun í BNA Fram undir miðja 20. öld var eftrispurn eftir bóka­ safnsfræðingum sveiflukennd beggja vegna Atlantshafs­ ins, en um miðja öldina myndaðist aukin þörf og eftirspurnin jókst. Þá var reynt að finna leið til þess að áætla eftirspurnina fram í tímann ﴾Abbott, 1988, s. 219; Allibone, 2002; Berry, 1988; Hill, 1985; King Research Inc., 1983; Kniffel, 1990; Moore, 1987b; Myers, 1988; Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians, 1977; Stuart­Stubbs, 1989; Van House, Roderer, and Cooper, 1983﴿. Annars vegar var reynt að áætla mannaflaþörf út frá fjölda starfa sem yrðu í boði í framtíðinni og hins vegar var reynt að komast að hvers konar menntun væri æskileg miðað við innihald þeirra starfa sem í boði höfðu verið. Meðal þess sem niðurstöður bentu til var að eftirspurn eftir bóka­ safnsfræðingum reyndist háð félagslegum þáttum þar á meðal lagasetningu og stöðlun. Íbúafjöldi hafði áhrif á eftirspurn mannafla í almenningsbókasöfnum og nem­ endafjöldi í skólabókasöfnum á öllum skólastigum. Í sér­ fræði­ og rannsóknabókasöfnum hafði fjárhagur mikil áhrif á eftirspurn mannafla ﴾Greene og Robb, 1985, 1989; Loughridge, 1990; Moore, 1977, 1978, 1982, 1987a, 1987b; Myers, 1986; Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians, 1977; Sanders, 1986; Stuart­Stubbs, 1989; Van House, Roderer, og Cooper, 1983﴿. Á vegum UNESCO komu viðmiðunarreglur: Guidel- ines for conducting information manpower surveys eftir Moore út 1986. Þær voru byggðar á fyrri rannsóknum ﴾Greene and Robb, 1985; Moore, 1986; Moore og Kempson, 1985a, 1985b; Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians, 1977; Rochester, 1984; Slater, 1979, 1980﴿ og eru leið­ beiningarit um könnun á stöðu mannafla á bóka­ og skjalasöfum og hver líkleg eftirspurn verði til skamms tíma ﴾næstu fimm árin﴿. Í kjölfarið fylgdu rannsóknir, sem margar voru framkvæmdar í samræmi við viðmiðunar­ reglurnar, en einnig voru rannsóknir á menntunarþörf miðað við innihaldi starfa. Sambærileg rannsóknarhefð var enn við lýði í lok 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. ﴾t.d. Beile og Adams, 2000; Doctor, 2008; Gorman og Cornish, 1995; Hong Xu, 1995; Kealy, 2009; Knight, 2007; Loughridge og Sutton, 1988; Loughridge, 1990; Loughridge, Oates og Speght, 1996; Maceviciute, 1999; Mackenzie, 2007; Pors, 2001; Quarmby, Willett og Wood, 1999; Reser og Shuneman, 1992; Rosenberg, 1989; Santos, Willett og Wood, 1998; Slater, 1987, 1991; Stefanía Júlíusdóttir, 1994, 2007; Summerfield, 2002; The 8Rs Research Team, 2005﴿. Sameiginlegt með flestum rannsóknaraðferðum sem notaðar voru til þess að áætla mannaflaþörf fram í tímann var að áætlanir byggðu að hluta til á aldri starfs­ fólks á rannsóknartíma og hver þróunin hafði verið fram til hans. Gildi áætlananna fyrir framtíðina var þess vegna háð því að þróunin héldist sambærileg við það sem hún hafði verið í fortíðinni ﴾til dæmis King Research
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.