Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 83

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 83
Bókasafnið 38. árg. 2014 83 vera leiðandi í vinnu við endurskipulag menningar­ tengdrar starfsemi í sveitarfélögum. Þau ættu ekki að vera sá hluti starfseminnar sem „er troðið með“ heldur í fararbroddi. „Hvað er það mikilvæga sem bókasöfnin hafa uppá að bjóða?“ Þessu þyrfti að miðla í sveitarfé­ laginu. Söfnin þyrftu að vera sveigjanleg, leita að nýjum leiðum, vera opin Samantekt úr pallborðsumræðum Bókasöfnin leika stórt hlutverk í menningarstarfsemi sveitarfélaga og oft er leitað til þeirra um hvers konar menningarstarf. Sátt hefur verið um rammann, en nú er komið að útfærslunni þar sem áskoranirnar liggja. Í pall­ borðsumræðunum var rætt um að nauðsyn þess að veita fjármagni til bókasafna og nýta aðstoð sérfræðinga til að laga þau að nýrri tækni. Bent var á tilhneigingu starfsfólks bókasafnanna til fastheldni á gamla siði. Rædd var nauðsyn þess að færa fókusinn frá bókasöfn­ um til notenda, skoða þörfina og móta síðan þjónustuna. Umræður um samnýtingu og nýja möguleika til hagræð­ ingar og nýbreytni hafa sýnt að þróunin er hafin. Sam­ kvæmt 13. gr. bókasafnalaga nr.150/2012 getur ráðherra lagt fé í þjónustusamninga við tiltekin bókasöfn að fenginni umsögn bókasafnaráðs, Næst var bent á nýjungar í starfsemi almennings­ bókasafna. Það mætti bjóða upp á skrifstofuaðstöðu fyr­ ir frumkvöðla að fyrirmynd bókasafna í Helsinki með aðgangi að ýmsum tækjum og búnaði til að prófa nýjar hugmyndir. Til dæmis hefur ungmennahúsið í Kópavogi boðið upp á vinnustofur eða „workshops“. Nokkuð var rætt um ungmennamenningu og mikilvægi hennar. Raf­ ræna byltingin og breyting á Hljóðbókasafninu í kjölfar hennar breytti verulega starfsemi þess. Þangað kæmi varla hræða lengur sem þykir hrósvert. Verkaskipting gagnvart nýbúum með söfnun bókakosts á ýmsum tungumálum þótti gott dæmi um hugmyndina um að þjóna fólkinu, ekki ætti að einblína á öflun gagna. Mikil­ vægt væri að bjóða upp á upplýsingar fyrir íbúana, ekki síst nýbúa. Í bókasafnalögum nr. 150/2012 er lögð áhersla á virkni bókasafna og frumkvæði. Í umræðunum var bent á muninn milli bókasafna þéttbýlis og dreifbýlis. Litlu bókasöfnin þykja of veikar stofnanir til að geta sinnt þessu hlutverki, að minnsta kosti úti á landi. Þó að kallað sé eftir fyrirmynd að starfrækslu bókasafna í minni sveitarfélögum þykir erfitt að finna eitt módel fyrir almenningsbókasöfn því aðstæður eru misjafnar. Kallað var eftir breytingu til framfara með eftirliti og samhæfingu undir forystu bókasafnaráðs í samstarfi við Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna ﴾SFA﴿ sem heyra undir sveitarfélög. Vonir standa til að næsta þing Sambands íslenskra sveitarfélaga taki þessi mál­ efni til umræðu og kom fram tillaga um að fulltrúar SFA sæki landsfundinn og leitist við að kynna málefni bóka­ safna og mögulegan starfsgrundvöll þeirra innan ólíkra sveitarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.