Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 46
Útdráttur Þessi grein byggir á lokaverkefni höfundar sem lagt var fram til MLIS­gráðu í bókasafns­ og upplýsingafræði við Háskóla Íslands vorið 2013. Markmið rannsóknarinn­ ar var að skoða viðhorf nemenda til bókasafnskerfisins, leitarhegðun þeirra og afmarkaða þætti upplýsingalæsis með því að athuga hvernig þeir teldu að sér gengi að nota gagnasafnið. Athugað var hvort þeir hefðu fengið kennslu, hversu vel þeir töldu sig þekkja gagnasafnið og hvernig það nýttist þeim í náminu. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð sem fólst í því að taka opin viðtöl við átta háskólanema í grunn­ og framhaldsnámi. Niðurstöð­ urnar sýndu að þátttakendur voru ánægðir með bóka­ safnskerfið og þótti það einfalt í notkun. Flestir höfðu fengið kennslu á Gegni á vinnulagsnámskeiðum, en nokkrir höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Nem­ unum fannst kennslan hafa reynst vel en að hún hefði mátt vera hagnýtari. Notkun þeirra á Gegni tengdist mest heimildaöflun vegna verkefna og ritgerða og var hún mismikil eftir því á hvaða stigi námsins þeir voru og í hvaða fagi þeir stunduðu nám. Þekking nemanna á hlut­ verki og innihaldi gagnasafnsins var almennt nokkuð góð. Þótti flestum Gegnir hentugur og áreiðanlegur. Það var þó misjafnt hvort þeir nýttu sér alla valmöguleikana í bókasafnskerfinu. Nemendurnir virtust samt sem áður sæmilega upplýsingalæsir, en rannsóknin sýndi að þörf er á að efla fræðslu. Inngangur Háskólanemar hafa úr fjölmörgum upplýsingakerfum og gagnagrunnum að velja í námi sínu og er bókasafns­ kerfið eitt þeirra. Bókasafnskerfið auðveldar þeim að finna gögn og heimildir í háskólabókasafninu og því er mikilvægt að þeir hafi góða þekkingu á innihaldi og notkun þess. Einn þáttur í því að teljast upplýsingalæs er að kunna að leita upplýsinga og þekkja leiðirnar til að nálgast fræðilegar upplýsingar. Árið 1989 settu banda­ rísku bókavarðasamtökin ALA fram eftirfarandi skilgrein­ ingu á upplýsingalæsi: „Til að teljast upplýsingalæs verður einstaklingurinn að vera fær um að vita hvenær upplýsinga er þörf og hafa getu til að nálgast, meta og nota á skilvirkan hátt þær upplýsingar sem hann þarf á að halda“ ﴾Þórdís T. Þórarinsdóttir, 2008, bls. 105﴿. Upplýsingalæsi er nauðsynleg undirstaða þess að geta stundað háskólanám og hafa þarf góða upplýsingafærni til þess að geta aflað þeirra gagna sem þörf er á í nám­ inu og stundað sjálfstæð vinnubrögð. Eins og rannsóknir hafa sýnt þá er þessu oft ábótavant, einkum hjá nýnem­ um í háskóla, og mikilvægt að bregðast við með fræðslu og kennslu í upplýsingalæsi ﴾Mittermeyer og Quirion, 2003﴿. Nemendum í flestum deildum Háskóla Íslands er boðið upp á slíka fræðslu strax í upphafi háskólanámsins í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka­ safn og er henni fléttað inn í námið í flestum námsgrein­ um. En telja nemendur sig fá fullnægjandi kennslu á bókasafnskerfið og hvernig gengur þeim að nota það? Þeim spurningum verður leitast við að svara í þessari grein ásamt því að kynna helstu niðurstöður úr eigind­ legri rannsókn höfundar sem byggir á lokaverkefni hans til MLIS­gráðu í bókasafns­ og upplýsingafræði ﴾Helga Kristín Gunnarsdóttir, 2013﴿. Tilgangur, markmið og niðurstöður rann- sóknarinnar Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að skoða viðhorf nemenda við Háskóla Íslands til gagna­ safnsins Gegnis, leitarhegðun þeirra og afmarkaða þætti Helga Kristín Gunnarsdóttir er með B.A.­ próf í frönsku og sagnfræði frá HÍ, 1981; M.Phil.­ próf í sagnfræði frá University of Exeter, Englandi, 1984; MLIS próf í bókasafns­ og upplýsingafræði frá HÍ, 2013. Hún hóf störf á Landsbókasafni Íslands við Hverfisgötu árið 1988 og hefur starfað á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni frá 1994. Viðhorf háskólanema til bókasafnskerfisins Gegnis Helga Kristín Gunnarsdóttir Ritrýnd grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.