Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 27
Bókasafnið 38. árg. 2014
27
aganna.
Einstaklega fjölbeyttur starfsferill
Með B.A.gráðu í bókasafnsfræði og líffræði fór ég
með manninum mínum til Húsavíkur þar sem við vorum
frá 1974 til ársloka 1977. Þá fluttumst við suður aftur og
ég fór að vinna sem forstöðumaður Bókasafns Rann
sóknastofnunar byggingariðnaðarins, sem var afskap
lega spennandi starf að því er mér fannst. Þar kom
arkitektúrnámið mér að góðum notum. Stofnunin hafði
ritaskipti við systurstofnanir á hinum Norðurlöndunum
og víðar sem þurfti að skrá og skipuleggja. Einnig var
mikið að gera í upplýsingaþjónustu og við að útvega rit
vegna yfirstandandi rannsóknarverkefna á stofnuninni,
bæði að panta markaðsrit erlendis frá og einnig utan
markaðsrit, alls kyns skýrslur og greinargerðir, einungis
pappírsefni. Á safninu voru einnig myndir, skyggnur og
glærur. Þar var notað sérstakt flokkunarkerfi fyrir bygg
ingariðnað sem þróað hafði verið á Bretlandseyjum og
þýtt yfir á íslensku. Kerfið virkaði vel fyrir það efnissvið
sem það var gert fyrir. Takmarkanir þess voru að efni
sem ekki varðaði byggingariðnaðinn sérstaklega, til
dæmis orðabækur, var ekki hægt að flokka eftir því.
Haustið 1978 réðist ég til starfa við Landsbókasafn
Íslands í þjóðdeildina svokölluðu til þess að vinna að
skráningu Íslensku bókaskrárinnar sem kom út sem
sjálfstætt rit árin 19742001. Á þeim tíma var verið að
tölvuvæða Íslensku bókaskrána, fyrsta tölvuunna skráin
kom út árið 1980. Hún náði til útgáfu ársins 1979. Fyrir
tölvuvæðinguna var svokallað Ómark snið þróað og síð
ar Ísmark sniðið, sem ég tók þátt í að þróa. Áhersla var
lögð á að byggja upp íslenska þekkingu á sviði
tölvumála. Í því skyni var meðal annars stefnt að því að
þróa íslenskt bókasafnstölvukerfi og kom ég einnig að
þeirri vinnu. Um miðjan níunda áratuginn var horfið frá
þeirri hugmynd og ákveðið að aðlaga tölvukerfi sem
keypt yrði erlendis frá og tók ég ásamt öðrum þátt í
skoðun og vali á því.
Þá var safnið enn þá í Safnahúsinu við Hverfisgötu
ásamt Þjóðskjalasafni Íslands og mjög þröngt um bæði
söfnin, en góður starfsandi og gott fólk sem gaman var
að vinna með og sem ég hef verið í vinfengi við síðan.
Húsið er líka geysilega glæsilegt og allar innréttingar og
húsmunir voru sérhannaðar fyrir það. Hér á Íslandi voru
og eru lög um skylduskil sem í raun eru prentskilalög,
þannig að allt prentverk er skilaskylt, ekki bara
markaðsrit eins og í sumum löndum, heldur allt prent
verk líka utanmarkaðsrit, veggspjöld, bíómiðar, allt sem
er prentað. Í því starfi kynntist ég því hvernig útgáfa hér
á landi er spegill þjóðfélagsins, sérstaklega þegar litið er
til utanmarkaðsrita sem meðal annars eru gefin út af
stjórnmálahreyfingum, trúfélögum, stofnunum, fyrirtækj
um og einstaklingum. Af þeirri útgáfu sést hvað er að
gerast í þjóðfélaginu. Í henni sá maður merki um við
burði og hluti sem maður hefði aldrei gert sér í hugarl
und að væru til hér.
Skömmu eftir að ég kom heim frá meistaranáminu í
Bandaríkjunum 1985 réðist ég sem bókafulltrúi ríkisins í
menntamálaráðuneytinu. Í því starfi kom ég meðal ann
ars að málefnum tölvuvæðingar á bókasöfnum og átti
sæti í stjórn Gagnabrunns bókasafna. Starf bókafulltrúa
var fólgið í að fara með málefni almennings og skóla
bókasafna. Það varð til samkvæmt fyrstu lögum um al
menningsbókasöfn nr. 42/1955 og náði einnig til
skólasafna samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn
nr. 50/1976, en var lagt niður með lögum um almenn
ingsbókasöfn nr. 36/1997, sem ég tel mjög miður. Það
skiptir máli fyrir starfsemi bókasafna landsins að hafa
sérfræðing sem vinnur að málefnum þeirra innan
ráðuneytisins. Þetta eru meðal annars menntastofnanir.
Fólk í ráðuneytum hefur ekki endilega skilning á þörfum
safnanna.
Árið 1987 var þriðja staðan í bókasafnsfræði við
Háskóla Íslands auglýst. Þar gegndi ég lektorsstöðu til
ársins 1997. Ég kenndi mörg námskeið, meðal annars
Skráningu ﴾sem síðar þróaðist í Bókfræðilega skráningu
og lýsigögn﴿, Flokkun ﴾síðar Skipulagning þekkingar﴿,
Starfsemi og rekstur bókasafna og upplýsingamið
stöðva, Uppbyggingu safnkosts og varðveislu,
Gagnasöfn og upplýsingakerfi, og þróaði námskeiðið
Skjalavarsla í námskeiðið Skjalastjórn. Skjalastjórnin
hefur orðið greininni geysilega mikilvægur starfs
vettvangur og Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor hefur
þróað skjalastjórnarnámið áfram með miklum ágætum.
Hún hefur mikla starfsreynslu sem mér finnst skipta
verulegu máli í þessu fagi; að hafa prófað í raunumhverfi
hvernig hlutirnir virka. Ég tel það nauðsynlegt. Viðbúið
er að offramboð hefði orðið á bókasafnsfræðingum á tí
unda áratug síðustu aldar ef þeir hefðu ekki átt kost á
störfum við skjalastjórn. Um það er ég alveg sannfærð.
Vísbendingar þar að lútandi komu fram í niðurstöðum úr
könnun sem ég gerði árið 1989 á þjónustueiningum og
fjölda starfsmanna á bókasöfnum. Með aðferðinni sem
ég notaði var hægt að gera spá um þörf á mannafla
fram í tímann og samkvæmt spánni var augljóst að það
hlyti að verða offramboð á bókasafnsfræðingum. En svo
varð ekki. Þessi könnun mín náði bara til bókasafna,
ekki til skjalasafna, og þá fór ég að hugsa: „Hvers vegna