Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 60

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 60
Bókasafnið 38. árg. 2014 60 sem ljúka diplómanámi hljóta ekki námsgráðu en þeir fá diplómaskírteini um að náminu hafi verið lokið. Jafnframt geta þeir sem hafa áhuga á að halda áfram í námi sótt um að fá námskeið úr diplómanáminu metin inn í fram­ haldsnám í greininni og reynsla undanfarinna ára sýnir að margir hafa valið þá leið. Mynd 6 sýnir þróun í aðsókn í diplómanámið en sem sjá má hefur hún aukist jafnt og þétt ﴾Anna Margrét Eggertsdóttir, vefpóstur 6. nóvember 2013﴿. Eins og áður segir hófst framhaldsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði fyrst árið 1993 þegar greinin tók að bjóða upp á rannsóknatengt meistaranám. Rannsókna­ tengt meistaranám er tveggja ára ﴾120 ECTS﴿ fræðilegt framhaldsnám, til prófgráðunnar magister artium, MA. Öllum, sem lokið hafa BA­námi í greininni og fullnægja kröfum þeim sem Háskólinn setur um lágmarkseinkunn fyrir inntöku í nám á meistarastigi, býðst nú að stunda MA­nám í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Námið hentar vel þeim sem vilja auka við menntun sína með áherslu á sveigjanleika og þverfræðilegt nám. Þar sem nemendur hafa þá þegar öðlast nauðsynlegan grunn í greininni býður MA­námið upp á að hægt sé að sérsníða það fyrir hvern og einn með tilliti til áhugasviðs og MA­ rannsóknar. Námsbrautin hefur orðið vör við vaxandi áhuga og aukna aðsókn í MA­námið og hefur brugðist við með því að skipuleggja námsleiðir til sérhæfingar þar sem meðal annars eru nýtt námskeið úr öðrum háskóla­ greinum ﴾Háskóli Íslands, 2014b﴿. Á mynd 7 má sjá dreifingu samþykktra umsókna í MA­námið eftir árum.2 Fyrsti nemandinn var tekinn inn í MA­nám í greininni háskólaárið 1993­1994 og háskólaárið 1995­1996 hófu jafnframt tveir nemendur til viðbótar rannsóknartengt meistaranám. Áratuginn þar á eftir innrituðust engir nemendur eða fram til háskólaársins 2006­2007 þegar einn nemandi var tekinn inn. Þess ber að geta að fyrstu árin var inntaka í MA­nám háð því að nemar fengju styrk úr Rannsóknarnámssjóði Háskóla Íslands til þess að greiða fyrir það ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996﴿ en það breyttist síðan og nú geta allir nemendur, sem hafa lokið BA­námi í greininni, sótt um í MA­námið. Á undan­ förnum árum hefur aðsókn í MA­nám farið vaxandi eins og sjá má á mynd 7. Árið 1996 útskrifaðist fyrsti nemandi með MA­gráðu í námsgreininni frá Háskólanum en alls hafa sjö útskrif­ ast þaðan með þá gráðu og sá síðasti 2014 ﴾Háskóli Ís­ lands, 2014a; Jóna Margrét Guðmundsdóttir vefpóstur, 27. febrúar 2013﴿. Mynd 8 sýnir dreifingu útskrifta úr MA­námi eftir árum. Sem sjá má á mynd 8 hafa alls sjö nemendur lokið MA­námi ﴾Háskóli Íslands, 2014a; Jóna Margrét Guð­ *Inntökum fyrir haustmisseri 2014 er ólokið og eftir eru inntökur fyrir vormisseri 2015. Mynd 6: Dreifing samþykktra umsókna í diplómanám eftir árum, 2008-2009 til 2014-2015 2 Farið var yfir nafnalista umsækjenda til þess að tryggja að þeir sem höfðu sótt um og verið samþykktir í námið oftar en einu sinni væru aðeins taldir með í síðasta skipti sem þeir sóttu um. *Inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Mynd 7: Dreifing samþykktra umsókna í MA-nám eftir árum 1993-1994 til 2014-2015 *Útskriftum á haustmisseri 2014 er ólokið Mynd 8: Dreifing útskrifta úrMA-námi eftir árum, 1996 til 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.