Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 58

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 58
Bókasafnið 38. árg. 2014 58 Bragadóttir, 1998﴿. Þess ber að geta að þeir sem útskrif­ uðust úr starfsréttindanámi eru taldir með í mynd 1 hér að ofan. Þó svo að starfsréttindanámið hafi vissulega verið góð viðbót við námsleiðir í bókasafns­ og upplýsinga­ fræði á sínum tíma þurftu þeir nemendur sem það tóku að bæta við sig tveggja ára námi sem var eingöngu á BA­stigi. Námsgreinin hafði hug á að bæta stöðu þess­ ara nemenda svo að námið yrði þeim verðmætara. Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á MLIS­nám ﴾Master of Library and Information Science﴿ í bókasafns­ og upp­ lýsingafræði og hófst kennslan háskólaárið 2004­2005 ﴾Háskóli Íslands, 2004a﴿. Það nám leysti af hólmi starfs­ réttindanámið sem áður hafði verið kennt á BA­stigi. Þeim sem áður höfðu lokið starfsréttindanámi var jafn­ framt boðið að uppfæra það nám á framhaldsstig ﴾Ág­ ústa Pálssdóttir, 2009﴿. MIS­námið er til 120 ECTS­eininga. Lokahnykkurinn í náminu er meistaraprófsritgerð til 30 ECTS. Námið er ætlað þeim sem þegar hafa lokapróf í annarri háskóla­ grein en bókasafns­ og upplýsingafræði, eins og fyrr segir, það er nemendum sem lokið hafa BA­gráðu í hinum ýmsu greinum hug­ og félagsvísinda, BEd­gráðu í kennaranámi og BS­gráðu í raungreinum svo að dæmi séu tekin. Námið gefur hinu fyrra háskólaprófi því aukið gildi svo að um munar ﴾Ný og spennandi námsleið, 2004﴿. MLIS­námið við Háskóla Íslands var þróað með hliðsjón af alþjóðlegum samtökum á sviði bókasafns­ og upplýsingafræði og stuðst var við Standards for Library Schools Update: Report 1999 frá Alþjóðasambandi bókasafns­ og bókavarðafélaga ﴾IFLA﴿, Standards for Accreditation of Masters Programs in Library and In­ formation Studies 1992 frá Sambandi bandarískra bókasafna ﴾ALA﴿ og Competencies for Special Librarians of the 21st Century frá Sambandi bókavarða í sérfræði­ og rannsóknarbókasöfnum ﴾SLA﴿. Það tók enn fremur mið af öðru framhaldsnámi innan Háskóla Íslands svo sem MPA­námi ﴾Master of Public Admin­ istration﴿ og MSW­námi ﴾Master of Social Work﴿ í fé­ lagsráðgjöf ﴾Clyde, 2004﴿. Á mynd 3 má sjá dreifingu samþykktra umsókna í MLIS­námið eftir árum. Alls hafa umsóknir frá 173 nemendum verið sam­ þykktar í MLIS­námið frá upphafi.1 Sem sjá má á mynd 3 hefur verið töluverð uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu þegar það hófst en 35 umsóknir voru samþykktar háskólaárið 2004­2005. Í kjölfarið dró nokkuð úr fjölda umsókna en á síðari árum hefur aðsóknin farið vaxandi og voru 23 umsóknir samþykktar fyrir háskólaárið 2013­ 2014 ﴾Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Alls hafa 29 umsóknir verið samþykktar fyrir haustmisseri 2014 en hafa ber í huga að inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Því getur samþykktum umsóknum í MIS­nám Mynd 2: Fjöldi nemenda sem luku starfsréttindanámi, 1990 til 2006 *Inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Mynd 3: Dreifing samþykktra MLIS-umsókna eftir árum, 2004-2005 til 2014-2015 *Útskriftum á haustmisseri 2014 er ólokið. Mynd 4: Dreifing útskrifta úrMLIS-námi eftir árum 2005 til 2014 1 Þess má geta að í sumum tilvikum sækja sömu nemendurnir um, og eru samþykktir inn í námið, oftar en einu sinni. Farið var yfir nafnalista umsækjenda og þeir aðeins taldir með í síðasta skipti sem þeir sóttu um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.