Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 58

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 58
Bókasafnið 38. árg. 2014 58 Bragadóttir, 1998﴿. Þess ber að geta að þeir sem útskrif­ uðust úr starfsréttindanámi eru taldir með í mynd 1 hér að ofan. Þó svo að starfsréttindanámið hafi vissulega verið góð viðbót við námsleiðir í bókasafns­ og upplýsinga­ fræði á sínum tíma þurftu þeir nemendur sem það tóku að bæta við sig tveggja ára námi sem var eingöngu á BA­stigi. Námsgreinin hafði hug á að bæta stöðu þess­ ara nemenda svo að námið yrði þeim verðmætara. Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á MLIS­nám ﴾Master of Library and Information Science﴿ í bókasafns­ og upp­ lýsingafræði og hófst kennslan háskólaárið 2004­2005 ﴾Háskóli Íslands, 2004a﴿. Það nám leysti af hólmi starfs­ réttindanámið sem áður hafði verið kennt á BA­stigi. Þeim sem áður höfðu lokið starfsréttindanámi var jafn­ framt boðið að uppfæra það nám á framhaldsstig ﴾Ág­ ústa Pálssdóttir, 2009﴿. MIS­námið er til 120 ECTS­eininga. Lokahnykkurinn í náminu er meistaraprófsritgerð til 30 ECTS. Námið er ætlað þeim sem þegar hafa lokapróf í annarri háskóla­ grein en bókasafns­ og upplýsingafræði, eins og fyrr segir, það er nemendum sem lokið hafa BA­gráðu í hinum ýmsu greinum hug­ og félagsvísinda, BEd­gráðu í kennaranámi og BS­gráðu í raungreinum svo að dæmi séu tekin. Námið gefur hinu fyrra háskólaprófi því aukið gildi svo að um munar ﴾Ný og spennandi námsleið, 2004﴿. MLIS­námið við Háskóla Íslands var þróað með hliðsjón af alþjóðlegum samtökum á sviði bókasafns­ og upplýsingafræði og stuðst var við Standards for Library Schools Update: Report 1999 frá Alþjóðasambandi bókasafns­ og bókavarðafélaga ﴾IFLA﴿, Standards for Accreditation of Masters Programs in Library and In­ formation Studies 1992 frá Sambandi bandarískra bókasafna ﴾ALA﴿ og Competencies for Special Librarians of the 21st Century frá Sambandi bókavarða í sérfræði­ og rannsóknarbókasöfnum ﴾SLA﴿. Það tók enn fremur mið af öðru framhaldsnámi innan Háskóla Íslands svo sem MPA­námi ﴾Master of Public Admin­ istration﴿ og MSW­námi ﴾Master of Social Work﴿ í fé­ lagsráðgjöf ﴾Clyde, 2004﴿. Á mynd 3 má sjá dreifingu samþykktra umsókna í MLIS­námið eftir árum. Alls hafa umsóknir frá 173 nemendum verið sam­ þykktar í MLIS­námið frá upphafi.1 Sem sjá má á mynd 3 hefur verið töluverð uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu þegar það hófst en 35 umsóknir voru samþykktar háskólaárið 2004­2005. Í kjölfarið dró nokkuð úr fjölda umsókna en á síðari árum hefur aðsóknin farið vaxandi og voru 23 umsóknir samþykktar fyrir háskólaárið 2013­ 2014 ﴾Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Alls hafa 29 umsóknir verið samþykktar fyrir haustmisseri 2014 en hafa ber í huga að inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Því getur samþykktum umsóknum í MIS­nám Mynd 2: Fjöldi nemenda sem luku starfsréttindanámi, 1990 til 2006 *Inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Mynd 3: Dreifing samþykktra MLIS-umsókna eftir árum, 2004-2005 til 2014-2015 *Útskriftum á haustmisseri 2014 er ólokið. Mynd 4: Dreifing útskrifta úrMLIS-námi eftir árum 2005 til 2014 1 Þess má geta að í sumum tilvikum sækja sömu nemendurnir um, og eru samþykktir inn í námið, oftar en einu sinni. Farið var yfir nafnalista umsækjenda og þeir aðeins taldir með í síðasta skipti sem þeir sóttu um.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.