Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 55
Bókasafnið 38. árg. 2014
55
ingar og miðlunar upplýsinga. Má þar telja stofnun nýrra
fræðigreina innan Háskólans, síaukna tæknivæðingu
safnkosts, sívaxandi upplýsingamagn og nýtt og breytt
lagaumhverfi á sviði bókasafns og upplýsingamála
﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013﴿. Þessar nýjungar fólu
meðal annars í sér auknar kröfur um áreiðanlega upp
lýsingaþjónustu og –miðlun svo og sérþekkingu á skipu
lagningu þekkingar, það er flokkun hennar, lyklun og
skráningu samkvæmt alþjóðastöðlum.
Námsgreinin innan heimspeki og félagsvísinda
Nám í bókasafnsfræði hófst innan heimspekideildar
Háskóla Íslands 1956. Í upphafi veitti Björn Sigfússon
þáverandi háskólabókavörður kennslunni forstöðu ﴾Há
skóli Íslands, 1956﴿. Nemendur sem í fyrstu lögðu stund
á fræðigreinina voru einkum þeir sem höfðu lært íslensk
fræði eða sagnfræði. Framan af var aðaláhersla lögð á
kennslu í efnisflokkun og skráningu rita, bókfræði, hand
ritalestri svo og starfsþjálfun. Talsvert hefur verið fjallað
um upphafsár kennslu í námsgreininni ﴾sjá til dæmis
Friðrik G. Olgeirsson, 2004; Sigrún Klara Hannesdóttir,
1997﴿. Hér verður því einungis stiklað á stóru hvað hana
varðar.
Árið 1957 luku fyrstu tveir nemendur fyrsta stigi í
bókasafnsfræði eða eins vetrar námi í fræðigreininni. Á
næstu árum bættust nokkrir í hópinn og þegar kennsla til
BAprófs í bókasafnsfræði hófst háskólaárið 19631964
höfðu samtals 13 nemendur lokið einu til tveimur stigum
í náminu. Fræðigreinin var loks viðurkennd sem sjálf
stæð háskólagrein við Háskóla Íslands þegar fyrsti nem
andi lauk BAprófi 1964 ﴾Friðrik G. Olgeirsson, 2004﴿.
Námsgreinin bjó við þröngan kost framan af og öll nám
skeið voru kennd af stundakennurum. Hún hafði fyrst á
að skipa föstum kennara 1975 þegar fyrsti lektor var
ráðinn til kennslunnar ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿.
Það sem einkum hafði áhrif á þróun og breytingu
bókasafnsmála til batnaðar var að Bókavarðarfélag Ís
lands var sett á fót 1960. Meðal markmiða félagsins var
að efla kennslu á sviðinu ﴾Friðrik G. Olgeirsson, 2004﴿.
Félagsmenn sáu um útgáfu fyrstu íslensku handbókar
innar um skáningu rita í samræmi við enskamerísku
skráningarreglurnar ﴾Skráningarnefnd Bókavarðarfélags
Íslands, 1970﴿, stóðu að þýðingu Dewey Decimal Class
ification System yfir á íslensku ﴾Dewey, 1970﴿ og stuðl
uðu að útgáfu fréttabréfsins Fregna og tímaritsins
Bókasafnins. Auk þessa varð stofnun félagsins til þess
að efla tengsl og samstarf milli starfsfólks jafnt innan
lands sem á erlendum bókasöfnum.
Stofnun Félags bókasafnsfræðinga 1973 renndi
frekari stoðum undir fræðigreinina og stöðu bókasafns
fræðinga og stuðlaði að frekari samvinnu við erlenda
aðila ﴾Friðrik G. Olgeirsson, 2004﴿. Þar sem eitt af
markmiðum félagsins var að efla menntun í fræðigrein
inni setti það fram þá kröfu að nám í bókasafnsfræði við
Háskólann yrði endurskoðað. Í framhaldinu voru fengnir
erlendir sérfræðingar, dr. G. Edward Evans frá Denver,
Colorado og Douglas J. Foskett frá Bretlandi til þess að
vinna að tillögum um framtíðarskipan námsins. Félag
bókasafnsfræðinga setti einnig á fót nefnd til þess að
gera tillögur um námsskipan. Þótt tillögur þessara aðila
væru að mörgu leyti ólíkar voru þær þó samhljóða um
að ráða þyrfti fastan kennara í bókasafnsfræði ﴾Sigrún
Klara Hannesdóttir, 1996﴿.
Námsgreinin starfaði innan heimspekideildar þar til
félagsvísindadeild var sett á fót við Háskólann í sept
ember 1976. Námsgreinar hinnar nýju deildar voru fé
lagsfræði, stjórnmálafræði og mannfræði, en þær höfðu
áður starfað innan sérstakrar námsbrautar, auk bóka
safnsfræði, sálfræði og uppeldis og kennslufræði sem
áður töldust til heimspekideildar ﴾Inga Dóra Sigfúsdóttir,
1997﴿. Bókasafnsfræðin hefur síðan vaxið og dafnað
meðal félagsvísindanna og stefnt hefur verið að því að
þróa námsgreinina og aðlaga að breytingum í starfsum
hverfi hennar.
Árið 1977 var annar lektor ráðinn til starfa ﴾Sigrún
Klara Hannesdóttir, 1997﴿. Lengst af hafa þrír fastir
kennarar starfað við kennsluna á sama tíma, á tímabili
voru þeir fjórir ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996﴿ en nú
stefnir í að þeir verði einungis tveir. Til viðbótar föstum
kennurum hefur talsverður fjöldi stundakennara kennt
við námsgreinina í tímans rás og hún hefur átt því láni
að fagna að hafa notið starfskrafta erlendra gistikennara
frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Danmörku og Bretlandi.
Námsgreinin í ljósi ESB/EFTA-gæðamats
Í júní 1995 var gefin út skýrsla hóps sérfræðinga utan
námsgreinarinnar. Vinnan var hluti af evrópsku verkefni og
skýrslan greindi frá niðurstöðum gæðamats á kennslu í
bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins
var að leitast við að sannreyna reglur sem notaðar höfðu
verið til þess að meta gæði háskólakennslu, einkum að
komast að því hvort reglurnar væru jafnnothæfar fyrir
raungreinar annars vegar og starfstengdar háskólagreinar
hins vegar ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir munnleg heimild,
11. júní 2012﴿. Menntamála¬ráðuneytið og ESB/EFTA
valdi bókasafnsfræðina sem aðra tveggja starfstengdra
greina innan Háskólans til þess að taka þátt í verkefninu
﴾Menntamálaráðuneytið, 1995﴿.
Á þeim tíma starfaði námsgreinin samkvæmt stefnu
og markmiðum frá 1983. Þau voru skilgreind í tilefni af