Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 6

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 6
Bókasafnið 38. árg. 2014 6 þróun þessara þátta í Bandaríkjum Norður Ameríku ﴾BNA﴿ þar sem höfundur bjó um nokkurra ára skeið og tók meistarapróf í færðigreininni. Tímabært er að huga að viðmiðum fyrir áframhaldandi þróun námsframboðs fræðigreinarinnar. Leitað er svara við þeirri spurningu hvernig námsframboði sé best háttað við þær aðstæður sem ríkja þegar greinin er skrifuð. 1 .1 Áhrif miðlunarmenningar á vinnumenningu Frá upphafi hefur vinna verið nauðsynleg fyrir af­ komu fólks, lengst af líkamleg vinna, í fyrstu við söfnun og veiðar og síðar við landbúnaðarstörf í þúsundir ára. Á því skeiði fluttist verkkunnátta milli kynslóða með tilsögn og sýnikennslu ﴾Goldschmidt, 1967 ﴾c1959﴿, s. 59; Kranzberg, 2014; Lenski, 2005, s. 89­92; Stefanía Júlí­ usdóttir, 2013a; Webster, 2010 ﴾1995﴿, s. 263­273﴿. Stærri verk kölluðu á skipulagningu sem talin er hafa komið til sögunnar meðal forfeðra hins viti borna manns ﴾Homo sapiens﴿ og einnig samvinnu sem samskiptakerfi gerðu mögulega ﴾Kranzberg, 2014; Mayr, 1977 ﴾1963﴿, s. 385­386; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Slík kerfi voru fólki nauðsynleg, bæði fyrir vinnuskipulag og vegna þess að vitneskja um framþróun vinnutækni dreifist ekki sjálfvirkt. Samskiptakerfi hafa haft grundvallaráhrif á hvers konar þekkingu var hægt að vista og miðla ﴾Eisenstein, 1997 ﴾1979﴿, s. 697; Havelock, 1986, s. 27; Innis, 2003 ﴾1951﴿; Mayr, 1977 ﴾1963﴿, s. 385­386; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Þegar þetta var ritað gerðu upplýsingatækni ﴾rafrænir miðlar og tvíundatáknkerfið ﴾binary code﴿﴿ kleift að beisla og miðla þekkingu og upplýsingum á skjótan og ódýran máta. Sú þróun var að sumra dómi undirstaða efna­ hagslegra framfara ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson, 2005, s. 65­66﴿. 1 .2 Miðlun vinnuþekkingar á Íslandi Við landnám Íslands var mest öll þekking geymd huglægt og henni miðlað munnlega með táknkerfi tungumáls. Það átti við um þekkingu fyrir stjórnsýslu­ störf, trúariðkun og alla almenna vinnu. Rúnir, ritun­ akerfir þess tíma, hafa ekki verið taldar táknkerfi til ritunar bókmennta svo heitið geti. Í kjölfar kristnitöku hér á landi árið 1000 barst latneska letrið til landsins. Breyting varð á geymd og miðlun þekkingar fyrir stjórnsýslu og trúarbrögð og á 12. öld hófst umfangs­ mikil ritun bókmenntaverka. Þrátt fyrir að notkun lat­ ínuleturs sé talin hafa verið almennari hér en í öðrum Evrópulöndum var almennri vinnuþekkingu miðlað munnlega og með sýnikennslu fram á 20. öld. Meðal ástæðna þess er væntanlega að sú tegund miðlunar var hagkvæmust miðað við að helstu atvinnuvegir lands­ manna voru landbúnaður og fiskveiðar, sem héldust frumstæðir fram á 20. öld. Um það vitnar meðal annars dreifð byggð landsins sem bendir til frumstæðra atvinnuhátta, en byggðamunstur er talin sterk vís­ bending um stöðu atvinnuhátta. Jafnframt er sérhæfing starfa talin tengd þéttbýlismyndun en hún kom til seinna á Íslandi ﴾sjá töflu 1﴿ en í nágrannalöndum okkar ﴾Ásdís Egilsdóttir, 2000, s. 357­359; Einar Sigurðsson, 1974; Gísli Sigurðsson, 1994; Guild, 2014; Inga Huld Hákon­ ardóttir, 1992, s. 275; Guðmundur Jónsson og Magnús Magnússon, 1997, s. 201­215; Price, 1978, s. 165; Soffía Guðný Guðmundsdóttir og Laufey Guðnadóttir, 2002; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Með sérhæfingu starfa skapaðist þörf fyrir ritaðar heimildir atvinnuþekk­ ingar og fyrir ritaðar upplýsingar til atvinnutengdra nota. Sú þörf hefur stöðugt vaxið. Annar mikilvægur þáttur sem talinn er tengjast þétt­ býlismyndun er almennt læsi. Þrátt fyrir dreifbýlið hér­ lendis var læsi talið almennt við lok 18. aldar, sem telst til undantekninga í Evrópu þess tíma. Almennt læsi er, Tafla 1: Breytingar á íbúafjölda og byggðaþróun

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.