Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 65

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 65
Bókasafn Reykjanesbæjar var flutt í sumarbyrjun 2013 og opnað á nýjum stað 11. júní sama ár. Um var að ræða þriðju flutningana í sögu safnsins, sem rekja má aftur til ársins 1957 þegar ný bókasafnslög voru samþykkt. Fyrstu 16 árin var safnið starfrækt á loftinu í íþróttahúsi Myllubakkaskóla en var flutt árið 1974 að Mánagötu 7 í húsnæði sem var og er í dag einbýlishús. Árið 1993 varð mikil bylting í húsnæðismálum safnsins þegar það var opnað að nýju eftir flutning í rúmlega 1100 m² húsnæði í Kjarna við Hafnargötu 57. Þar hafði safnið aðsetur í tæp 20 ár eða þar til í sumarbyrjun 2013. Það var með kvíðablandinni tilhlökkun sem starfs­ menn Bókasafns Reykjanesbæjar réðust í flutning í maí­ mánuði 2013. Starfsfólk bókasafna veit sem er að það er ekki auðvelt að flytja stórt almenningsbókasafn. Á sama tíma fylgdi því tilhlökkun og hagræðing að komast nær menningarsviði og öðru starfsfólki Reykjanesbæjar. Öll kjarnastarfsemi bæjarins er nú komin undir eitt þak, í Ráðhúsi við Tjarnargötu 12. Byrjað var að huga að flutningum í ársbyrjun 2013 og reynt að undirbúa þá eins vel og unnt var samhliða daglegum rekstri. Teikningar af nýju húsnæði voru skoðaðar vandlega og starfsfólki var fljótlega ljóst að nýju húsa­ kynnin voru töluvert minni en þau í Kjarna. Það þýddi að grisja þurfti safnkostinn eins og kostur var. Ráðist var í þann niðurskurð á vormánuðum og í framhaldi hóf starfsfólk að ganga frá geymslubókum í kassa. Safninu var síðan lokað í maí og framan af júní­ mánuði til þess að klára flutninginn og undirbúa opnun á nýjum stað. Reynslan af þessum flutningum var því öðruvísi en af flutningunum tveimur áratugum fyrr, þegar húsnæðið stækkaði um rúmlega 800 fermetra. Nú eru húsakynnin 840 m² og þótt ráðist hafi verið í grisjun er hluti safn­ Svanhildur Eiríksdóttir er bókmennta­ og stjórnsýslufræðingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Bókasafn Reykjanesbæjar í nýtt húsnæði Svanhildur Eiríksdóttir Mynd 1. Tjarnargata 12 Mynd 2. Barnadeild eftir breytingar Mynd 3. Horft niður af annarri hæð

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.