Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 54

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 54
Bókasafnið 38. árg. 2014 54 skólaárinu 2013­2014. Áfram verður í boði að ljúka framhaldsnámi við greinina. Loks eru birtar umræður og samantekt. Aðferðafræði Markmiðið með ritun greinarinnar var að skoða og færa til bókar sögu, þróun og stöðu námsgreinar í bóka­ safns­ og upplýsingafræði, nú upplýsingafræði, frá því að hún hóf göngu sína í Háskóla Íslands og til nútímans. Við þá athugun var notuð sú aðferð að rannsaka fyrir­ liggjandi skjalfest gögn sem námsgreinina vörðuðu svo og gögn innan og í tengslum við Háskóla Íslands ﴾Hartley, 1999﴿. Í því sambandi voru upplýsingar bæði í skjalasöfnum starfseininga og á heimasíðu Háskólans rannsökuð ﴾Edwards, Thomas, Rosenfeld og Booth­ Kewley, 1997﴿ auk útgefins efnis varðandi Háskólann. Þá voru gögn úr ytra umhverfi námsgreinarinnar skoðuð svo sem viðeigandi lög og útgefin rit. Tafla 1 gefur yfirlit yfir fyrirliggjandi gögn úr innra og ytra umhverfi náms­ greinarinnar. Gagnasafn þetta flokkast undir eigindleg gögn en við greiningu slíkra gagna er ekki hægt að fylgja eins af­ mörkuðum reglum og við greiningu megindlegra gagna þó svo að leitast sé við að ná fram sem skýrastri mynd af viðfangsefninu ﴾Williamson, 2002﴿. Við skoðun á fyrir­ liggjandi efni úr innra og ytra umhverfi námsgreinarinnar var leitast við að fylgja vinnuferlum orðræðugreiningar ﴾discourse analysis﴿ eins og unnt var ﴾Fairclough, 1993/2002; Hennink, Hutter og Bailey, 2011; Schwandt, 1997﴿. Gögnin voru lesin á kerfisbundinn hátt og reynt var að rýna þau með tilliti til þess hvernig þau gætu varpað ljósi á sögu, þróun og stöðu námsgreinarinnar og hvort hún hefði þróast í samræmi við kröfur og viðmið í ytra umhverfi. Vaxandi þörf fyrir sérmenntað starfsfólk Segja má að þörf fyrir miðlun almennrar verkþekk­ ingar í rituðu máli hafi ekki skapast á Íslandi fyrr en á 20. öld þegar atvinnuhættir og verkmenning breyttust. Þeg­ ar kom fram á miðja öldina höfðu atvinnuhættir, bæði landbúnaður og fiskveiðar, náð að þróast og þjóðin tekin að iðnvæðast ﴾Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, 1997﴿. Á þeim tíma varð einnig ljóst að það kerfi, sem not­ að hafði verið til bóklegrar þekkingarmiðlunar, það er lestrarfélög starfrækt af ólaunuðum sjálfboðaliðum, var ófullnægjandi fyrir þekkingar­ og upplýsingaþörf lands­ manna. Það lýsir sér meðal annars í því að fyrstu lög um almenningsbókasöfn, nr. 42/1955, voru sett um miðja öldina þó svo að þar sé ekki gerð krafa um menntun þeirra sem gegndu starfi á almenningsbókasöfnum. Þá var talin þörf á sérmenntuðu fólki til þess að sinna bóklegri þekkingarþörf landsmanna sem leyst skyldi með því að hefja kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013﴿. Háskóli Íslands var settur á laggirnar 1911. Háskólinn er opinber stofnun og honum var ætlað að koma að mótun íslenska þjóðríkis­ ins ﴾Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guðmundsson, 2011﴿. Á fimmta áratugnum var Atvinnudeild Háskólans stofnuð en henni var ætlað að standa að rannsóknum í landbúnaði, fiskveiðum og iðnaði. Meginstarfsemi Háskólans hafði fram til þess tíma verið menntun embættismanna, presta, lækna og lögfræðinga ﴾Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matth­ íasdóttir og Magnús Guðmundsson 2011﴿. Þegar kom fram um miðja síðustu öld bendir stofnun kennslu í bókasafnsfræði, árið 1956 ﴾Háskóli Íslands, 1956﴿, til þess að aukin þörf á sérmenntuðu starfsfólki í bóka­ safnsfræði hefði skapast bæði meðal landsmanna al­ mennt sem innan vísinda­ og háskólasamfélagsins. Árið 1965 voru þrjár sjálfstæðar rannsóknarstofnan­ ir settar á fót með lögum um rannsóknir í þágu atvinnu­ veganna, nr. 64/1965, Hafrannsóknarstofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun. Stofnanir þessar tóku við hlutverki Atvinnudeildar Há­ skólans. Atvinnudeildin hafði notið þjónustu Háskóla­ bókasafns en með nýja fyrirkomulaginu var sérstökum sérfræðibókasöfnum komið á fót innan stofnananna þriggja. Allt frá áttunda áratug síðustu aldar komu enn fremur til sögunnar breytingar og nýjungar sem stuðluðu að aukinni þörf fyrir sérmenntað starfsfólk til skipulagn­ Fyrirliggjandi skráð efni Ársskýrslur Brautskráningaryfirl it Fundargerðir Kennsluskrár Lög Samningar Skráningar nemenda, yfirl it Stefnur Útgefin rit Úttektarskýrslur Tafla 1: Gagnaöflun

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.