Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 PI PA R\ TB W A • SÍ A ÖRYGGISHNAPPUR Öryggishnappurinn eykur öryggi aldraðra og sjúkra og tryggir að aðstoð berist strax. Hjúkrunarfræðingur á sólarhringsvakt Reykskynjari tengdur stjórnstöð fylgir með Morgunblaðið/Eggert Vöruhönnuðurinn Á rannsóknarborði sínu á sýningunni gerir Elsa Dagný grein fyrir hugsuninni sem að baki býr. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ætla mætti að skart-gripir smíðaðir úrtönnum manna félluhelst í kramið hjá pönkurum og gothurum og þeim sem fyrir eru skreyttir mikilfenglegu húð- flúri og svokölluðu „piercing“ eða ga- taskarti. Þótt tennur séu efniviðurinn í fínlegum skartgripum sem Elsa Dagný Ásgeirsdóttir lagði fram sem hluta af lokaverkefni sínu í vöruhönn- un frá Listaháskóla Íslands minna þær ekkert á tennur í fljótu bragði. Ekki heldur pönkara og gothara. Tengingin við tennurnar er marg- slungin og helgast af minningum eins og Elsa Dagný lýsir nánar í texta sem fylgir verkinu „Fragments“ á útskrift- arsýningu nema í myndlist, hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands sem opnuð verður í dag klukkan 14.00 í Listasafni Reykjavíkur: „Minningabrot frá fjölskyldu sem dreifð er um landið allt og út fyrir landsteinana koma saman á einum stað í lítilli öskju, falinni í skúffu. Þessi minningabrot eru í formi tanna. Tönn- unum var safnað saman af alúð og hlýju en ekki þótti viðeigandi að hafa þær fyrir allra augum. Jafnvel þótt tennurnar segi fallegar sögur og búi yfir minningum frá fjölskyldunni þykja mörgum mannatennur einar og sér fremur ógeðfelldar. Með því að mylja tennurnar niður í duft og bræða það inn í glerperlur öðlast efnið virði á ný sem skart. Fjölskyldumeðlimirnir geta þá borið skartið sem glugga inn í fortíð og vísun í sameiginlegt minni.“ Þegar Elsa Dagný var lítil þótti henni fyrrnefnd askja heima hjá ömmu sinni og afa mjög leyndardómsfull, aðallega þó vegna þess að hún var ekki höfð sýnileg á heimilinu. Askjan hennar ömmu „Ég sóttist í að skoða innihaldið. Amma safnaði tönnum barna sinna, barnabarna og barnabarnabarna sinna og átti dágott tannasafn þegar hún lést fyrir tveimur árum, en nú eru afkomendurnir hennar orðnir þrjátíu og einn. Amma sagði oft að hún sæti uppi með sjóð sem hún vissi ekkert hvað hún ætti að gera við. Hún hafði þó óljósar hugmyndir um að búa eitt- hvað til úr tönnunum. Við ræddum þetta stundum en það var ekki fyrr en að henni látinni að mér datt í hug að tengja tennurnar lokaverkefni mínu með einhverjum hætti. Verkið hefur því mikla persónulega þýðingu fyrir Minningar úr munni ættingjanna Elsa Dagný Ásgeirsdóttir, nemi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, fjallar um minningabrot fjöl- skyldu sinnar í verkinu „Fragments“ á útskriftarsýn- ingu nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr í Listasafni Reykjavíkur. Efniviðurinn og innblást- urinn komu úr öskju ömmu hennar. Festar Silfrið í festunum er svart og matt til þess að perlurnar njóti sín. Ljósmyndir/Elsa Dagný
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.