Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 N 29 2015 Listahátíð í Reykjavík Dans, jazz & ópera Shantala Shivalingappa @ Borgarleikhúsið — 2. júní Jan Lundgren Trio — Sænskur jazz @ Gamla Bió — 4. júní MagnusMaria @ Þjóðleikhúsið — 3. júní Stofnaðilar Máttarstólpi Bakhjarlar listahatid.is KFUM og KFUK starfrækja sumar- búðir í Kaldárseli sem er við Kald- árselsveg í Hafnarfirði, en á morgun, sunnudag, verður þar mikil vorhátíð. Húsið verður opið milli kl. 15 og 17 og allir eru vel- komnir. Margt skemmtilegt verður í boði, hoppkastali, andlitsmálning, pyls- um og sykurpúðum skellt á grillið, tekið forskot á sæluna og boðið upp á afmælisköku í tilefni af 90 ára afmæli Kaldársels sem verður haldið hátíðlegt í sumar. Ef veður leyfir verður farið í hellaferð. Ef veðrið verður eitthvað að stríða mun það ekki hafa önnur áhrif en þau að hátíðin verður færð inn eins og oft þarf að gera hér á landi og hoppkastalinn verður blás- in upp í íþróttahúsinu. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa ókeypis fjölskylduskemmtun. Gaman Þessir krakkar hoppuðu mikið í Kaldárseli í fyrrasumar. Ókeypis fjölskylduskemmtun í Kaldárseli Gleði Hún er sannarlega við völd gleðin hjá krökkunum sem dvelja í Kaldárseli og alltaf nóg um að vera. Heimilislegir sunnudagar eru fastur liður á Kex Hosteli alla sunnudaga en þá eru látlausir viðburðir fyrir fjöl- skyldufólk á öllum aldri. Á morgun, sunnudag, mun Maria Dalberg jóga- kennari stýra jóga fyrir börn, mömmur, pabba, afa og ömmur. Kennt verður í tveimur hollum og er fyrri tíminn kl. 13 en seinni tíminn kl. 13:30. Gott væri ef fólk tæki með sér jógadýnur. Ókeypis og allir velkomnir. Annað kvöld ætlar dúettinn Hugar, þeir Bergur Þórisson og Pétur Jóns- son, að halda tónleika í Gym & Tonic- salnum á Kex Hosteli. Tónleikarnir verða einskonar útgáfutónleikar þeirra fyrstu plötu sem kom út sum- arið 2014 en þó verða leikin ný lög í bland við efni plötunnar. Öllu verður til tjaldað og vel valdir hljóðfæraleikarar ætla að spila með hljómsveitinni á tónleikunum sem hefjast kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Heimilislegur sunnudagur á Kexinu og Hugar að kveldi Hugar Spila annað kvöld. Krakkajóga og tónleikar Dauðinn og allt sem að honumlýtur er ekkert tabú í hugahinnar rúmlega þrítugu Ca- itlin Doughty frá Havaí. Þvert á móti er henni dauðinn hugleikinn og raunar svo mikið áhugamál að jaðr- ar við þráhyggju. Ekkert skrýtið kannski að dauðinn sé lifibrauð hennar og hafi verið í hartnær ára- tug. Doughty hefur getið sér þó nokkra frægð fyrir bókina Reyk- urinn fer í augun og aðrar lexíur frá líkbrennslustofunni (Smoke Gets in Your Eyes & Other Lessons from the Crematory) sem kom út í haust og náði fljótlega upp í 14. sæti hjá The New York Times og 10. hjá The Los Angeles Times á lista yfir innbundnar fræðibækur. Núna er Doughty í kynningarferð um Evrópu með bókina sína og jafnframt hálfgerðri herferð til að breyta hugarfari fólks og afstöðu til dauðans. Hún segist með bókinni vilja svipta leyndarhulunni og fá fólk til að tala opinskátt um dauð- ann og horfast í augu við dauðleika sinn. Þótt sjálf sé hún útfararstjóri hvetur hún aðstandendur til að sniðganga útfararstjóra og hlúa sjálft að og búa látna ástvini til greftrunar. Afturhvarf til fortíðar Henni finnst ríkjandi afstaða til dauðans vera óheilbrigð og kallar hana „frá augunum, úr huganum“ enda vilji fólk fyrst og fremst koma líki aðstandanda síns sem fyrst í burtu. Doughty hugnast betur siðir eins og tíðkuðust áður en útfar- arstofurnar ruddu sér til rúms á þriðja tug liðinnar aldar. Þá bjuggu fjölskyldurnar í sameiningu um lík- in heima í stofu, grófu gröfina eigin höndum og fjöldi manns mætti við líkbrennsluna þar sem þeir ræddu um dauðann frá ýmsum hliðum. Fljótlega eftir meistaranám í miðaldasögu með áherslu á dauða og nornaveiðar frá Chicago- háskólanum fluttist Doughty til Los Angeles og réð sig til starfa hjá lík- brennslustofu. Þótt hún væri alls- endis reynslulaus lét atvinnuveit- andinn hana ganga í öll störf. Hún ók hvítum, gluggalausum sendibíl og sótti lík á heimili og spítala, hátt í ellefu lík í hverri ferð – og mátti vitaskuld ekki til þess hugsa að lenda í árekstri. Hennar starf var líka að snyrta líkin til að aðstand- endur gætu barið þau augum í hinsta sinn, brenna og skila svo ösk- unni til fjölskyldunnar. Caitlin Doughty var alsæl. Svo sæl reyndar að hún ákvað að hefja nám til að fá réttindi sem útfarar- stjóri. Þá fyrst kveðst hún hafa átt- að sig á hversu aðstandendum er haldið frá að taka þátt í dánarferl- inu. Hugmyndir Doughty vekja að vonum ekki mikla hrifningu útfar- arstofa þar vestra. Ef fólk vill ekki láta brenna sig, leggur hún til að jarðarförin sé haldin heima. „Næst- um öllum sem haldið hafa jarð- arfarir heima og sjálfir snyrt líkið finnst reynslan bæði jákvæð og gef- andi. Ef þeir hafa raunverulega elskað manneskjuna, líður þeim mjög vel eftir að hafa hlúð að henni með þessum hætti,“ segir hún. „Dauðaafneitunarskápurinn“ Árið 2011 hafði hún forgöngu um stofnun Reglu hins góða dauða, The Order of the Good Death, fyrir sér- fræðinga í útfararþjónustu og fræðimenn sem áhuga hafa á að skoða dauðann á nýjan hátt. Einnig hefur hún sett nokkur myndbönd á YouTube sem hún kallar Spyrðu út- fararstjóra, Ask A Mortician, þar sem hún fjallar um dauðann frá mörgum hliðum. Hún segir nauð- synlegt að fólk komi út úr „dauðaaf- neitunarskápnum“. Í vor hyggst Doughty opna eigin útfararstofu í Los Angeles, fjöl- skylduvæna útfararstofu. Reykurinn fer í augun og aðrar lexíur úr líkbrennslustofunni Dauðinn er ekkert tabú Útfararstjórinn Caitlin Doughty les úr bók sinni í Seattle árið 2014. Næstum öllum sem haldið hafa jarð- arfarir heima og sjálfir snyrt líkið finnst reynslan bæði jákvæð og gefandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.