Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 14

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Ársskýrslan er opin öllum Kynntu þér starfsemi og afkomu Landsvirkjunar á arsskyrsla2014.landsvirkjun.is Opinn ársfundur Landsvirkjunar verður 5. maí í Hörpu. Allir velkomnir. Í ár eru 50 ár frá stofnun Lands- virkjunar. Búrfellsstöð var fyrsta stórframkvæmd fyrirtækisins. Ítarleg umfjöllun um aukna eftirspurn eftir íslenskri raforku, fjölbreytta virkjunarkosti, umhverfisrannsóknir og trausta fjárhagsstöðu fyrirtækis í eigu allra landsmanna. Nemendur sem hefja nám í fram- haldsskóla nú í haust munu ljúka stúdentsprófi á þremur árum í stað fjögurra. Samtímis er aðalnámskrá framhaldsskóla að fullu innleidd. Þessi breyting felur í sér að væntan- lega útskrifast helmingi fleiri nem- endur á árinu 2018 þar sem tveir ár- gangar útskrifast. Samráð við ráðuneyti Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs hjá Háskóla Íslands, segir skólann ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir til að bregðast við þessum tvöfalda árgangi stúd- enta sem mun útskrifast 2018. „Í raun eru ekki hafnar neinar ráðstafanir að öðru leyti en að það er búið að vera samráð við ráðuneytið og við fundum reglulega með for- ystumönnum framhaldsskólanna. Við reynum að átta okkur í samein- ingu á því hvernig þetta gerist og hvaða áhrif þetta muni hafa á inntak námsins og fjölda nemenda. Rætt er um innleiðingu á þessari nýju nám- skrá og hvort hún feli í sér nægan undirbúning fyrir háskólanám,“ seg- ir Þórður. Námið efnislega hið sama Þórður segir engar sérstakar breytingar vera í skoðun varðandi inntak háskólanámsins. Fjöldatak- mörkun innan deilda skólans hafi ekki verið rædd að svo stöddu og kveðst Þórður ekki gera ráð fyrir breytingum hvað þær varðar. Í dag eru fjórar deildir háskólans með inn- tökupróf. Eins og staðan er í dag virðast því helmingi fleiri nemendur þurfa að keppa um jafnmörg pláss árið 2018. Þórður segir þó nauðsynlegt að skoða stöðuna betur þegar nákvæm- ar tölur um nemendafjölda sem út- skrifist á þessu tímamarki komi í ljós. „Reynt er að beita ekki fjölda- takmörkun bara út af þessu. Fjölda- takmörkun byggist á allt öðrum for- sendum. Hún byggist á því hvort við getum og höfum aðstæður til að sinna öllum nemendunum,“ segir Þórður og bendir á að nemendur þurfi til að mynda þjálfun inni á spít- ölum og heilsugæslustöðvum og fjöldi nemenda verði því að taka mið af aðstöðu og öðrum ytri þáttum. Hann bendir þó á að það sé ákveðin viðleitni hjá deildum með fjölda- takmörkun að taka sífellt fleiri í há- skólanám og nefnir þar sérstaklega að hjúkrunarfræði- og læknisfræði- deild hafi verið að hleypa fleiri nem- endum í gegnum inntökupróf. Þórð- ur getur ekki svarað því hvort nemendafjöldi í deildum sem ekki hafa inntökupróf muni breytast. All- ar deildir hafi áhuga á að taka inn sem flesta. Hinir háskólarnir eru meðvitaðir um stöðuna en engar ráðstafanir eða breytingar hafa verið ákveðnar hjá þeim. brynjadogg@mbl.is Fundað vegna styttra náms til stúdentsprófs  Trúlega sækja tvöfalt fleiri um háskólanám árið 2018 Morgunblaðið/Eggert Stytting stúdentsprófs Trúlega sækja tvöfalt fleiri um háskólanám árið 2018. Háskólar hafa ekki gert ráðstafanir en funda um stöðuna. Hallgrímskirkja er sem stendur í öðru sæti í kosningu yfir 50 skrýtn- ustu hús veraldar sem vefsíðan stran- gebuildings.com heldur úti. Aðeins hið dularfulla steinhús í Guimaraes í Portúgal er sagt skrýtnara sam- kvæmt notendum vefsins. Hallgrímskirkja er byggð eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar húsameistara og tók um fjóra áratugi að klára bygginguna. Hún er hæsta kirkja Íslands. Engin ástæða er gefin fyrir því af hverju Hallgrímskirkja er á listanum en eins og nafn vefsíð- unnar gefur til kynna þá er umfjöll- unarefnið fyrir fólk sem hefur áhuga á sérstæðum og undarlegum arki- tektúr. Lítið er vitað um steinhúsið í Guim- araes annað en að það sé einbýlishús úr steini. Ekki er vitað hver á það né hvort það sé notað yfir höfuð. Þá er byggingarár eða hugmyndin á bak við það ekki kunn. Tónlistarhúsið í Porto sem Rem Koolhaas teiknaði og kláraði árið 2005 er í þriðja sæti en engin önnur íslensk bygging er á topp 50 listanum. benedikt@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Skrýtin Hallgrímskirkja þykir í augum sumra skrýtin bygging. Hallgrímskirkja meðal skrýtnustu húsa heims  Aðeins steina- húsið í Guimaraes talið skrýtnara Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra og Robert Douglas Nich- olson, utanríkisráðherra Kanada, áttu á fimmtudag fund í Montreal í aðdraganda ráðherrafundar aðild- arríkja Norðurskautsráðsins, sem hófst í dag í Iqaluit í Kanada. Ráð- herrarnir ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Kanada, m.a. samstarf ríkjanna í öryggis- og varnar- málum, fríverslun og flugmálum. Af alþjóðamálum bar hæst ástand og horfur í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum. Þá bar þeim saman um nauðsyn þess að eiga ná- ið samráð og samstarf í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkaógn. Ráðherrarnir lýstu eindregnum vilja til að efla og víkka samskipti Íslands og Kanada enn frekar. Ræddu samskipti Íslands og Kanada
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.