Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það hefur gengið undir ýmsum nöfn- um undanfarin 141 ár; Tugthúsið, Steinninn, Nían, Fangahúsið eða ein- faldlega Hegningarhúsið. Frá árinu 1874 hefur reisulegt hús á Skóla- vörðustíg 9, hlaðið úr íslensku hraun- grýti, hýst þúsundir manna og kvenna sem dæmd hafa verið til refsi- vistar. Nú hillir undir nýja tíma í sögu hússins og ýmsar hugmyndir hafa komið fram um nýtt hlutverk þess. Þær sem hæst hafa borið tengjast veitinga- eða hótelrekstri og þá hafa heyrst hugmyndir um að þar verði safn. Forstöðumaður fangelsisins ber hlýjan hug til hússins og segist munu sakna þess. Hegningarhúsið er elsta fangelsi landsins, byggt 1874. Staðið hefur til um skeið að starfsemi þess yrði flutt annað, enda hentar húsið ekki til reksturs nútímafangelsis og hefur það undanfarin ár fengið tímabundin starfsleyfi til tveggja ára í senn. Gangi áætlanir eftir verður fangelsið á Hólmsheiði tilbúið fljótlega eftir næstu áramót og starfsemi Hegning- arhússins og Kópavogsfangelsisins flytur þangað vorið 2016. Þar verður pláss fyrir 56 fanga, en nú eru sam- tals 26 pláss í fangelsunum tveimur. 220-300 fangar á ári Í Hegningarhúsinu er pláss fyrir 14 fanga í fimm tveggja manna klef- um og tveimur gæsluvarðhalds- og einangrunarklefum. Þangað koma 220-300 fangar á ári, fangelsið er svo- kallað móttökufangelsi sem þýðir að allflestir karlmenn sem koma til fangavistar byrja þar, en konur fara beint í fangelsið í Kópavogi. Þegar í Hegningarhúsið er komið tekur við læknisskoðun og mat á því hvar best sé að viðkomandi afpláni og hann síð- an fluttur þangað. Þetta mat tekur mislangan tíma; allt frá nokkrum dögum og upp í nokkrar vikur. Í ein- staka tilvikum afplána fangar dóma sína í Hegningarhúsinu og eru þar í nokkra mánuði, oftast að eigin ósk. „Fyrsti fanginn kom inn snemma árs 1875 og hér hafa verið fangar all- ar götur síðan,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Hegning- arhússins. „Áður gegndi hús Stjórn- arráðsins hlutverki fangelsisins, en hætt var að nota það í þeim tilgangi 1815. Næstu 60 árin voru fangar vist- aðir í klefum í Austurstræti, reyndar voru líkamlegar refsingar líka al- Tugthús á tímamótum  Hegningarhúsið þótti of fínt fyrir fanga  Rekið á undanþágum í mörg ár  Forstöðumaður hef- ur áhyggjur af mönnun í nýja fangelsinu á Hólmsheiði  Færri „fastagestir“ með nýjum úrræðum Á bak við fangelsið Lokaður garður er fyrir aftan Hegningarhúsið við Skólavörðustíg þar sem fangar geta farið út tvisvar á dag, kjósi þeir svo. Dómstóll Hegningarhúsið hýsti áð- ur bæði héraðsdóm og hæstarétt. Þvottapottur Kjallari er undir hluta hússins. Þar var áður tómstundaað- staða, þar þvoðu fangar áður föt sín og stendur þvottapottur þeirra þar enn. Í janúar 1955 birtist grein í Lesbók Morg- unblaðsins undir fyrirsögninni „Fyrsti fang- inn kom í hegningarhúsið fyrir 80 árum.“ Þar er sagt frá þeim sem „vígði fangelsið“; fyrsta fanganum sem hét Guðlaugur Sigurðsson. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir þjófnaði af ýmsu tagi; m.a. á sálmabók, brennivíni, sokkum sem héngu á þvottasnúru og smjöri og hafði ýmist setið inni eða verið hýddur fyrir þessi brot. Hann lét sér lítt segjast við þær refsingar og hélt uppteknum hætti við þjófnaði sem leiddi til enn einnar fangels- isvistarinnar og varð hann fyrsti fanginn í Hegningarhúsinu hinn 26. janúar 1875. Í greininni er vitnað í dómsorð frá árinu 1874 þar sem segir m.a. að Guðlaugur sé líklega stelsjúkur. Fólk hafi gert sér grein fyrir því, margir hafi vorkennt honum og ekki kært hann. Að sögn Guðmundar eru til skrár um alla fanga sem hafa verið í Hegn- ingarhúsinu. „Í gamla daga voru afbrot skráð á nokkuð annan hátt en nú og útliti og innræti manna lýst fjálglega. T.d. voru menn sagðir söðul- nefjaðir, rauðeygðir með boginn fót, drykkfelldir og þjófóttir.“ Hann segir að fyrstu árin hafi ástæða fangelsisvistar manna í Hegn- ingarhúsinu yfirleitt verið minniháttar brot. „Sauðaþjófnaður var sígild- ur. Þá var drykkja, slagsmál og almenn leiðindi algeng ástæða. Þetta var mikið til það sem við köllum ekki stórvægileg brot. En það átti þó ekki alltaf við. Meðal fyrstu fanganna var kona sem bar út nýfætt barn sitt hér í Reykjavík 1875 eða ’76,“ segir Guðmundur. Söðulnefjaðir og drykkfelldir FYRSTI FANGINN STAL M.A. SÁLMABÓK, SMJÖRI OG SOKKUM Morgunblaðið/Golli Forstöðumaðurinn Guðmundur hefur veitt Hegningarhúsinu forstöðu frá 1985. Hann segir að sér þyki vænt um húsið, annað sé ekki hægt. Þar sé góður andi og þar hafi hann átt góð samskipti við samstarfsfólk jafnt sem fanga. Upplifðu Frelsi með Ferðapakkanum Með Ferðapakka Símans er miklu ódýrara að nota símann þegar þú ert í útlöndum. Farðu til Bandaríkjanna eða Evrópu* og þú borgar alls staðar sama gjaldið. Sendu SMS-ið „ferdapakki“ í 1900 og stökktu af stað Þú greiðir sama gjald í Bandaríkjunum og Evrópu siminn.is Nú er Ferðapakkinn einnig í boði fyrir Frelsi *Ferðapakkinn gildir innan EES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.