Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 18

Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 18
Settur var á stofn starfshópur í tíð fyrrverandi innan- ríkisráðherra sem ætlað var að koma með tillögur að nýju framtíðarhlutverki Hegningarhússins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sat í hópnum fyrir hönd innan- ríkisráðuneytisins, segir að hópurinn hafi aldrei komið saman og hafi ástæða þess m.a. verið að byggingu nýja fangelsisins á Hólmsheiði seinkaði. Þessa dagana er verið að skipa hópinn að nýju og mun hann koma sam- an fljótlega, að sögn Steinunnar Valdísar. Í hópnum eru, auk hennar, fulltrúar Íbúasamtaka miðbæjarins, Minjastofnunar, Fangelsismálastofnunar og Reykjavík- urborgar. „Hópurinn á að reyna að fá bestu hugmynd- irnar að framtíðarnýtingu hússins,“ segir hún. „Að setja verkefninu ramma, koma með forskrift að hug- myndaleit um notkun hússins og hafa víðtækt samráð og leita álits víða, m.a. frá Arkitektafélagi Íslands, Lög- mannafélaginu, Sýslumannafélaginu og Lands- sambandi lögreglumanna.“ „Það hafa auðvitað komið fram alls konar hug- myndir,“ segir Steinunn Valdís spurð um hvort eitt- hvert tiltekið framtíðarhlutverk hússins sé talið væn- legra öðrum. „En það er ekki hægt að segja núna að einhverjar þeirra séu öðrum ofar. Það á að reyna að fá fram bestu hugsanlegu nýtingu Hegning- arhússins, þetta er eitt af merki- legri húsum borgarinnar, það hef- ur ótvírætt sögulegt gildi og er áberandi kennileiti á Skólavörðu- stígnum. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig húsið verður nýtt.“ Flestar hugmyndirnar sem heyrst hafa tengjast hótel- eða veitingarekstri. Kemur til greina að nýta húsið á þann hátt? „Ég get ekki svar- að til um það. Það er starfshópsins að ákveða með það.“ Steinunn Valdís segist reikna með að starfshópurinn fái tæpt ár til að koma með tillögur og að störfum hans verði lokið um svipað leyti og starfsemi Hegning- arhússins flyst á Hólmsheiði. „Þó að þá verði tekin ákvörðun um hvað gera eigi við húsið er ekki þar með sagt að það fái nýtt hlutverk strax. Það er í þannig ásig- komulagi að það þarf mikið viðhald.“ STARFSHÓPUR Á VEGUM INNANRÍKISRÁÐUNEYTISINS SKOÐAR FRAMTÍÐ HEGNINGARHÚSSINS Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 gengar, en þegar Reykjavík tók að stækka var talið ótækt að hér væri ekkert fangelsi. Til stóð að byggt væri fangahús í hverjum landsfjórð- ungi, en það varð lítið úr því.“ Byggt með aga í huga Að sögn Guðmundar var Hegning- arhúsið einstök bygging á sínum tíma. „Þetta var eitt af veglegustu húsunum í borginni, þótti stórt og sérstakt í útliti. Við bygginguna var farið eftir nýjustu kenningum um fangelsi og fangavist í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er byggt á svokölluðu Fíladelfíumódeli frá Bandaríkjunum sem þótti fram- úrstefnulegt á sínum tíma í fangels- ismálum. Það byggðist á ströngum aga og fangar gátu færst upp í kerf- inu og unnið sér inn fríðindi ef þeir höguðu sér vel. Líklega hefur þetta kerfi ekki virkað mjög vel hér, en byggingin er byggð með þessa betr- unarvist í huga.“ En steinhúsið stóra hýsti margt annað en afbrotamenn. Á efri hæðinni var stjórnsýslumiðstöð Reykjavíkur; þar var svonefnt bæjarþing og haldn- ir þar bæjarstjórnarfundir og kosið til bæjarstjórnar. Landsyfirréttur, síðar hæstiréttur, var þar til húsa og þar var líka borgarasalur þar sem ýmsar samkomur voru haldnar, þ.á m. dansleikir og leiksýningar og þar voru fyrstu lúðrasveitartónleikar á landinu. „Í salnum voru ýmsar al- mennar samkomur fyrir Reykvíkinga og veisluglaumurinn barst án efa inn í fangaklefana. Þá stofnaði séra Frið- rik KFUK og KFUM í þessu húsi og fundir félaganna voru haldnir hér,“ segir Guðmundur. Hann segir að þegar húsið var reist hafi ýmsum þótt það helst til langt frá bænum. „Byggðin í Reykjavík var fyrst og fremst í Austurstræti og Kvosinni. Lögreglumenn kvörtuðu nokkuð yfir því að þurfa að burðast með ofurölvi menn alla leið neðan úr Kvosinni og upp á Skólavörðustíg. En það liðu ekki mörg ár þar til húsið var komið inn í miðjan bæ.“ Þá staðsetningu segir Guðmundur vera eina af ástæðum þess að Hegn- ingarhúsið hentar ekki til fangavist- ar. Það sé staðsett í nágrenni kráa og skemmtistaða, þaðan berist hávaði langt fram eftir nóttu og það gerist alloft að næturhrafnar sem þreyttir eru orðnir á skemmtanahaldi berji húsið að utan í þeim tilgangi að kom- ast inn og hvíla sig. Þeim er jafnan vísað á lögreglustöðina við Hverf- isgötu. „Annar ókostur er að það er auð- velt að henda fíkniefnum og ýmsu öðru óæskilegu yfir vegginn um- hverfis fangelsisgarðinn. Sumir sem eru að skemmta sér hugsa hlýlega til fanganna og henda bjórdósum yfir vegginn. Þeir njóta þessa þó ekki, því það er alltaf leitað í garðinum áður en fangarnir fara út í hann.“ Tölvulaust fangelsi Þar sem fangelsið er staðsett milli íbúðahúsa og fyrirtækja geta margir séð yfir í fangelsisgarðinn. Guð- mundur segir það hafa valdið því að einstaka fangar vilji ekki fara út í hann því þeir óttist að einhver beri kennsl á þá. „Það er réttur hvers fanga að þurfa ekki að vera fyrir sjónum annarra, kjósi hann svo. En þetta er eitt af því sem gerir stað- setninguna erfiða.“ Húsið er friðað að hluta, með svo- kallaðri B-friðun sem þýðir að sumt er alfriðað eins og t.d. sum húsgögnin sem m.a. voru teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, gluggabúnaður og allt ytra byrði þess. „Það hefur þurft að breyta ýmsu í fangelsinu á neðri hæðinni til að aðlagast nútímanum. En það hefur ekki verið hægt að breyta nógu mörgu, hér er t.d. engin aðstaða til vinnu eða náms og þetta er eina tölvulausa fangelsið á landinu,“ segir Guðmundur. Í fangelsinu starfa tíu fangaverðir og nokkrir til viðbótar starfa við skrifstofustörf og flutning fanga. Öll- um sem starfa bæði í Hegningarhús- inu og Kópavogsfangelsinu hafa boð- ist störf í nýja fangelsinu á Hólmsheiði og segir Guðmundur flesta ætla að þiggja það. „Auðvitað verður þetta gríðarleg breyting, sú stærsta sem hefur orðið í fangels- ismálum hér í um 100 ár, en ég hef áhyggjur af því að það verði ekki nægilega vel mannað. Hugmyndin virðist vera sú að reka nýja fangelsið með nánast sama starfsmannafjölda, þrátt fyrir tvöfalt fleiri fanga. Það er ekki nóg að fá nýtt fangelsi, vinnu- brögðin þurfa að vera áfram jafn fag- leg og hingað til. Það gerist ekki með undirmönnun.“ Hvorki lúxus- né letilíf Guðmundur segir marga fanga eiga erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að þeir séu komnir í fangelsi. Því geti fylgt mikil vanlíðan sem takast þurfi á við. Læknir og hjúkrunarfræðingur eru með starfs- aðstöðu í húsinu, einnig er þjónusta sálfræðinga og félagsráðgjafa veitt eftir þörfum. „Það er oft eins og sam- félagið átti sig ekki á því sem gerist þegar fólk er svipt frelsi sínu. Við, sem vinnum hérna, sjáum hvaða áhrif þetta hefur á menn. Stundum er talað um fangelsisvist sem lúxus- og letilíf, að allt sé gert fyrir „þessa fanga“ og stundum er sagt að ekki sé beitt nógu mikilli hörku og svo framvegis. Í hverju ætti sú harka að felast og hvað ætti að nást fram með henni? Fólk er svo fljótt að dæma, ekki síst á net- miðlunum. Það sem gleymist er að sá sem fer í fangelsi losnar út eftir til- tekinn tíma. Viljum við ekki að hann verði betri maður eftir vistina? Auð- vitað er það mikill bónus ef menn finna sig í námi eða starfi og halda því áfram eftir að þeir losna.“ Guðmundur segir að gagnrýni sem þessi sé ekki nýtilkomin, hún hafi líka heyrst þegar Hegningarhúsið var byggt árið 1874. „Húsið þótti allt of fínt fyrir fangana, rétt eins og sagt er núna um Hólmsheiði.“ Hundrað sinnum í fangelsi Hegningarhúsið á sína föstu við- skiptavini, ef nota má það orðalag í þessu samhengi. Að sögn Guðmundar voru þess dæmi um áður fyrr að menn vistuðust þar í nokkur hundruð skipta. „Það var reyndar meira um það áður, þegar engin önnur úrræði en fangelsin voru fyrir útigangs- menn. Menn áttu til að koma hingað einu sinni í viku og vera stundum í nokkra daga í einu. Komu jafnvel yfir 20 sinnum yfir sumartímann. En þetta er hætt; í fyrsta lagi er ekkert pláss og aðrir aðilar hafa tekið við þessum hópi. Þó er hópur síbrota- manna sem kemur nánast árlega í fangelsið.“ Nokkur umræða hefur verið und- anfarið um vopnaburð lögreglu. Spurður um hvernig þeim málum sé háttað hjá fangavörðum segir Guð- mundur að þeir hafi lágmarksbúnað til að halda aftur af fólki „ef allt fari úrskeiðis“. „En það má telja á fingrum ann- arrar handar hvað þarf oft að grípa til hans á ári. Fangaverðir eru með handjárn og hafa aðgang að kylfum og mace-gasi. Þetta er ekki notað nema allt annað bregðist, en við erum líka í návígi við lögreglu og komi upp neyðarástand ýtum við á neyð- arhnapp. Hversu oft gerist það? „Sjaldan. Innan við einu sinni á ári.“ Góður andi og góð samskipti Guðmundur hefur starfað sem for- stöðumaður Hegningarhússins síðan 1985 og segist hafa heyrt ýmsar hug- myndir um framtíðarnotkun hússins. „Margir veitingamenn hafa sýnt hús- inu áhuga, sérstaklega fyrir hrun. Ég heyrði t.d. af því að veitingamaður hefði látið teikna glerhýsi í garðinum og hygðist nota húsið sem n.k. and- dyri að hóteli. Svo hafa komið upp hugmyndir að réttarsögusafni. Gam- an væri að sjá hér sambland af safni og veitingasölu, en þetta mun allt koma í ljós.“ Muntu sakna hússins? „Já, það mun ég gera. Hér er góður andi og hér hef ég átt góð samskipti við samstarfsfólk mitt og fangana. Mér þykir vænt um Hegningarhúsið, annað er ekki hægt. Kannski er það vegna þess að ég hef valið sjálfur að vera hérna, öfugt við fangana. Ann- ars hef ég heyrt það frá mönnum, sem hafa verið vistaðir hér að þeim þyki vænt um húsið.“ Klefi Í húsinu eru tveggja manna klefar, en í öllum öðrum fangelsum landsins eru einstaklingsklefar. Rimlar Í Hegningarhúsinu verður eitthvað annað en fang- elsi í framtíðinni. Hvað það verður er enn óráðið. Skiptir miklu máli hvernig húsið verður nýtt Stigagangur Innréttingar Hegning- arhússins eru friðaðar að hluta. Vinsamlega hafið samband við: gudni@kontakt.is, brynhildur@kontakt.is eða gunnar@kontakt.is Fullum trúnaði og þagmælsku heitið. H a u ku r 0 4 .1 5 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Fyrir öfluga og trausta kaupendur leitum við að fyrirtækjum í þessum greinum: Fyrirtæki óskast! í miðborg Reykjavíkur. í góðum rekstri. af ýmsu tagi. stór sem smá. Lítil hótel Bílaleigur Heildsölur Framleiðslu-fyrirtæki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.