Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 20

Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Til að byggja upp vöðva og öðlast kraft Til að veita líkamanum orku Flytur með sér A- og D-vítamín Fyrir sterk bein, hvítar tennur og fallegra bros Til að líkaminn geti nýtt sér kalkið Fyrir húðina, augun og sjónina Fyrir efnaskipti líkamans Fyrir sterk bein Fyrir efnaskipti og orkujafnvægi Fyrir alla frumustarfsemi Orka 78 hitaeiningar Prótein 8,8 g Kolvetni 9,4 g Fita 0,6 g Kalk 282 mg D-vítamín 0,8 μg A-vítamín 90 μg B2-vítamín 0,3 mg Fosfór 196 mg Joð 22 μg B12-vítamín 0,84 μg Miðað er við 2 dl (200 g) Eitt glas af Fjörmjólk inniheldur Einstaklega próteinrík og inniheldur fjölda nauðsynlegra næringarefna. Húsavík og Björgu Einarsdóttur, rithöfund í Reykjavík. Hann segist ekki útiloka að dæm- in séu fleiri, en honum sé ekki kunnugt um það. Kjartan á Húsavík er fæddur 1925. Amma hans, Rósa Indriðadóttir, fæddist 1814. Son- ur hennar, faðir Kjartans, Jóhannes Krist- jánsson, fæddist 1854 og dó 1942. Hann var því rúmlega sjötugur þegar sonurinn fæddist. Björg, sem fædd er 1925, á afa, séra Þor- kel Eyjólfsson, sem fæddist 1814. Sonur hans og faðir Bjargar, Einar Þorkelsson, fæddist 1867 og dó 1945. Björg rekur sögu föður síns, afa og fleiri í fjölskyldunni í fróðlegri grein í nýútkomnu Fréttabréfi Ættfræðingafélags- ins. Í greininni segir Björg að afi sinn hafi verið mikill latínumaður. Hann hafi kunnað utanbókar latínuskáld fornaldar og haft yfir kveðskap þeirra. Gjarnan hafi hann talað lat- ínu og í því efni búið að því að sumarið 1842 var hann fylgdarmaður fransks greifa, Ang- les að nafni, sem ferðaðist um Ísland. „Töl- uðu þeir saman á latínu þar eð Þorkell hafði ekki lært frönsku; haft var eftir honum að flestir prestar, þar sem þeir komu, hafi þá getað bjargað sér með því að tala latínu,“ skrifar Björg. Átti afa fæddan 1781 Á milli Friðriks Kristjánssonar og afa hans, Benjamíns Flóventssonar, eru sem fyrr segir 207 ár. Þekkt er dæmi um lengra kyn- slóðabil. María Tryggvadóttir, sem lést vorið 2007, 89 ára gömul, átti afa, merkisklerkinn séra Gunnar Gunnarsson í Laufási, sem fæddur var 1781. Á milli þeirra voru því 226 ár þegar María lést. Faðir Maríu var Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður og bankastjóri og einhver mesti framkvæmdamaður hér á landi á seinni tímum. Hann hvílir einn Íslendinga í grafreit í garði Alþingishússins í Reykjavík. Annan þjóðkunnan mann má nefna í þessu samhengi, Axel heitinn Thorsteinsson frétta- mann á Ríkisútvarpinu. Hann var fæddur 1895, sonur þjóðskáldsins Steingríms Thor- steinssonar. Afi Axels og faðir Steingríms, Bjarni Thorsteinsson amtmaður, var fæddur 1781 eins og séra Gunnar. Þegar Axel lést 1984 voru því liðin 203 ár frá því að afi hans fæddist. „Afi minn var vinur Jóns forseta“  Nokkrir núlifandi Íslendingar eiga afa eða ömmur sem eru fædd fyrir meira en 200 árum  Afi Friðriks Kristjánssonar á Akureyri fæddist í febrúar 1808  Gæti hafa þekkt Jónas Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tvær aldir Afi Friðriks Kristjánssonar á Akureyri fæddist fyrir 207 árum. Hann var sam- tímamaður Jónasar skálds Hallgrímssonar. Hér er Friðrik með konu sinni, Kolfinnu Gerði Páls- dóttur. Friðrik er fæddur 1926 en afi hans, Benjamín Flóventsson, var fæddur árið 1808. Sturla Friðriksson Jón Pétursson Jón Sigurðsson Jónas Hallgrímsson SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Einn núlifandi Íslendingur getur með sanni sagt: „Hann afi minn var vinur Jóns Sigurðs- sonar forseta.“ Hljómar ótrúlega þegar haft er í huga að Jón fæddist fyrir meira en 200 árum og dó 1879. Sá sem um ræðir er Sturla Friðriksson erfðafræðingur, fæddur 1924, og því rúmlega níræður. Faðir hans, Friðrik Jónsson kaupmaður (annar hinna nafnkunnu ’Sturlubræðra’) fæddist 1860, sonur Jóns Pét- urssonar háyfirdómara sem fæddist 1812 og var því aðeins einu ári yngri en Jón forseti. Þeir nafnarnir voru ekki bara samtíðarmenn heldur góðkunningjar, félagar í Kaupmanna- höfn um árabil, skrifuðust síðan á eftir að Jón Pétursson fluttist heim og hafa bréfin verið gefin út. Þá sátu þeir saman á Alþingi í nokkur ár. Um Jón Pétursson og Friðrik son hans og þá ætt alla má fræðast í nýlegum æviminningum sem Sturla hefur sent frá sér, Náttúrubarn heitir hún. „Methafinn“ á Akureyri Fleiri núlifandi Íslendingar eiga afa eða ömmur sem fædd eru fyrir 200 árum eða meira. „Methafinn“ sem er á lífi er raunar ekki Sturla heldur Friðrik Kristjánsson hús- gagnasmiður og fyrrverandi húsvörður á Hrafnagili í Eyjafirði, fæddur 1926. Afi hans, Benjamín Flóventsson, fæddist í febrúar 1808, fyrir 207 árum. Hann var sam- tímamaður Jónasar Hallgrímssonar skálds og búsettur á sömu slóðum fyrir norðan. Vel má vera að leiðir hans og listaskáldsins góða hafi einhvern tíma legið saman. Þeir gætu líka hafa þekkst. Sonur Benjamíns og faðir Frið- riks, Kristján H. Benjamínsson, fæddist 1866. Sigurlaug Björnsdóttir, sem fædd er 1919, á einnig afa sem var fæddur 1808, í apríl það ár. Það var Eiríkur Jónsson. Sonur hans, fað- ir Sigurlaugar, var Björn Eiríksson, fæddur 1861. Afinn talaði latínu Jónas Ragnarsson, sem heldur úti vefnum Langlífi á Facebook, hefur safnað upplýs- ingum um núlifandi Íslendinga sem eiga afa og ömmur sem fæddust fyrir tveimur öldum. Hann nefnir til viðbótar við Friðrik, Sig- urlaugu og Sturlu, Kjartan Jóhannesson á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.