Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Fjölbreyttar leiðir í bílafjármögnun Lánshlutfall allt að 80% Engin stimpilgjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður góð kjör, fjölbreyttar leiðir og allt að 80% fjármögnun á nýjum og notuðum bílum. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/bilalan. Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Markaðsaðilar virðast ekki hafa haft mikinn áhuga á hlutabréfakaupum í íslensku bönkunum í febrúar 2008 á sama tíma og eigin viðskipti Kaup- þings juku mikið við sig í bankanum. Í þessu kristallast nokkuð málflutn- ingur saksóknara í kauphliðarhluta hins stóra markaðsmisnotkunar- máls Kaupþings, en málið hélt áfram í gær, á fjórða degi aðalmeð- ferðar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Forstjórinn fylgdist náið með Í símtali sem saksóknari spilaði milli Birnis Sæs Björnssonar, fv. starfsmanns eigin viðskipta Kaup- þings, og Björns Hjaltested Gunn- arssonar, fv. starfsmanns Kaup- þings, segir Björn að það sé enginn kaupandi á markaðinum. Bætir hann við að það komi sér á óvart hversu mikinn fjölda bréfa Birnir hafi tekið inn á sig þennan mán- uðinn og áætlar að hann hafi keypt um 25 milljón hluti í Kaupþingi frá áramótum. Segir hann að það sé bú- ið að „dúndra“ á hann gífurlega miklu magni. Síðar segir Björn að allir kúnnar á Íslandi séu „dauðir“ og Birnir segist vel skilja það. Þá kemur einnig fram að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Ís- landi, hafi fylgst náið með öllum við- skiptum eigin viðskipta bankans í Kaupþingi sjálfu og hringt reglulega í almenna starfsmenn deildarinnar varðandi það að setja inn kauptil- boð. Þetta er meðal þess sem kom fram í símtölum og tölvupóstum sem sýndir voru í dómsal. Sagði tómlegt á markaðnum Saksóknari fór yfir fjölda tölvu- pósta og símtala Birnis við yfirmenn sína og aðra starfsmenn í Kaup- þingi. Mikið til eru símtölin og póst- arnir samskipti við Ingólf og meðal annars hringdi Ingólfur í hann einn morguninn og sagði að það væri tómlegt á markaðinum. Birnir játaði því og sagðist vera að fara að setja tilboð inn og Ingólfur ýtti undir það. Aðspurður hvort Ingólfur hafi oft fylgst svona vel með segir Birnir að svo hafi verið. Í öðru símtali ræddi Ingólfur við Birni um lækkun sem varð á mark- aði í Svíþjóð strax um morguninn. Þeir ræddu gengi bréfanna, sem var 68,75, en Ingólfur ýtti á að hafa til- boð 69,50. Segist Birnir ætla að „laga þetta“. Stutt á milli hagnaðar og taps Reglulega sendi Birnir póst með stöðu dagsins á Ingólf og Einar Pálma Sigmundsson, yfirmann eigin viðskipta. Var þar oftast horft til hreyfinga á bréfum Kaupþings og eignar eigin viðskipta í hlutabréfum bankans. Aðspurður hvort hann hefði fengið fyrirmæli um slíkar sendingar sagði Birnir svo vera. Spyr saksóknari hann reglulega út í fyrirmæli Ingólfs og virðist vera að tengja ákvarðanir hans við það sem Birnir svo framkvæmir í Kauphöll- inni. Saksóknari spyr ítrekað Birni hvort hann hafi verið ósáttur við fyrirmæli yfirmanna, en slíkt hafði komið fram áður í réttarhöldunum. Birnir svarar því til að öll viðskipti hafi verið gerð með það að markmiði að hagnast, þótt skammtímasveiflur geti verið miklar og stutt á milli hagnaðar og taps. Óskaði eftir stöðuyfirliti Þá hefur tenging þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Ein- arssonar, fv. forstjóra og stjórnar- formanns Kaupþings, verið heldur takmörkuð enn sem komið er í mál- inu. Þeir virðast þó hafa fylgst náið með öllu sem var að gerast og ósk- aði Hreiðar meðal annars beint eftir stöðuyfirliti frá almennum starfs- manni í eigin viðskiptum bankans. Samkvæmt gögnum sem sýnd voru í gær virðist því sem Birnir hafi sent æðstu stjórnendum bank- ans, þeim Hreiðari, Sigurði, Ingólfi og Steingrími Kárasyni, fram- kvæmdastjóra áhættustýringar, reglulegt stöðuyfirlit yfir eign eigin viðskipta í Kaupþingi, breytingar innan dags og hver kaup dagsins voru. Íslenskir kúnnar allir „dauðir“  Hið stóra markaðsmisnotkunarmál Kaupþings hélt áfram í héraðsdómi á fjórða degi aðalmeðferðar  Markaðsaðilar virtust ekki hafa haft mikinn áhuga á hlutabréfakaupum í íslensku bönkunum Morgunblaðið/Eggert Héraðsdómur Saksóknari fór yfir tölvupósta og símtöl Birnis við yfirmenn sína og aðra starfsmenn í Kaupþingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.