Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Bátamessa hefur verið haldin ár- lega af bátaflokkum Landsbjargar við Faxaflóann. Þetta árið verður hún haldin af HSSK laugardaginn 25. apríl í Kópavogshöfn. Æf- ingasvæðið verður Nauthólsvík í austri og Löngusker í vestri. Æfing hefst með mætingu báta- flokka kl. 09.00 um morguninn og lýkur um kl. 13.00. Alls munu 25 bátar með hátt í 90 manns innanborðs taka þátt, frá 14 sveitum allt frá Snæfellsbæ til Eyr- arbakka. Auk þess taka þátt bátar frá Isavia, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Upphaflega var tilgangurinn að bátaflokkar kæmu saman til að kynnast innbyrðis og til að sjá bún- að hver annars. Síðan taka við æf- ingar til að sjá hvað betur má fara og læra af til að vera betur búin undir útköll, segir í tilkynningu. Bátabjörgun æfð á Faxaflóa í dag Morgunblaðið/RAX Hellas, félag Grikklandsvina, efnir til málþings um fræði Aristótelesar í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 25. apríl kl. 14:00. Á málþinginu verður fjallað um nokkrar hliðar hins fjölhæfa heim- spekings. Fyrirlesarar eru þeir Kristján Árnason bókmenntafræð- ingur sem flytur inngang, Svavar Hrafn Svavarsson prófessor gerir siðfræði hans skil og Þór Jakobsson veðurfræðingur fjallar um nátt- úruviðhorf Aristótelesar. Málþingið er öllum opið. Hellas heldur mál- þing um Aristóteles Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi þegar Árni Sæberg, ljósmynd- ari Morgunblaðsins, átti þar leið um í gær. Stúdentsefni voru að dimmitera og rasa út áður en próflesturinn byrjar, ferðamenn spókuðu sig í björtu en köldu veðri og starfsmenn borgarinnar voru í óðaönn að fegra umhverfið. Ekki veitir af eftir storma- saman vetur. Þó að sumarið sé komið samkvæmt almanakinu benda veður- spár til þess að kalt verði í veðri næstu daga, einkum fyrir norð- an og austan, líkt og kemur fram hér framar í blaðinu í samtali við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. En Íslendingar eru öllu vanir þegar veðrið er annars vegar og hermt er að erlendir ferðamenn komi einmitt til Íslands til að kæla sig niður og kynn- ast mannlífinu. Þeir fengu einmitt gott tækifæri til þess í gær þegar miðbær Reykjavíkur skartaði sínu fegursta. Fjörugt mannlíf í miðbænum Sprellað Stúdentsefni Borgarholtsskóla bregða á leik við Austurvöll með hjálpsömum vegfaranda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dimmisjón Þau voru í skrautlegum búningum, stúdentsefni Borgarholtsskóla, á Austurvelli í gær. Urðu þau að leysa ýmsar þrautir, m.a. reisa mannlegan píramída. Þá er vissara að neðsta röðin stilli sér upp styrkum fótum og höndum. Þetta gekk misvel. Laufhreinsun Vinsælt er að setjast í grasið á Austur- velli og vissara að hreinsa lauf og annað lauslegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.