Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 40

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-54 Smart föt fyrir smart konur Gleðilegt sumar! Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma félaginu á Djúpavogi um þessar mundir en sveitarfélaginu hefur tekist með samstilltu átaki með íbúum að ná viðspyrnu sem hefur aukið bjartsýni meðal íbúa á fram- tíð svæðisins. Í ljósi þessa hefur ungt fjölskyldufólk verið að fjár- festa í umtalsverðum mæli í íbúðar- húsnæði á svæðinu og ganga nú fasteignir kaupum og sölum sem aldrei fyrr.Er nú svo komið að um- talsverður skortur er á íbúðar- húsnæði.    Nýtt fiskvinnslufyrirtæki, Búlandstindur ehf., tók til starfa um áramót og hafa frá þeim tíma verið unnin um 500 tonn af bolfiski af bátum frá Djúpavogi og Horna- firði.Þá hafa verið unnin um 200 tonn af regnbogasilungi frá Fisk- eldi Austfjarða sem starfrækir fisk- eldi í Berufirði. Hjá Búlandstindi eru nú fastráðnir 33 starfsmenn.    Um þessar mundir er unnið að metnaðarfullum húsvernd- arverkefnum á Djúpavogi. Fremst má þar nefna hið sögufræga Fak- torshús sem er ætlað ríkulegt hlut- verk í nánustu framtíð. Þá er einn- ig unnið að endurgerð gömlu Djúpavogskirkju og eru bæði þessi verkefni á höndum sveitarfélagsins. Þá vinnur húsasafn Þjóðminja- safnsins að áframhaldandi upp- byggingu Weyvadtshúss á Teig- arhorni. Fyrir skemmstu gaf sveitarfélagið út yfirgripsmikla og vandaða Húsakönnun þar sem eldri og merkari húsum í sveitarfélaginu eru gerð góð skil. Vakna dag hvern við marg- breytilegan fuglasöng Morgunblaðið/Andrés Skúlason Djúpivogur Unnið að metnaðarfullum húsverndarverkefnum í bænum. ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpavogi Sumarið er á næsta leiti og hefur sólin leikið við bæjarbúa að und- anförnu. Farfuglarnir sem gjarnan hafa fyrst viðkomu á Suðaust- urlandi streyma um þessar mundir í stórum hópum inn yfir landið og dag hvern vakna íbúar við marg- breytilegan fuglasöng.    Þá eru fleiri söngfuglar á ferð- inni á Djúpavogi þessa dagana en Hammondhátiðin stendur nú yfir, en þessi árlega 4 daga tónlist- arveisla er nú haldin í tíunda skipt- ið. Á þessari 10 ára afmælishátíð sem hefur vaxið ár frá ári var upp- selt á alla tónlistarviðburðina. Margar af vinsælustu hljómsveitum landsins troða upp á dagskránni að venju. Þá eru margir aðrir áhuga- verðir menningarviðburðir haldnir á Djúpavogi í tengslum við Ham- mondhátiðina.    Fulltrúar sveitarfélagsins Djúpavogshrepps hafa lagt mikið undir á síðustu vikum mánuðum að skapa grundvöll fyrir nýjum og fjölbreyttum störfum á svæðinu og hefur áunnist nokkuð í þeim efn- um.M.a. hefur starfstöð og stöðu- gildi Minjavarðar Austurlands ver- ið staðsett á Djúpavogi, sömuleiðis verkefnisstjóri af hálfu Aust- urbrúar og þá verður starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar með starfs- stöð á Djúpavogi innan skamms tíma. Allt er þetta til þess fallið að styrkja stöðu samfélagsins á Djúpavogi en starfsstöðvar þessar munu einnig vinna út fyrir svæðið.    Umtalsverð gróska er í sam- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, segir að til standi að skipta um gervigras á völlum Fylkis, Fram og KR sem komið er á tíma. Hins vegar sé það stjórnmálamannanna að ákveða for- gangsröðun í þeim efnum og því ekki hægt að segja til um hvenær farið verður í slíkar framkvæmdir. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins á mánudag eru dæmi um óvenjuháa meiðslatíðni hjá börnum sem iðka knattspyrnu hjá Fylki. Samkvæmt athugun félagsins hafa allt að 50-60% þeirra sem æfa hjá fé- laginu á aldrinum 13-19 ára átt við meiðsli að stríða. Telja forráðamenn félagsins að líkur séu á því að ónógt viðhald, auk þess sem grasið, sem lagt var árið 2007, sé komið á tíma, geti verið stór orsakaþáttur í hárri meiðslatíðni. Hefur félagið fengið sjúkraþjálfurnarstöð til liðs við sig til þess að kanna málið betur. Endingartími gervigrass er álitinn sjö til tíu ár eftir notkun. Ekki lagt á þessu ári Steinþór segir ljóst að gervigrasið á Fylkisvelli verði ekki endurlagt á þessu ári þar sem slíkt er ekki á fjár- hagsáætlun borgarinnar. Borgin sinnir viðhaldi á átta gervi- grasvöllum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum úr borgarkerfinu kost- ar viðhald, rafmagn og hiti á hverjum gervigrasvelli um sjö milljónir króna á ári. Viðhaldið er tvíþætt og felst annars vegar í því að bursta vellina átján sinnum á ári og bæta við gúmmíi á álagspunkta við vítapunkta og horn. Hins vegar er farið tvisvar á ári yfir völlinn með sérstakri vél sem losar um innfyllingu og viðheldur mýkt hans. Steinþór segir að erfitt sé fyrir borgina að bregðast við fregnum af meiðslum barna á Fylkisvelli þar sem ekki sé ljóst hvort gervigrasinu er um að kenna auk þess sem það sé eft- irlitsaðilans að koma á framfæri athugasemdum ef viðhaldi þyki ekki nægilega vel sinnt. Steinþór ítrekar þó að það sé á áætlun að skipta um gervigras á Fylkisvelli. Ekki gott gúmmí Verkís sér um eftirlit en borgin fær einkaaðila til að sinna viðhaldi. Að sögn Steinþórs hefur ekki verið gerð athugasemd við viðhald á vell- inum hingað til. Það gúmmí sem lagt hafi verið á velli fyrir um tíu árum sé ekki gott ogð menn hafi verið óánægðir með það. Síðan hafi verið skipt um gúmmítegund. „Það gervi- gras sem framleitt er í dag er mun betra en það sem var framleitt fyrir tíu árum.“  Ekki á fjárhagsáætlun á þessu ári Morgunblaðið/Eggert Fylkisvöllur Til stendur að leggja nýtt undirlag á gervigrasvelli hjá Fylki, Fram og KR. Stjórnmálamanna er hins vegar að ákveða hvenær það verður gert. Há meiðslatíðni barna hefur sett svip á starfið hjá Fylkismönnum. Nýtt gervigras á dagskrá Ekki hefur verið lagst í svipaða at- hugun og þá sem Fylkismenn lögð- ust í til þess að kanna meiðslatíðni barna á gervigrasvöllum hjá Fram og KR en þeir vellir eru jafngamlir Fylkisgrasinu. Þorsteinn Hall- dórsson, sem nýlega tók við meist- araflokki kvenna hjá Breiðabliki, var áður þjálfari hjá 2. og 3. flokki KR. Hann segir að leikmenn hafi kvartað undan álagsmeiðslum í hnjám en ekki hafi verið um eins hátt hlutfall að ræða og hjá Fylki. Fram æfir á tveimur stöðum. Á nýju grasi í Úlfarsárdal og eldra grasi í Safamýri. Lárus Grét- arsson, þjálfari hjá 4. og 3. flokki hjá Fram, segir að meiðslatíðni hafi verið lág í Safamýri. „En mönnum líður miklu betur í skrokknum eftir æfingar í Úlfars- árdalnum,“ segir Lárus. Ekki sama meiðslatíðni JAFNGAMALT GERVIGRAS HJÁ FRAM OG KR Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rann- sóknaseturs Háskóla Ís- lands á Suður- landi, leiða í dag, laugardag, ferð í Graf- arvogi þar sem farfuglarnir safnast saman. Þátttakendur taki með sér sjónauka og gjarnan fuglabækur. Brottför er kl. 11 gangandi frá bíla- stæðinu við Grafarvogskirkju. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna. Ferðin er liður í samstarfi Há- skóla Íslands og Ferðafélags Ís- lands um göngu- og hjólaferðir und- ir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmæl- isári skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísinda- manna háskólans blandast saman í áhugaverðum ferðum um höf- uðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðirnar verða níu talsins á árinu 2015 og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum, segir í til- kynningu. Fugla- skoðun í Grafarvogi Lóan er komin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.