Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 47
FRÉTTIR 47Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015
Iðjuþjálfunarfræði BS
Hjúkrunarfræði BS
Líftækni BS
Sjávarútvegsfræði BS
Náttúru- og auðlindafræði diplóma
Viðskiptafræði BS
Félagsvísindi BA
Fjölmiðlafræði BA
Kennarafræði, leik- og grunnskólastig BEd
Diplómanám í leikskólafræðum
Nútímafræði BA
Sálfræði BA
Ingibjörg Smáradóttir,
sími 460 8036
netfang: ingibs@unak.is
Námsfyrirkomulag fjarnáms er misjafnt eftir deildum og væntanlegir nemendur eru beðnir um
að kynna sér hvernig fyrirkomulag er í því námi sem þeir hyggjast innrita sig í.
Umsóknarfrestur til 5. júní
Heiða Kristín Jónsdóttir,
sími 460 8039
netfang: heida@unak.is
Fyrirspurnir um kennaranám:
Torfhildur S. Þorgeirsdóttir,
sími 460 8042
netfang: torfhild@unak.is
Ása Guðmundardóttir,
sími 460 8037
netfang: asa@unak.is
Háskólinn á Akureyri leggur mikið uppúr því að þjónusta fjarnema sína vel og gerir sér grein
fyrir mikilvægi þess að fólk geti sótt sér háskólamenntun óháð búsetu. Haustið 2015 verður
eftirtalið nám í boði í fjarnámi:
Heilbrigðisvísindasvið
Hug- og félagsvísindasvið
Viðskipta- og raunvísindasvið
Upplýsingar um námið veitir
Upplýsingar um námið veita
Upplýsingar um námið veitir
Fjarnám
VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
unak.is
25 börnum og fjölskyldum þeirra,
samtals um 150 manns, var afhent-
ur ferðastyrkur úr sjóðnum Vild-
arbörn Icelandair sumardaginn
fyrsta.
Starfsemi Vildarbarna Icelandair
byggist á hugmyndum og starfi
Peggy Helgason, eiginkonu Sig-
urðar Helgasonar, sem lengi var
forstjóri Flugleiða og nú stjórn-
arformaður Icelandair Group, en
Peggy hefur um árabil unnið sem
sjálfboðaliði á barnadeildum
sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjöl-
skyldur fjölda veikra barna með
ýmsum hætti. Hún situr í stjórn
Vildarbarna Icelandair og er Sig-
urður formaður stjórnarinnar. Vig-
dís Finnbogadóttir er verndari
sjóðsins.
Markmið sjóðsins er að gefa
langveikum börnum, foreldrum
þeirra og systkinum, tækifæri til
þess að fara í draumaferð sem þau
ættu annars ekki kost á, segir í
frétt frá Icelandair.
496 fjölskyldur notið stuðnings
Alls hafa 496 fjölskyldur notið
stuðnings frá sjóðnum frá stofnun
hans fyrir 12 árum og úthlutunin
nú var sú 24. í röðinni. Líkt og við
úthlutun styrkjanna undanfarið af-
hentu Sambíóin börnunum bíómiða.
Í hverjum styrk frá sjóðnum
Vildarbörnum felst skemmtiferð
fyrir barnið og fjölskyldu þess, og
er allur kostnaður greiddur – flug,
gisting, dagpeningar og aðgangs-
eyrir að sérstökum viðburði sem
barnið óskar sér.
Vildarbörn
bjóða 25
börnum
Ljósmynd/Karl Petersson
Ræstingakonum í Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi, FVA, var
sagt upp í gærmorgun vegna hag-
ræðingar í rekstri og endur-
skipulagningar á ræstingarmálum
skólans.
Frá þessu greinir á vefsíðu Verka-
lýðsfélags Akraness.
Þar segir að sumar ræstingakon-
urnar hafi starfað lengi í skólanum,
flestar séu þær með starfsaldur frá
tíu og upp í 20 ár, sú með lengsta
starfsaldurinn hefur starfað við
ræstingarnar í nærri 30 ár.
Verkalýðsfélag Akraness mót-
mælir þessari aðgerð og mun skoða
hvað hægt sé að gera varðandi þetta
mál.
Sagt upp
vegna hag-
ræðingar
FVA Ræstingarfólki sagt upp.
Sala á kóki í gleri hér á landi jókst
um rúm 30% á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs en Coca-Cola-fyrirtækið
fagnar um þessar mundir 100 ára
afmæli kók glerflöskunnar.
Í fréttatilkynningu segir að kók
hafi fyrst komið til Íslands árið
1942 með bandaríska hernum og
segja megi að glerflaskan sé sam-
ofin sögu 20. aldar á Íslandi. Kók í
gleri selst enn í umtalsverðu magni
hér á landi, bæði á veitingastöðum
og í verslunum.
Í tilefni af 100 ára afmælinu voru
framleiddar auglýsingar þar sem
glerflaskan er látin guma af því að
hafa kysst goðsagnir eins og Elvis
Presley og Marilyn Monroe.
Margir vilja kók í
gleri á afmælisárinu