Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 48

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íslenskur landbúnaður stendur ekki undir kostnaði við að mæta nýjum kröfum um aðbúnað búpen- ings nema mótvægisaðgerðir af hálfu stjórnvalda komi til. Þær gætu meðal annars falist í breyt- ingum á umhverfi tolla og að sá áskilnaður sé gerður innflutt kjöt sé framleitt við við jafnsettar að- stæður og sömu kröfur og gerðar eru hér á landi. Þetta segir Har- aldur Benedikts- son alþing- ismaður Sjálfstæð- isflokksins í samtali við Morgunblaðið. Nýverið skrifaði Haraldur pistla á Facebook og reifaði þar stöðu landbúnaðarins og verkefnin fram- undan. „Viðbrögð við skrifunum hafa verið sterk, enda er hafa að- stæður í landbúnaði breyst hratt að undanförnu,“ segir Haraldur sem er bóndi á Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Innflutningsgjald fyrir hvert kjötkíló Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar nýlega að draga aðildarumsókn Ís- lendinga að Evrópusambandinu til baka styrkir stöðu landbúnaðar, segir Haraldur. Hann var lengi formaður Bændasamtaka Íslands sem beittu sér af krafti gegn aðild. „Núna getum við sjálf mótað starfsumhverfi landbúnaðarins til lengri tíma. Á svonefndum aðlög- unartíma markaði ESB stefnuna. Staðan er gjörbreytt og við getum náð markmiðum okkar á eigin for- sendum. Í þessu felast sókn- arfæri.“ Á árunum 1980 til 1995 voru erf- iðleikar í íslenskum landbúnaði vegna offramleiðslu mjólkur og kjöts. Nú er staðan önnur og markaðurinn þarf meira. Fleiri munna er að metta, svo sem vegna fjölgunar erlendra ferðamanna. Þá er eftirspurn eftir hreinni fitu, sem sögð er ekki jafn skaðleg og áður var talið. Raunar halda íslenskir bændur ekki í við markaðinn og má þar nefna að um 20% alls kjöts á Ísland er innflutt. „Innflutning þarf skoða í stóru samhengi,“ segir Haraldur. „Þetta kjöt er gjarnan skorið eða í hrein- um vöðvum. Ég er alveg opinn fyr- ir því að opna fyrir aukinn inn- flutning í gagnkvæmum milliríkjarsamningum, en þá undir þeim formerkjum að það sé flutt inn í heilum og hálfum skrokkum og unnið hér á landi. Einnig að borgað sé til dæmis innflutnings- gjald fyrir hvert kíló. Þannig, með- al annars, verjum við stöðu og hagsmuni kjötvinnslunnar og starfa þar.“ Bændur viti hvað sé framundan Fyrir ekki svo löngu framleiddu íslenskir kúabændur innan við 110 milljónir mjólkurlítra á ári, það var í samræmi við þáverandi þörf markaðarins og beingreiðslur. Nú er framleiðslan, fyrir hvatningu Mjólkursamsölunnar, komin í um 140 milljónir lítra. Ræður því auk- in eftirspurn eftir fituríkri vöru svo og útflutningur á skyri. Um þetta segir Haraldur að margir kúabændur geti án mikils tilkostn- aðar aukið framleiðslu sína um kannski 10%. Svigrúmið sé sjaldan meira, nema byggð séu ný fjós, fyrir til dæmis 50 til 70 kýr. Kostn- aður við slíkt sé aldrei undir 120 milljónum króna. „Bændur fara ekki í miklar fjár- festingar nema þeir viti hvað sé framundan,“ segir Haraldur. „Beingreiðslur vegna mjólk- urframleiðslu eru í dag um 6 millj- arðar króna og hafa lækkað um 35% að raunvirði á síðastliðnum tíu árum, miðað við framleitt magn. Þá hefur tollvernd brunnið upp í verðbólgu og er því veikari. Svona get ég haldið áfram. Þá þarf að svara því hve mikla framleiðslu landið ber. Sveitarfélög þurfa að skipuleggja landsvæði með tilliti til þarfa landbúnaðarins. Slíkt kalla ég atvinnustefnu. Það eru líka margir bændur sem ekki geta eða vilja bæta við sig framleiðslu. Sumir vilja bara halda í sín fjöl- skyldubú, rekstur sem yfirleitt skilar góðri framlegð.“ Vöxtur tekur enda Þrátt fyrir útflutning íslenskra landbúnaðarvara, svo sem á skyri og í nokkrum mæli lambakjöti, tel- ur Haraldur að áherslan eigi að vera á innanlandsmarkað. Lítið þurfi til svo svo erlendir markaðir lokist. Úkraínustríðið og við- skiptaþvingarnir því samhliða vitni um slíkt. Því sé affarasælast að horfa á innanlandsmarkað og hafa í huga að vöxtur hans hljóti að taka enda. Ferðamönnum muni ekki fjölga óendanlega og viðhorf neytenda geti alltaf breyst hratt. „Það væri skammsýni að falla frá til dæmis núverandi kvótakerfi í mjólkurframleiðslu, eins og nefnt hefur verið, án þess að hafa rætt til enda hvað taki við og ef áætl- anir um aðstæður á markaði breyt- ast. Um þetta vantar miklu skarp- ari sýn en vonandi losnum við samt við framleiðslustýringu sem fyrst,“ segir Haraldur sem á sæti í at- vinnuveganefnd Alþingis þar sem meðal annars er fjallað um land- búnaðarmál. Framleiðslustýring hverfi sem fyrst  Met í mjólkurframleiðslunni  Landbúnaðurinn hefur breyst mjög hratt að undanförnu  Getum nú mótað eigin stefnu án aðkomu Evrópusambandsins  Gjald verði lagt á hvert innflutt kjötkíló Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mjólkurvinnsla Fjölgun ferðamanna og ný þekking um hreina fitu hafa aukið sölu á mjólkurafurðum. Í ostagerð MS í Búðardal. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jarðrækt Starfið í sveitinni er margt og vinnudagurinn oft langur. Mik- ilvægt er að hugsa til framtíðar og plægja akurinn í ýmsum skilningi. Haraldur Benediktsson Að mæta nýjum Evrópukröfum um aðbúnað dýra segir Haraldur Benediktsson munu kosta íslenska bændur milljarða kr. Eggja- og ali- fuglabændur telji kostnað sinn vegna nýrra reglna verða um tvo milljarða kr. Meginstef regluverks þessa er að til dæmis svín hafi meira rými, að gotbásar verði af- lagðir, varphænur verði á gólfi en ekki í búrum og í fjósum fara kýr af básum í lausagöngu. Þá skal vera meira rými í stíum og færri alifuglar á hverjum fermetra í eld- ishúsum. „Aðlögunartíminn sem íslenskir bændur fá er skammur. Erlendis, svo sem í Noregi, er það svigrúm að ný útihús skuli byggð í sam- ræmi við aðbúnaðarreglurnar nýju. Ekki er hins vegar skeytt um að- búnað í eldri húsum. Það tel ég ágætt meðalhóf. Í svínabúskap og kjúklingarækt hafa íslenskir bændur náð einstökum árangri, sjúkdómum eins og salmonellu og kamfýlu hefur verið útrýmt, lyfja- notkun er í lágmarki og vaxt- arhraði gripa er meiri en í nálæg- um löndum,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Það er ekki hægt að koma með nýjar íþyngjandi reglur og segja bændum að spjara sig á sama tíma og stefnulaus innflutningur er raunin. Sérstaklega er mikið flutt inn af svínakjöti og það fer tæpast nokkur svínabóndi í nýjar fram- kvæmdir fyrr en komið er á hreint fyrr en komið er á hreint hvernig bregðast skal við aðbún- aðarreglum, innflutningi, að- stæðum á markaði, samkeppn- isreglum og fleira slíku. Í þessu mætast hagsmunir margra. Verk- efnin framundan í landbúnaðinum eru mörg og taka þarf stórar ákvarðanir á næstu árum. Þær gætu orðið erfiðar, en fyrst er út- litið slæmt ef við tökum ekki um- ræðuna og leitum lausna og vinnum samkvæmt því. .“ Þurfum aðlögun og meðalhóf MILLJARÐARKOSTNAÐUR VEGNA AÐBÚNAÐAKRAFNA Svín Fái meira pláss í stíunum og ali- fuglar eiga að fara úr búrunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.