Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 55

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 55
FRÉTTIR 55Viðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Orkuveita Reykjavíkur býður þér á opinn ársfund í Gamla bíóimánudaginn 27. apríl kl.14 Dagskrá Frostavetur að baki Bjarni Bjarnason, forstjóri OR Fjárræði - sjálfræði Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR Næstu skref hjá Orkuveitunni Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík Snjöll samfélög og Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Urriði, fræslægja og fjarstaddir jarðfræðingar Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar OR Brynja Þorgeirsdóttir stýrir fundinum TeiturMagnússon flytur tónlist Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2015 Gleðilegt sumar! Við bjóðum í sólarkaffi að loknum fundi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 8 4 7 Skráning á www.or.is Gert er ráð fyrir að afkoma Ice- landair Group á fyrsta ársfjórðungi verði betri en ráðgert var í upphafi árs samkvæmt drögum að árshluta- reikningi félagsins. Ástæðan er rakin til hærri tekna og betri nýt- ingar. Í jákvæðri afkomuviðvörun fé- lagsins til Kauphallarinnar kemur fram að EBITDA verði neikvæð um 2-4 milljónir dollara. Sætanýt- ing í millilandaflugi var 4,9 pró- sentustigum hærri en á sama tíma- bili á síðasta ári og herbergja- nýting hótela var 7,8 prósentu- stigum hærri. Tilgreint er að þróun í gengi milli evru og dollars hafi verið óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Í tilkynningunni kemur fram að horfur fyrir árið í heild séu góðar og bókanir fyrir stærstu mánuði ársins líti vel út. Styrking dollara gagnvart Evrópumyntum hefur og mun hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins, sérstaklega á háanna- tíma. Þrátt fyrir óhagstæða gengisþró- un er afkomuspá félagsins fyrir ár- ið í heild óbreytt vegna betri af- komu á fyrsta ársfjórðungi. Félagið gerir ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 160-165 milljónir dollara. Þá segir í tilkynningunni að starfsemi félagsins sé mjög háð ytri aðstæðum, svo sem sveiflum á gjaldmiðla- og eldsneytisverði og að óvissa á vinnumarkaði á Íslandi geti haft veruleg áhrif á afkomuna. Árshlutareikningur félagsins fyr- ir fyrsta ársfjórðung verður birtur 29. apríl næstkomandi. Afkoma Icelandair yfir áætlun Morgunblaðið/Þórður Icelandair Hærri tekjur og betri nýting leiðir til þess að afkoma félagsins á fyrsta fjórðungi þessa árs verður betri en ráð var fyrir gert í upphafi árs. Olíukostnaður í sjávarútvegi í ár gæti orðið fjórðungi minni en árið 2013, samkvæmt nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans. Á árinu 2013 var olíukostnaður fiskveiða 17,2 milljarðar króna og segir í greiningunni að gera megi ráð fyrir að hann hafi numið 17,4 milljörðum króna á síðasta ári. Ef meðal- olíuverð og gengi dollarans það sem af er þessu ári endurspeglar árið í heild þá megi gera ráð fyrir að olíukostnaðurinn verði, að öðru óbreyttu, um 12,6 milljarðar króna á árinu og því 4,5 milljörðum krónum lægri en árið 2013. Umtalsverður hluti af rekstr- arkostnaði í fiskveiðum felst í olíu- og eldsneytiskostnaði og nam hann um 15% af heildarkostnaði að með- altali árin 2009-2013. Hlutfall olíu- kostnaðar í fiskvinnslu er minna, en hann nam 0,8% af heildarkostnaði að meðaltali á sama tímabili. Seint á síðasta ári lækkaði heimsmark- aðsverð á olíu og það sem af er ári hefur verðið að meðaltali verið 54,2 dollarar tunnan, sem er um 46% lægra verð en í fyrra. Í greiningunni er tiltekið að ástæðan fyrir því að sparnaðurinn verði ekki meiri sé að gengi dollarans gagnvart krónu hef- ur styrkst á síðustu mánuðum sem vegur á móti lækkun olíuverðsins. Olíukostn- aður 25% lægri í ár? Olíuverð lækkar rekstrarkostnað.  Umtalsverð áhrif á rekstur sjávarútvegs Dr. Ásgeir Jóns- son hefur verið ráðinn efnahags- ráðgjafi verð- bréfafyrirtæk- isins Virðingar, sem varð til við sameiningu Auð- ar Capital og Virðingar á síð- asta ári. Sam- kvæmt tilkynn- ingu kalla frekari umsvif Virðingar á sjálfstæða ráðgjöf og greiningar á sviði efnahagsmála sem ætlað er að nýtast starfsmönnum og við- skiptavinum fyrirtækisins. Ásgeir er dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og var þar til í lok síðasta árs efnahagsráðgjafi GAMMA. Áður starfaði hann sem forstöðumaður greiningar hjá Arion banka og forvera hans, Kaupþingi. Ásgeir Jóns- son ráðinn til Virðingar Ásgeir Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.