Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 60

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 60
60 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi opið: mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Ný sending frá Mama B! Armenar minntust þess í gær að öld ár er liðin frá fjöldamorðum Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Stjórnvöld í Armeníu segja að Tyrkir hafi orðið 1,5 milljónum Armena að bana í aðgerðum sem þau segja að skilgreina beri sem þjóðarmorð. Stjórnvöld í Tyrklandi neita því og segja að hálf milljón Armena hafi látið lífið í átökum og hungursneyð vegna heimsstyrjaldar- innar. Margir þjóðarleiðtogar, þeirra á meðal Vla- dimír Pútín, forseti Rússlands, og François Hol- lande, forseti Frakklands, tóku þátt í minningar- athöfn í höfuðborg Armeníu, Jerevan. Hollande hvatti stjórnvöld í Tyrklandi til að viðurkenna drápin á Armenum sem þjóðarmorð. Pútín kvaðst einnig styðja Armena í deilunni. „Það er engin og getur ekki verið nein réttlæting á fjöldamorðum á fólki,“ sagði Pútín. Um 20 ríki hafa viðurkennt fjöldamorðin sem þjóðarmorð, eða dráp sem framin eru með það fyrir augum að eyða þjóð, ættbálki eða hópi sem skilgreindur er með tilliti til trúarbragða eða kynþáttar. Bandaríkin eru á meðal landa sem hafa ekki viðurkennt fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð og Barack Obama forseti notaði ekki það orð þegar hann minntist drápanna í yfirlýsingu í gær. Fólk heldur hér á myndum af nokkrum fórnarlömbum fjöldamorðanna þegar blóm voru lögð að minnismerki um Armenana. bogi@mbl.is AFP Vilja að Tyrkir viðurkenni þjóðarmorð Þjóð súkkulaðis, osta og úra er ham- ingjusamasta þjóð heimsins, ef marka má árlega könnun á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Sviss trónir efst á nýjum lista yfir hamingju- sömustu þjóð- irnar. Ísland hoppar í annað sætið á listanum úr því níunda. Danmörk og Nor- egur fylgja í hum- átt á eftir, þá Kanada, Finnland og Holland. Nor- rænu þjóðirnar koma vel út úr könnuninni en á meðal þeirra mælist hamingjan minnst hjá Svíum sem eru í áttunda sæti. Nýja-Sjáland og Ástralía koma þar á eftir. Hamingjan minnst í Tógó Í fimmta neðsta sæti listans er Afganistan, þar á eftir koma Rúanda og Benín. Sýrland er í þriðja neðsta sætinu, fyrir neðan það er Búrúndí og hamingjan er talin vera minnst í Vestur-Afríkuríkinu Tógó. Könnunin nær til 158 landa og „hamingjuvísitala“ þeirra er metin út frá ýmsum þáttum, meðal annars þjóðartekjum á mann, félagslegum stuðningi, lífslíkum og einstaklings- frelsi. Markmiðið með könnuninni er að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í löndunum og hvetja þau til aðgerða sem auka lífsgæði íbúanna. Hamingj- an mest í Sviss Svissneskt gæða- súkkulaði.  Íslendingar næst- hamingjusamastir Að minnsta kosti 115 börn hafa beðið bana og 172 særst alvarlega í átök- um og loftárásum í Jemen frá 26. mars, að sögn Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, UNICEF. Talsmaður UNICEF sagði í gær að a.m.k. 64 börn hefðu látið lífið í loftárásum arabaríkja undir forystu Sádi-Araba frá því að lofthernaður- inn hófst 26. mars og til 20. apríl. 26 börn til viðbótar biðu bana af völdum jarðsprengna, 19 í skotárásum, þrjú af völdum sprengikúlna og þrjú af óþekktum ástæðum í tengslum við átökin. Yfir þúsund hafa fallið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir að alls hafi yfir þúsund manns beðið bana í átökunum í land- inu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að minnst 550 óbreyttir borgarar liggi í valnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að vitað sé um a.m.k. 140 börn sem vopnaðir hópar hafi fengið í sín- ar raðir frá 26. mars. Fyrr í mán- uðinum sagði talsmaður samtakanna að allt að þriðjungur liðsmanna víga- sveitanna væri á barnsaldri. „Hundruð þúsunda barna í Jemen búa við lífshættulegar aðstæður, mörg vakna hrædd um miðjar nætur vegna sprenginga og skotárása,“ sagði fulltrúi UNICEF í Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna vonast til þess að geta komið matvælum til 2,5 milljóna Jemena sem talið er að þurfi á aðstoð að halda. bogi@mbl.is Minnst 115 börn hafa látið lífið  550 óbreyttir borgarar liggja í valnum Taez Yarim Loftárásir hers Sádi-Arabíu á Jemen SANAA JEMEN SÓMALÍA EÞ ÍÓ P ÍA SÁDI-ARABÍA Adenflói Rauða- haf Aden Sadaa Átök Loftárásir Bab al-Mandab- sund Djibouti Mukalla 150 km Lahj
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.