Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 70

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 70
Kynning á ecco golfskóm 2015 í Erninum laugardaginn 25 apríl. 15% afsláttur af öllum ecco golfskóm. Sérfræðingur frá ecco verður á staðnum. ECCO GOLFLÍNAN 2015 SUMAR-SÓL útivera Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Þ að nálgast fimm ár síðan heilsulindin Laugarvatn Fontana opnaði á bökkum Laugarvatns. Þar er gömul og rík hefð fyrir því að nýta jarðhit- ann til hressingar og heilsubótar, ekki síst í hinum sögulegu gufuböð- um sem hafa verið eftirsótt sérstaða við staðinn gegnum tíðina. Laug- vetningar byggðu svo fyrst klefa yfir gufuhvernum árið 1929 og enn þann dag í dag felst ákveðið sérkenni í þeirri staðreynd að í gufuböðunum í Laugarvatni Fontana má segja að sé bein tenging milli manns og jarð- hita, því hitinn fer ekki um nein rör eða annars konar tæki til að stýra honum; gestir stýra hitanum inni í gufuböðunum sjálfir með því að hleypa inn lofti um gluggana og gera rifu milli stafs og hurðar. Hér eru engir takkar til að snúa heldur er frágangur allur með náttúrulegum hætti. Nýjasta viðbótin í hinu breiða úrvali valkosta í böðum og gufum hjá Laugarvatni Fontana er það sem með réttu má kalla nátt- úrulaug. „Vatnið í hana fáum við úr gufuböðunum okkar frægu, ef svo má segja,“ út- skýrir Guðlaugur Kristmundsson, markaðsstjóri Laugarvatns Fontana. „Þá á ég við að hveravatniðer tekið beint undan gufuklefunum og beint í nýju laug- ina okkar og fer þangað ómeðhöndl- að, án allra kemískra viðbættra efna sem gerir hana einstaka. Nátt- úrulaugin er okkar vinsælasta laug- in okkar í dag,hún hefur algerlega slegið í gegn.“ Guðlaugur nefnir sér- staklega í þessu sambandi hve vatn- ið í náttúrulauginni sé áþreifanlega mjúkt, að því marki að fólk sem prófar náttúrulaugina hafi það sér- staklega á orði. „Í vatninu er að finna nátt- úruleg steinefni sem hafa kraftmikla og góða virkni á líkamann og það finnur fólk bókstaflega á eigin skinni og vinsældirnar eru til marks um það og þar sem við fáum vatnið stöð- ugt úr gufuhvernum í gegnum guf- una þá er í raun um sírennsli að ræða. Gegnumstreymi vatnsins er viðvarandi og tryggir þannig hrein- leikann því endurnýjun þess er sí- felld. Það er engin hringrás á vatn- inu í þessari laug; það er sífellt streymi úr hvernum undan gufuklef- unum sem viðheldur hreinleika vatnsins og með því tvöföld notkun á vatninu.“ Hlaðborðið heillar sælkera Jarðhitanum og gufunni á staðnum fylgja ýmsir kostir og þeirra á meðal er aðstaðan til að baka rúgbrauð með jarðvarma. Fyr- ir bragðið er rúgbrauðið rauði þráð- urinn í sælkerahlaðborði sem boðið er upp á fyrir baðgestina hjá Laug- arvatni Fontana, eins og Guðlaugur segir frá. „Íslendingar sem og erlendir ferðamenn gera sér far um að staldra við þegar færi gefst á rúg- brauðshlaðborði því eins og allir vita er hverabakað rúgbrauð einstaklega ljúffengt. Við buðum fyrst upp á þessi hlaðborð síðasta haust, bæði í hádeginu og svo á kvöldin, og þau mæltust þegar í stað mjög vel fyrir. Þarna erum við að leggja áherslu á hráefni úr héraðinu, svo sem reykt- an silung frá Reykhúsi Elsu og Skúla íÚtey, ásamt síld, plokkfisk og fleiru, og ekki má gleyma brakandi fersku grænmetinu úr uppsveit- inunum. Við leggjum því áherslu á að hlaðborðin skarti ljúfmeti úr nær- umhverfinu og nærliggjandi upp- sveitum. Í þessu felst ekki bara gómsæt hressing fyrir ferðalanga heldur fer fram ákveðin fræðsla um það hvernig má njóta rúgbrauðsins því við gerum okkur far um að hafa framsetninguna og meðlætið sem fjölbreyttast. Rúgbrauðið er svo í aðalhlutverki í hádeginu en í kvöldin verður það meira í hlutverki með- lætis. Þannig tekst okkur að bera það fram á hverjum degi í öllum sín- um margvíslegu birtingarmyndum, og alltaf er það jafn gómsætt.“ Guðlaugur bætir því við að hlaðborðið njóti mikilla vinsælda enda sé augljós tenging milli þess að hressa sig í náttúrulegum baðstað og næra sig hraustlega í kjölfarið; þetta séu tvær hliðar á því að láta sér líða vel. Áþreifanleg upplifun Sumarið í ár verður hið fimmta sem Laugarvatn Fontana er starf- rækt og Guðlaugur hlakkar til að sjá hvernig sumargestir taka nýjung- unum, náttúrulauginni og hlaðborð- inu. „Hingað til hefur fólk verið að stoppa lengur þegar það heimsækir okkur yfir vetrartímann. Ég vona að hlaðborðið fái fólk til að gefa sér tíma, staldra svolítið við hjá okkur og njóta lífsins.“ Ef að líkum lætur verður það einmitt tilfellið því eins og Guð- laugur bendir á færist það sífellt í vöxt að Íslendingar sem fá erlenda vini og kunningja í heimsókn leggi leið sína til Laugarvatns Fontana í þeim tilgangi að sýna gestum sínum leynda perlu við Gullna hringinn sem ekki er endilega á allra vitorði. „Í heimsókn hingað felst áþreifanleg upplifun á meðan flestir aðrir staðir bjóða upp á eitthvað til að horfa bara á. Hér gefst tækifæri til að upplifa raunverulega aðdráttarafl staðarins og komast í snertingu við þá náttúrulegu krafta sem eru for- senda heilsulindarinnar. Og svo spillir rúgbrauðið okkar ekki fyrir!“ Perlan við Laugarvatn  Laugarvatn Fontana er náttúrulegur baðstaður í alfaraleið  Ný náttúrulaug hefur slegið í gegn  Hlaðborð tvisvar á dag með rúgbrauði og öðru ljúfmeti úr nágrenninu. Náttúruböð Við Laugarvatn Fontana eru náttúruleg gufuböð og laugar sem næra og efla líkama og sál. Guðlaugur Kristmundsson Hverabakað rúgbrauð er hnossgæti, ekki síst þegar lax er í ofanálag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.