Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 72

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA TILBOÐ Á ÖFLUGUM SÓLARSELLUM FRÁ ÞÝSKALANDI GOP mono-sólarsellur frá Þýskalandi með 10A hleðslu- stýringu. Sellurnar eru monocrystal-glersellur, sem eru virkari í minni birtu en væru þær úr polycrystal. Sendum hvert á land sem er. Upplýsingar í síma 787 2211 eða á www.gadget.is Henta vel á húsbíla, ferðavagna og sumarhús. Sellurnar eru 100W og stærðin er 1194 x 542 x 35 mm. Fullt verð 86.800 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 65.100 kr. ATH! Takmarkað magn Gylfaflöt 5 •112 Reykjavík Opið frá 9:00 til 16:00 MOGGAKLÚBBURINN Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is A lexander Schepsky kom með ferska strauma inn í íslenska reiðhjólamenningu fyrir þremur árum þegar hann opnaði, með félögum sínum, Reiðhjólaverzlunina Berlín (www.reidhjolaverzlunin.is). Nú er komið að tímamótum í rekstrinum því búðin flytur í sumar frá Snorrabrautinni og yfir á Geirs- götu 5a, úti á Granda. Þar verður reiðhjólaverslunin í góðum félagsskap ísbúða, sælkera- verslana og alls kyns frumkvöðla og menningarstarfs. Ljóstrar Alex- ander því upp að til að gera versl- unina enn betri standi til að starf- rækja í framtíðinni lítinn kaffibás á staðnum, þar sem gestir og gang- andi geta kippt með sér einum bolla á ferð sinni um bæinn. Á nýj- um stað mun Reiðhjólaverzlunin Berlín einnig fara í samstarf við Kexland og verður þá hægt að bóka í versluninni fyrirfram skipu- lagðar hjólaferðir um borgina á klassískum eðalhjólum, jafnvel með nestispakka úr eldhúsi Sæmundar í Sparifötum. Þessi nýjung er bæði fyrir ferðamenn sem og fyrir Ís- lendinga sem vilja kynnast hjóla- leiðum um borgina eða gera sér glaðan dag með vinum eða fjöl- skyldunni. Góður ferðamáti Alexander ólst upp í Þýska- landi og vandist því að nota reið- hjól sem farartæki, mun frekar en sem íþróttatæki. Í þýskum borgum hjólar fólk á öllum árstímum og tekur reiðhjólið fram yfir aðra far- armáta enda fljótlegt, þægilegt, ódýrt og heilsubætandi að skjótast á hjólinu undir eigin afli. Þegar Al- exander settist að á Íslandi rak hann sig á að ekki var að því hlaupið að finna svokölluð „borg- arhjól“ og áherslan mikið til á fjalla- og keppnishjól. „Þegar reið- hjólasportið fer fyrst að skjóta rót- um hér á landi þá voru það einkum fjallahjólin sem seldust, og í sam- ræmi við aðstæður til hjólreiða eins og þær voru þá. Síðan fara há- tækni „racerar“ að bætast við, fyr- ir þá sem vilja hjóla sem hraðast í skærlitum spandexfatnaði. Það sem vantaði voru einföld borgarhjól til að skjótast á niður í bæ í hvers- dagsfötunum, þar sem hjólreiða- maðurinn situr í þægilegri stöðu með gott útsýni yfir umferðina, og hjólar á hæfilegum hraða.“ Alexander sá að tími borgar- hjólanna var kominn enda reiðhjó- laáhugi landsmanna í hámarki og mikið búið að greiða fyrir reið- hjólasamgöngum á höfuðborgar- svæðinu. Hann opnaði verslunina og sel- ur þar reiðhjól, aukahluti og fatnað sem hentar til hjólreiða en er um leið hentugur fyrir skrifstofuna, skólastofuna eða kaffihúsið. Nú með eigið merki Í aðalhlutverki eru reiðhjól frá rótgrónum og virtum framleið- endum eins og Pashley og Bobbins en nýlega bættist við hjólalína sem ber nafn reiðhjólaverslunarinnar og eru hjólin smíðuð eftir höfði Alex- anders. „Þegar við fögnuðum tveggja ára afmæli verslunarinnar kviknaði sú hugmynd að bjóða fram okkar eigin hjól. Skammt frá heimabæ mínum í Þýskalandi fann ég fyrirtæki sem framleiðir hjól eftir sérpöntun. Við völdum klass- ískt hollenskt stell, vandaðar bremsur, hnakk, gíra, bögglabera og ljós og útkoman er hjól með öllu sem þarf til notkunar innanbæjar.“ Verðbilið á hjólunum í búðinni er frá 100.000 kr til 220.000 kr og upp úr. „Dýrust eru Pashley hjólin enda eru þau Rollsinn í reið- hjólaheiminum. Þar eru hjólin handsmíðuð eftir pöntun og nostr- að við hvert reiðhjól svo að verk- smiðjan afkastar á einu ári því sem aðrir framleiðendur smíða á einum mánuði.“ Klæðileg og hentug föt Reiðhjólafólk hefur sverið sér- staklega ánægt með úrvalið af fatnaði og aukahlutum í búðinni. Aðstandendur verslunarinnar leggja metnað sinn í að finna fal- legar reiðhjólatöskur og körfur, og reiðhjólafatnað sem er í senn klæðilegur og hagnýtur. „Nýjasta viðbótin við fataúrvalið er jakki sem hægt er að klæðast bæði á réttunni og röngunni. Hann er ögn Hugguleg hjól fyrir huggulegt fólk Kúlur Það skemmir ekki fyrir að lífga upp á daginn með litríkum hjálmi. Prýði Hjálmar þurfa ekki að vera í skærum litum og úr plastefnum eins og myndin sýnir. Farskjóti Á vönduðu borgarhjóli má ferðast áreynslulítið milli staða.  Reiðhjólaverzlunin Berlín flytur um set á næstunni og opnar glæsilega búð úti á Granda  Efnt verður til tísku- sýningar í maí þar sem áherslan verður á fallegan reið- hjólafatnað, fögur hjól og eigulega aukahluti. Þegar fjárfest er í vönduðu hjóli er vissara að kaupa líka sterkan lás. Þó íslenskt samfélag sé friðsamt þá segir Alexander að það gerist of oft að óprúttnir aðilar taki reiðhjól ófrjálsri hendi. „Það þarf samt ekki að grípa til jafnróttækra aðgerða og í New York þar sem eigendur reiðhjóla hafa vanist því að festa hjólin bæði með þungri og þykkri keðju og öflugum U-lás. Aftur á móti er ekki hægt að reikna með að venjulegur 2.000 kr lás veiti mikla vörn ef brotaviljinn er einbeittur,“ segir hann. „Það verður líka að festa hjólið við eitthvað. Annars eru þjófarnir vísir til að henda reiðhjólinu einfaldlega aftur í skottið á bíl og fjar- lægja lásinn í rólegheitum heima hjá sér.“ Til að veita hámarksvernd er gott að nota tvenns konar tegundir af lásum. Ef þjófarnir eru svo kræfir að vera með áhöld á sér til að brjót- ast í gegnum lása þá eru þeir sjaldan svo vel tækjum búnir að vera með áhöld sem duga á tvær tegundir reiðhjólalása. Gott hjól þarf góðan lás SUMAR-SÓLútivera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.