Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 80

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 80
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ egar sólin hækkar á lofti taka landsmenn fram sum- arfatnaðinn. Nú skal sko aldeilis viðra stuttbuxurnar, t-bolina og sumarlegu strigaskóna. Það vantar bara eitt til að fullkomna útlitið: falleg sólgleraugu. María Hlín Sigurðardóttir hjá gleraugnaversluninni Auganu í Kringlunni segir sólgleraugu seljast vel allt árið, en salan taki þó kipp yf- ir sumarmánuðina. „Það er hægt að nota sólgleraugu á öllum árstímum nema á allramyrkustu mánuðum ársins og æ fleiri hafa komið auga á hvað sólgleraugu eru sjálfsagður aukahlutur jafnt að sumri sem vor- i,hausti og vetri, rétt eins og vandað úr eða falleg taska.“ Vörn gegn geislun María segir marga líka nota sól- gleraugun til að vernda heilsuna og bæta líðan. Það geti veitt augunum þægilega hvíld að nota sólgleraugu á björtum dögum og hjálpar til að halda í skefjum ýmsum óskemmti- legum sjúkdómum að verja augun gegn útfjólubláum geislum. „Að nota sólgleraugu gegnir þá svipuðu hlutverki og að bera á sig sólarvörn en útfjólubláir geislar geta skaðað augun rétt eins og húðina. Ætti fólk þá að gæta að því að kaupa sólgleraugun hjá virtum gler- augnaverslunum því svo virðist sem borið hafi á því að sólgleraugu sem seld eru í almennum verslunum og bensínstöðum veiti ekki endilega þá geislunarvörn sem merkingarnar segja til um. Er í sjálfu sér ekkert eftirlit sem vottar það að sólgler- augu sem auglýst eru sem vörn gegn útfjólubláum geislum séu í raun að virka hundrað prósent eins og fram- leiðandinn lofar.“ Að sögn Maríu er sólgler- augnatískan mjög fjölbreytt um þessar mundir. Allt virðist leyfast, hvort sem fólk vill hafa sólgleraugun stór eða smá. „Ég er nýkomin af gleraugnasýningu erlendis og þar voru áberandi kringlótt sólgleraugu og gleraugu með ljósari glerjum. Ljósari glerin geta verið ákaflega smart, en líka praktísk við íslenskar aðstæður því þau er hægt að nota þó birtan sé ekki mjög mikil og t.d. hægt að hvíla þannig augun þegar setið er við tölvuskjáinn löngum stundum.“ Litríkir speglar Þá segir María að speglah- úðun virðist vera að koma sterk inn um þessar mund- ir. „Það má greina áhrif frá 8. og 9. áratugnum og speglaglerin fást með ýmsum lita- tónum.“ Sólgleraugu með spegiláferð hafa stundum átt það til að vera við- kvæm fyrir rispum en María segir að með nýjustu húðunaraðferðum sé spegilfilman sterkari en áður. „Ef glerin eru fengin frá virtum fram- leiðanda þarf einbeittan brotavilja til að rispa spegilhúðina,“ segir hún og hlær. Að sögn Maríu eru margir sem hafa tamið sér að kaupa ný og flott sólgleraugu einu sinni eða tvisvar á ári. „Sólgleraugun eru þá skemmti- legur aukahlutur og smátt og smátt eignast þetta fólk gott safn af sól- gleraugum sem passa með ólíkum fatnaði og við ólík tækifæri,“ út- skýrir hún. „Í sólglerugum getur fólk líka leyft sér meiri djörfung en í venjulegum styrkleikagleraugum. Venjuleg gleraugu til að leiðrétta nærsýni eða fjarsýni þurfa oft að vera íhaldssamari í útliti en í sólgler- augunum má bregða á leik með liti og form.“ Talandi um gleraugu með styrkleika þá segir María að heyri til undantekninga í dag að fólk sem þarf á gleraugum að halda til að sjá frá sér láti smíða smellur með litluðu gleri til að festa yfir hversdagsgler- augun. Þess í stað velur fólk að kaupa sólgleraugu með styrkleika. Hún segir að hafa verði í huga að ekki koma allar umgjarðir til greina ef hafa á styrkleika í glerinu. „Því meiri styrkleika sem þarf, því smærri þarf umgjörðin að vera. Þess vegna þarf að velja sólgler- augun í samráði við fagmann í versl- uninni og ganga úr skugga um að umgjörðin henti þörf- um viðskiptavin- arins.“ Gefa svalt útlit á heitum sumardögum  María hjá Auganu segir sólgleraugnatískuna fjöl- breytta um þessar mundir  Spegiláferðir í ýmsum litatónum eru að koma sterkar inn og einnig kringlótt sólgleraugu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umgengni María Hlín segir ekki skynsamlegt að geyma sólgleraugun í hanskahólfinu löngum stundum. Hitasveiflurnar geti verið miklar. Stílhrein Falleg sólgleraugu frá Oliver Peoples og Barton Perreira. Vegleg Þessi myndu sóma sér vel á Sophiu Lauren. Hönnin er eftir Isabel Marant frá Oli- ver Peoples. 80 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 DAGSKRÁ: 12:30 Opnunarávarp Þórarinn Sólmundarson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu 12:40 From Science to Praxis – Opportunities and Challenges Dr. Peter Moll, Senior Science Policy Adviser, Science Development 13:20 Þverfaglegar rannsóknir í íslensku vísindasamfélagi Kynningar og umræður l Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins l Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri l Unnur Anna Valdimarsdóttir, próf. við HÍ og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum l Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Umræðustjóri: Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís MÁNUDAGINN 27. APRÍL KL. 12:30-14:30 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK Á Rannsóknaþingi 2015 verður fjallað um þverfaglegar rannsóknir. Undanfarin ár hefur samstarf milli fræðasviða aukist mikið og áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf í vísindum og nýsköpun. Á þinginu verður leitast við að bregða ljósi á þessa þróun, fjalla um reynslu, áskoranir og tækifæri á þessu sviði og fá fram umræður um stöðu þverfaglegra rannsókna. Þingið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Skráning á heimasíðu Rannís. Athugið að húsið opnar kl. 12:00 með léttum hádegisverði fyrir gesti. RANNSÓKNAÞING 2015 ÞVERFAGLEGAR RANNSÓKNIR H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n SUMAR-SÓLútivera Til að sólgleraugun endist vel þarf að hugsa rétt um þau. Eins og með önnur gleraugu segir María gott að skola gleraugun með köldu vatni áður en glerið er pússað. „Þetta er rétt eins og þegar bílinn er þveginn, að fyrst þarf að skola af honum mestu óhreinindin áður en byrjað er að bursta og bóna.“ Geyma ætti sólgleraugun í hörðu hulstri og vefja hreinsi- klútnum utan um glerið til að veita aukna vernd. „Ef að gler- augun fara beint ofan í hliðar- töskuna, eins og ég sé allt of margar konur gera, þá er viðbú- ið að þau láti fljótt á sjá.“ Það getur líka verið mjög ósniðugt að geyma sólgleraugun í hanskahólfinu á bílnum. „Á það sérstaklega við ef bíllinn er ekki geymdur í bílskúr. Miklar hita- sveiflur geta orðið inni í bílnum og farið að hafa áhrif á gler- augun, sér í lagi ef þau eru úr plasti. Hitinn getur þá linað plastið og aflagað en kuldinn gert það stökkara og viðkvæm- ara.“ Skola fyrst, pússa svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.