Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 96

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 96
96 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér væri hollt að hlusta á fjár- málaráðleggingar fagmanna. Sumir myndu jafnvel segja að það sem þú sérð fyrir þér verði líklega ekki að veruleika. 20. apríl - 20. maí  Naut Berðu virðingu fyrir því trausti sem þér er sýnt hvort sem er í starfi eða einkalífi. Ef einhver getur sameinað ástvini ert það þú. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur nýtt sannfæringarkraft þinn til að bæta aðstæður þeirra sem minna mega sín. Ný hárgreiðsla væri frábær fyrir þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér vinnst vel og þú stefnir ótrauður að settu marki. Gefðu, seldu, hentu eða los- aðu þig við það sem þú þarft ekki á að halda. Undirbúðu mál þitt vel svo hlutur þinn verði sem bestur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsaðu vandlega þinn gang áður en þú hættir þér út í umræður um viðkvæm per- sónuleg mál. Batnandi fólki er best að lifa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Neyttu hvers færis sem þú færð til þess að sinna sjálfum þér. Skoðaðu hug þinn vandlega og gerðu svo það sem hann segir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að taka því vel þótt þú verðir fyr- ir einhverjum skakkaföllum því þau munu ekki koma í veg fyrir að þú náir takmarki þínu. Vertu öðruvísi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér er óhætt að hafa háleitar hugmyndir ef þú hefur fæturna bara á jörð- inni. Afgreiddu þessi mál í eitt skiptið fyrir öll og haltu svo áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Leit- aðu að fegurðinni í lífinu því fagurt umhverfi er raunveruleg heilsubót. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef einhver annar myndi lifa þennan dag í lífi þínu myndu viðbrögðin við því sem gerist seinni partinn vera mjög sterk. Láttu það ekki hindra þig í að koma áformum þín- um í verk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hluti af þér er tilbúinn að hlaupast á burtu, leika sér og daðra! Hinn hlutinn gerir sér grein fyrir að þú ert enn of bældur til að fríka út. Leitaðu samvinnu við aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú nýtur loks uppörvunar og fjárhags- legs stuðnings til að gera það sem þig langar til. Gefðu þér líka tíma til að vera með fjöl- skyldunni og rifja upp gamlar minningar. Síðasta laugardagsgáta var eftirGuðmund Arnfinnsson: Viðurnefni var það Jóns. Vinnutörn þá lokið er. Hergilseyjar heiti flóns. Heilagleika í sér ber. Fjögur svör bárust og svo lík hvert öðru að ég læt nægja að birta tvö. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Viðurnefnið „helgi“ var Vinnu um helgi lýkur Flónið heitið Helgi bar Helgur maður slíkur Þessi er ráðning Guðmundar: Hólabiskup var helgi Jón. Helgi veitir slökun lýð. Í Hergilsey var Helgi flón. Helgi friðlýst svæði er. Og síðan lætur Guðmundur limru fylgja: Séníið Helgi Hjörvar hafinn á efstu skör var, og útvarpið sátu allir við er af ‘onum lesinn Bör var. Og Guðmundur bætir síðan við: „Enn sækja gátur mínar í Vísna- hornið til þín eins og þrásæknar rollur í tún: Halur gæddur hrekkjaviti. Hryggjarstykki fiskum á. Girnilegur, beinlaus biti. Bændum skaða veldur sá. Enn freistast ég til að hafa gát- urnar tvær þó að það verði á kostnað þess að öll svör birtist ekki. Helgi R. Einarsson sendi mér þessa gátu: Í fjárhúsi það nota má, í föðurlandsins brókum, í Hörpu má það hlusta á, handverk, nátengt bókum. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif- aði í Leirinn á sumardaginn fyrsta: „Fuglarnir eru heldur krokulegir í dag en það stendur til bóta. Nú er hríðarhraglandi. Hreti mun þó linna því að góður gagl-andi gætir fugla sinna.“ Og á Boðnarmiði sagði Hall- mundur Guðmundsson: „Gömul sumarkomuvísa úr vísnabingnum: Bráðum sumar brestur á, bros þá karlar iðka. Koparbrúnar konur þá kroppa sína liðka.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Heilagleiki og hríðarhraglandi Í klípu „HANN VILDI EKKI FARA. HANN ÞJÁÐIST EFLAUST AF SMÁ AÐSKILNAÐARKVÍÐA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ MUNT ALDREI NÁ AÐ „SLÁ Í GEGN“ NEMA ÞÚ FARIR AÐ TAKA GREIÐSLUKORT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem breytir pari í fjölskyldu. ÉG VIL AÐ SÁ SEM GERÐI ÞETTA VERÐI HANDSAMAÐUR! SKAL GERT, HERRA KÖTTURINN ER ÓDÁMUR KÖTTURINN ER ÓDÁMUR KÖTTURINN ER ÓDÁMUR VIÐ ERUM KOMNIR TIL ÞESS AÐ STELA ÖLLUM EIGUM YKKAR! FRÁBÆRT! VIÐ ERUM AÐ SKERA NIÐUR! Víkverji hefur dálæti á Sauð-árkróki þótt ekki komi hann þangað oft. Á fimmtudag lá leið hans þangað og það á sumardaginn fyrsta. Ekki var þó sumarlegt um að litast á Króknum á fimmtudaginn. Snjór var yfir öllu og kalt og hryssingslegt. Ekki var þó kalt í íþróttahúsi bæj- arins þar sem Tindastóll og KR átt- ust við í úrslitarimmunni um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta. KR hafði unnið fyrri leikinn með yf- irburðum, en Víkjverji var að vona, þrátt fyrir að hjarta hans slægi með KR-ingum, að viðureignin yrði ekki alger einstefna. Honum varð að ósk sinni og kannski aðeins rækilegar en hann hafði haft í hyggju. Tindastóls- menn mættu ákveðnir til leiks og lögðu sig alla fram. Einn þeirra fór meira að segja um völlinn á einum fæti og dritaði boltanum ofan í körf- una hvar sem hann stóð. Niður- staðan var sigur Tindastóls. Er nú jafnt í viðureigninni. Eins og allir vita er körfuboltinn drottning allra íþróttagreina og veislan heldur áfram um helgina. Rétt er að taka fram að ekki er spennan minni í kvennakörfunni þar sem Keflavík og Snæfell eigast við. x x x Á vegg rækjuverksmiðjunnar áSauðárkróki blasir við skemmti- leg mynd á vegg þegar komið er inn í bæinn niður af Þverárfjalli. Myndin er af rækju og er eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Undir henni stendur: „Þetta er ekki rækja.“ Myndin er bein vísun í heimslist- irnar. Á fyrri hluta síðustu aldar mál- aði belgíski súrrealistinn Rene Mag- ritte mynd af pípu og undir henni stendur: „Þetta er ekki pípa.“ Myndin hefur verið þarna í nokkur ár og hefur aðallega vakið athygli út- lendinga. Hún er nefnd í erlendri ferðahandbók til marks um skop- skyn heimamanna og bloggarar minnast einnig á hana, einkum á frönsku. x x x Á leiðinni heim snjóaði og um tímasást vart út úr augum fyrir skaf- renningi og snjókomu á Þverárfjalli. Hiti var undir frostmarki alla leiðina. Eftir aksturinn var bíllinn klæddur í klakabrynju. Sumarið var komið. vík- verji@mbl.is Víkverji Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ (Lúkasarguðspjall 11:28)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.