Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 99

Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 99
MENNING 99 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Ber okkur skylda til aðgerðaþegar við vitum að mann-eskja er í lífshættulegrineyð? Þessi orð, sem eru höfð eftir Roland Schimmelpfennig höfundi Peggy Pickit sér andlit guðs í leikskrá, fara nálægt því að vera grunnspurning verksins. Næstu spurningar eru þá: Hvað eigum við að gera? Nægir að borga? Hversu miklu erum við til í að fórna af for- réttindum okkar? Svör við þessum spurningum eru ekki einföld. Peggy Pickit sér andlit guðs lýsir kvöldverðarboði tveggja para sem bæði eru rúmlega fertug. Gestgjaf- arnir eru Frank, yfirlæknir á sjúkra- húsi, og Lísa, sem starfaði sem hjúkrunarkona áður en dóttir þeirra kom í heiminn. Gestirnir eru Katrín og Marteinn, sem hafa starfað sem læknar við erfiðar aðstæður í sjúkraskýli í Afríku og hafa verið í burtu í sex ár. Frásagnaraðferðin er sú að per- sónurnar eiga eðlileg samskipti en svo frýs atburðarrásin og ein per- sónan flytur einræðu sem getur til dæmis verið hugleiðingar um aðrar persónur eða frásögn af einhverju sem gerðist þegar langt var liðið á boðið. Þessi stökk í tíma gefa tilfinn- ingu fyrir því að alltaf sé verið að fjalla um boðið í heild og merkingu þess og það heppnast vel. Þá eru margar stuttar senur endurteknar sem í sumum tilvikum verður til áhersluauka. Smátt og smátt kemur í ljós að Afríkuhjónin hafa orðið fyrir skakkaföllum í einkalífinu. Þau virð- ast einnig efins um hvort vinna þeirra hafi skilað árangri. Lísa og Frank sem hafa setið heima eru ekki hamingjusöm frekar en gestirnir og samband þeirra skortir tilfinn- ingalega dýpt. Þau hafa sent ein- hvern fjárstuðning til Afríku en eru meðvituð um að það sé ekki mikið. Til viðbótar ríkir einnig ákveðin samkeppni eða rígur milli paranna tveggja. Höfundur segir í leikskrá: „Leik- ritið gerist hér, hjá okkur. Það fjallar um Afríku en er evrópskt leikrit.“ Anna Rún Tryggvadóttir, sem gerir leikmynd og búninga, hef- ur þrátt fyrir þetta ákveðið að flytja Afríku að einhverju leyti inn á hið vestræna heimili. Leikmyndin er stofa með gulu gólfteppi en upp úr því rís hryggur í miðju sem leikarar geta meðal annars staðið á. Bak- grunnurinn er grænn gróðurveggur, hálfgerður frumskógur. Húsgögn eru nútímaleg og jafnvel stílfærð. Ég get ekki ímyndað mér tilganginn með hryggnum og raunar ekki gróð- urveggnum heldur. Persónulega hefði ég talið að heimili með dýrum hönnunarhúsgögnum hefði stutt betur við efnið. Varðandi búninga þykir mér bet- ur takast til. Frank er í smekklegum bláköflóttum fötum, Marteinn er frjálslegri í vesti utan yfir skyrtu. Katrín, sem hefur verið í Afríku, er í svörtum samfestingi, sem gæti verið gömul spariföt og heimafrúin Lísa er í gul- og svartmynstruðum kjól með stórri slaufu. Maður getur ímyndað sér að hún telji það í afr- ískum anda og vilji á þennan hátt koma til móts við gestina. Tónlist eru lög úr íslensku dægurlagasafni sem gætu auðveldlega passað sem æskutónlist fólks sem er rúmlega fertugt og hefur alist upp á Íslandi. Það er ágætlega til fundið. Leikararnir standa sig almennt vel. Valur Freyr Einarsson leikur hinn drykkfellda, sveitta, þjakaða og brotna Martein. Valur Freyr gerir allt rétt í þessu hlutverki. Ef til vill nýtur hann þess að nokkru að hann er á hárréttum aldri á meðan aðrir leikendur eru í yngra lagi. Hjörtur Jóhann Jónsson er einnig prýðilegur sem sá farsæli meðalmaður sem Frank er. Hann hefur komið sér vel fyrir en virðist ekki lifa mjög inni- haldsríku lífi. Kristín Þóra Haralds- dóttir leikur eiginkonu hans, hina upptrekktu Lísu, að mínu mati einn- ig vel. Hún er til dæmis mjög kraft- mikil og nánast uggvænleg í lokin þegar sjá má inn í svartnætti sam- bands þeirra Franks. Maríanna Clara Lúthersdóttir leysir hlutverk sitt sem Katrín sómasamlega og er öflugust undir lok verksins. Peggy Pickit sér andlit guðs spyr sem fyrr segir spurninga um hvort og þá hvernig við eigum að hjálpa fólki í neyð. Leikritið dregur líka upp mynd af innihaldslausri vest- rænni millistéttartilveru og segir frá hjálparstarfsmönnum sem kannski hjálpa ekki neitt þegar allt kemur til alls. Margt er hér prýðilega gert. Verkið er þó langt í frá gallalaust. Sú aðferð að beita miklum endurtekn- ingum ber í sér hættu á tilgerð sem mér finnst örla á hér. Sama má segja um notkun á afrískri og vestrænni dúkku til að sýna andstæður hinna ríku Vesturlanda og fátæktar Afr- íku. Ég átta mig, sem fyrr segir, ekki heldur á hvert er verið að fara með leikmyndinni. Rithöfundurinn Binyavanga Wai- naina hæðist að klisjum í umfjöllun um Afríku í grein sem birtist í leik- skrá. Þetta verk er ekki laust við klisjur, hvort sem hugsað er um leik- ræna framsetningu, Afríku, umfjöll- un um hjálparstarf, miðaldra tilveru eða hjónalíf. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Klisjur „Þetta verk er ekki laust við klisjur, hvort sem hugsað er um leik- ræna framsetningu, Afríku, umfjöllun um hjálparstarf, miðaldra tilveru eða hjónalíf,“ segir m.a. í gagnrýni um Peggy Pickit sér andlit guðs. Hvað ef manneskja er í lífshættulegri neyð? Borgaleikhúsið Peggy Pickit sér andlit guðs bbbnn Peggy Pickit sér andlit guðs eftir Rol- and Schimmelpfennig. Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haralds- dóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Valur Freyr Einarsson. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir, lýs- ing Þórður Orri Pétursson, hljóðmynd: Garðar Borgþórsson, þýðing: Hafliði Arngrímsson. Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson. Frumsýning 22. apríl 2015 á litla sviði Borgarleikhússins. SIGURÐUR G. VALGEISSON LEIKLIST Tónlistarkonan Lára Sóley Jó- hannsdóttir var í fyrradag valin bæjarlistamaður Akureyrar 2015-16, á Vor- komu Akureyr- arstofu. Meðal annarra við- urkenninga sem veittar voru við sama tækifæri voru heiðursvið- urkenning Menningarsjóðs. Hana hlutu myndlistarkonan Iðunn Ágústsdóttir sem lauk nýlega einkasýningu í Listasafninu á Ak- ureyri og Gunnar Frímannsson sem hefur komið að starfi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands frá upphafi og lagt sitt lóð á vog- arskálarnar við uppbyggingu sveitarinnar, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Lára Sóley valin bæjarlistamaður Lára Sóley Jóhannsdóttir Sænski djasspíanóleikarinn Jan Lundgren heldur tónleika á Listahátíð í Reykjavík í Gamla bíói 4. júní kl. 20. Lundgren er heimsþekktur pían- isti og tónskáld og hefur gefið út hátt í 50 hljómdiska. Síðasti diskur hans, Flowers of Sendai, vann á síð- asta ári verðlaun Jazz Journal sem besti djassdiskur ársins, skv. vef há- tíðarinnar. „Jan hóf feril sinn sem klassískur píanóleikari, en hefur frá unglings- árum helgað sig djasstónlistinni. Hann hefur haldið tónleika um all- an heim með tríói sínu við frábærar undirtektir og er á samningi hjá hinu virta ACT-plötufyrirtæki, en jafnframt hjá píanóframleiðand- anum Steinway & Sons, einn fárra djasspían- ista,“ segir þar. Með Lundgren leika Matthias Svensson á kontrabassa og Zoltan Csörsz Jr á trommur. Þeir hafa leikið sam- an síðan 1997, þegar hin margverð- launaða plata, Swedish Standards, kom fyrst út. „Tónlistin er hljóm- fagur skandinavískur djass, sem sver sig í ætt annarra heimsfrægra, sænskra djasspíanista eins og Jan Johansson, Anders Widmark og Esbjörn Svensson,“ segir á vefnum. Jan Lundgrein á Listahátíð í Reykjavík Jan Lundgren Billy Elliot (Stóra sviðið) Sun 26/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 ATH kl 13 Fim 30/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00 Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mán 27/4 kl. 10:00 Mán 27/4 kl. 13:00 Mið 29/4 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is Segulsvið – ★★★★ „Mikill galdur“ – AV, DV HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn Síðustu sýningar. Segulsvið (Kassinn) Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Hefur hlotið frábærar viðtökur - síðustu sýningar. Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 26/4 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta aukasýning! Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 26/4 kl. 13:30 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Macho Man Saving History (Salurinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sviðslistahátíð Assitej (Salurinn) Lau 25/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 16:00 Lau 25/4 kl. 18:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Mán 11/5 kl. 20:00 Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 1/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.