Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 18
16
HÚNAVAKA
hefur risið upp nokkur iðnaður, sem gert hefur atvinnulíf fjöl-
breyttara.
Af þessum fyrirtækjum skulu nú nefnd nokkur.
Vísir stendur við Húnabrautina. Hann var byggður árið 1943.
bar var upphaflega bifreiðaverkstæði og er enn, en síðar alls konar
járnsmíði og smurstöð og nú á síðari árum einnig verzlun, sem er
vaxandi fyrirtæki. Framkvæmdastjóri er Þorvaldur Þorláksson.
Blindraiðjan Björk er í tveggja hæða húsi að Húnabraut 26. Það
ltús byggði Jónas Tryggvason árið 1959 og hefur hann síðan rekið
þar bursta- og bólsturgerð, ásamt verzlun með húsgögn, áklæði og
fleiru.
Litlu utar við Húnabrautina stendur trésmíðaverkstæðið Stígandi,
sem stofnað var 1947 og hefur síðan fengizt við alls konar smíði, þó
mest húsbyggingar hér í staðnum og víðar. Framkvæmdastjóri er
Kristján Gunnarsson.
Utarlega við sömu götu stendur mjólkurstöð Sölufélagsins. Hún
var byggð 1947, en árið 1958 var reist við hana mikil viðbygging.
Þar var fyrst framleidd þurrmjólk á íslandi. Það var byrjað á því
strax 1948 og hefur síðan verið stöðug framleiðsla ásamt flestum
öðrum mjólkurvörum. Mjólkurstöðvarstjóri er Sveinn Ellertsson.
Vélsmiðja Húnvetninga er bifreiðaverkstæði, sem Kaupfélag Hún-
vetninga og Búnaðarsamband A.-Hún. byggðu og settu á stofn árið
1960. Það stendur upp með Langadalsvegi. Litlu ofar er slökkvi-
stöðin, stálgrindahús, sem var byggt 1974. Slökkviliðsstjóri er Þor-
leifur Arason.
Næsta hús fyrir ofan er bifreiðavenkstæðið Hjólið, í nýlegu húsi,
sem var byggt 1970—71. Þar er nú einnig byrjuð framleiðsla á
einangrunarplasti. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Sigurður H.
Þorsteinsson.
Pólarprjón rekur prjónastofu og saumastofu á efri hæð í húsinu
að Húnabraut 13. Það fyrirtæki er stofnað 1971 og prjónar og saum-
ar úr íslenzkri ull. Framkvæmdastjóri er Baldur Valgeirsson. A neðri
hæð í sama húsi rekur Zophonías Zophoníasson, yngri, umboðs- og
heildverzlun, er hann stofnaði til 1966.
Brauðgerðin Krútt var stofnuð 1969. Aðaleigandi og framkvæmda-
stjóri er Þorsteinn Húnfjörð. Hann lét byggja nýtt hús yfir starfsem-
ina á árunurn 1971—72. Það stendur undir brekkunni fyrir innan
ána, var flutt í það í ágúst 1972.