Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 112
110
HÚNAVAKA
verið á togara áður. Á 5 sólarhringa stími þangað var stanslaus bræla
að mér fannst. Ég hafði ekki lyst á matarbita og skildi eftir í sjónum
á leiðinni, það sem í maganum var, þegar farið var af stað. Og ég
man eftir því að þegar ég hafði ekki borðað neitt á þriðja degi,
leist nú stýrimanninum ekkert á að ég þyldi mikið lengur við án
þess að fá næringu, þótt stór væri og skipaði mér að maula kringlu,
sem hann kom með. Þessa kringlu maulaði ég í tvo sólarhringa.
Þegar við komum á Nýfundnalandsmið og fórum að vinna á dekk-
inu hef ég annaðhvort sjóast eitthvað eða að veðrið hefur verið
orðið svo gott að ég fór ofan í matsalinn í fyrsta skipti. Þá mætti ég
brytanum í dyrunum og hann rak npp stór augu og spurði hver
ég væri, hvort ég hefði verið að koma um borð núna. Hann hafði
að sjálfsögðn ekki séð mig þarna áður.
Það gekk ákaflega vel þetta fiskirí þarna og bar nú ekki margt
til tíðinda í þessum túr, fyrripartinn, en þegar túrinn var eitthvað
um það bil hálfnaður, fóru menn að leggjast í koju og endaði með
því að við vorum orðnir 8 á dekkinu, í staðinn fyrir 18. Það gaus
upp svona rnikil flensa í skipinu að menn lögðust bara hreinlega í
koju með mikinn hita.
Nú þannig líða sem sagt 3 túrar að við förum alltaf á Nýfundna-
land, en kíktum þó alltaf á ísinn við Grænland, til að vita hvort
Júlíanehábbugtin væri opin, því að Helgi skipstjóri hafði mikla
trú á að ná þar góðum afla auk þess, sem þangað var nm tveim sól-
arhringum styttra á miðin.
Það var i 4. túrnum loksins að við komumst í bugtina, með því
að sigla þarna í gegnum töluvert íshröngl og ég minnist þess að ég
var sendur framrná hvalbak til þess að vísa veginn í gegn. Það bar
hátt stefnið, þar sem skipið var rétt og sást illa framundan. Mér var
sagt að fara þarna frammá og gefa bendingu um hvaða leið við ætt-
um að fara. Þarna var svo til logn, en mikil undiralda og ég held
að ég hafi sjaldan verið fegnari en þegar ég losnaði úr þessn ent-
bætti. Þegar skipið reis og hneig á öldunni, þá hefur fallið verið,
úr efstu stöðu í þá lægstu í kringum 10—15 metrar. Þannig datt
skipið niður og auðvitað réð tregðulögmálið því að maður ætlaði
að verða eltir þarna uppi og öll innyfli ætluðu upp úr manni.
Nú við fórum í þessa Júlíanehábbugt og gekk mjög vel, ég man
nú ekki hvað við vorum lengi að fylla skipið, en fiskiríið var ágætt.
Þegar lokst tókst að komast á þennan ágæta stað, þá var auðvitað